Skipulags- og mannvirkjanefnd - 314. fundur - 15. júlí 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Magdalena Sigurðardóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.1. Rekstrarleyfi, gistiheimili ? Sjóbátaleigan. (2009-07-0020)


Erindi dagsett 23. júní 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Þórhalls Arasonar f.h. Sjóbátaleigunnar ehf, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Gistiheimili Sjóbátaleigunnar að Fjarðargötu 10, Þingeyri. Nýtt leyfi.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Gistiheimili Sjóbátaleigunnar, Fjarðargötu 10, Þingeyri. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða mun byggingarfulltrúi veita sér umsögn vegna leyfisins.2. Rekstrarleyfi, gistiheimili ? Veitingahornið. (2009-07-0021)


Erindi dagsett 18. júní 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Daðínu M. Helgadóttur f.h. Veitingahornsins ehf, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Veitingahornið, Þingeyri (áður Dúddabúð).  Nýtt leyfi.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Veitingahornið ehf., Þingeyri. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða mun byggingarfulltrúi veita sér umsögn vegna leyfisins.3. Sindragata 1, Ísafirði - byggingarleyfi. (2009-07-0025)


Lagt fram bréf dagsett 10. júlí 2009, frá Hallvarði Aspelund hjá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. eigenda húseignarinnar að Sindragötu 1, Ísafirði. Sótt er um leyfi til að breyta þaki á austur hluta hússins að Sindragötu 1, Ísafirði samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.4. Brekkustígur 7, Suðureyri - byggingarleyfi. (2009-03-0054)


Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 25. mars sl. þar sem þar sem sótt var um að byggingarleyfi fyrir fyrirhugaða breytingu á húseigninni að Brekkugötu 7 á Suðureyri. Umsögn Húsafriðunarnefndar hefur borist þar sem ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða byggingu. Einnig eru lagðar fram byggingarnefndarteikningar af fyrirhuguðum breytingum frá Einari Ólafssyni hjá Arkiteo.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki Húsafriðunarnefndar um gluggagerð.5. Efsti Hvammur, Dýrafirði - Byggingarleyfi . (2008-07-0024)


Lagðar fram teikningar af gestahúsi í landi Efsta Hvamms í Dýrafirði. Teikningarnar eru unnar af Pálmari Kristmundssyni arkitekt hjá pk - arkitektum. Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 27. ágúst 2008.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir veitingu byggingarleyfis að framkomnu samþykki landeigenda samanber afgreiðslu fyrirspurnar frá 27. ágúst 2008. 6. Dynjandi í Leirufirði - Frístundahús. (2008-08-0009)


Á fundi umhverfisnefndar 27. ágúst 2008 var lagt fram bréf dagsett 8. ágúst 2008, frá Sigurjóni Hallgrímssyni fh. systkina sinna þar sem sótt er um leyfi til að byggja frístundarhús á grunni gamla hússins að Dynjandi í Leirufirði. Afgreiðsla umhverfisnefndar var á þá leið að byggingarnefndarteikningar og samþykki eigenda hússins þyrfti að liggja fyrir. Nú hafa verið lagðar fram teikningar frá ABS teiknistofu og samþykki eigenda hússins.


Svanlaug Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið en byggingarleyfi verður veitt þegar fullnaðarteikningar byggingarnefndar hafa borist byggingarfulltrúa.7. Sútarabúðir 1, Grunnavík - byggingarleyfi. (2009-02-0013)


Lögð fram umsókn um byggingarleyfi frá Inga Dóra Einarssyni fh. eigenda Sútarabúða 1 Grunnavík, fyrir endurbyggingu á íbúðarhúsinu Sútarabúðir 1, Grunnavík. Erindi var síðast á dagskrá 22. apríl sl.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.8. Salthúsið. Þingeyri ? stærð lóðar. (2008-11-0053)


Lagt fram bréf byggingarfulltrúa um tillögu að stærð lóðar undir Salthúsinu á Þingeyri. Um er að ræða 137 m² lóð sem er 1m frá norður, suður og austurhlið húss og 2m frá vesturhlið húss.


Umhverfisnefnd frestar erindi til næsta fundar.9. Faktorshúsið í Neðstakaupstað - Skjöldur. (2009-07-0011)


Lagt fram bréf, dags. 10. júlí sl., frá  Jónu Símoníu Bjarnadóttur, þar sem sótt er um leyfi til að festa skjöld, tilheyrandi danska konsúlembættinu, á Faktorshúsið í Neðstakaupstað á þá hlið hússins sem snýr að Ásgeirskanti.


Jóna Símonía Bjarnadóttir vék af fundi undir þessum lið.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar húsafriðunarnefndar á erindinu.10. Götunöfn í Tunguskógi. (2009-07-0017)


Lagt fram bréf, dags. 9. júlí sl., frá  Níels R Björnssyni fh. félags skógarbúa í Tunguskógi, þar sem félagið hefur hug á að götum í Tunguskógi verði gefin nöfn.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið enda falli ekki aukakostnaður á bæjarfélagið og vísar erindinu í vinnu vegna deiliskipulags.11. Samstarfsverkefni um þjóðlendumál. (2007-10-0068)


Lagt fram bréf, dags. 30. júní sl., frá Sigríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands, þar sem lagt er fram yfirlit yfir stöðu mála í samstarfsverkefninu og innheimta ársins.


Lagt fram til kynningar.12. Atvinnuátak 2009. (2009-06-0018)


Á fundi bæjarráðs 15. júní sl var lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 6. júní s.l., þar sem félagið fer fram á styrk frá Ísafjarðarbæ í formi 50 til 100 dagsverka, til móts við framlags Atvinnuleysistryggingasjóðs í formi atvinnuleysisbóta, vegna skógræktarverkefna.  Félagið hefur styrk frá ríkinu til greiðslu kostnaðar vegna verkfæra, kaupa á plöntum og slíku.


Bæjarráð benti á að Hafrafellsháls geti vart verið æskilegur vegna fyrirhugaðrar vinnu við snjóflóðavarnir. Bæjarráð telur æskilegt að sá trjágróður sem er á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði snjóflóðavarna verði fluttur til innan svæðisins. 


Bæjarráð vísaði erindi Skógræktarfélagsins til umhverfisnefndar til úrvinnslu.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til umhverfisfulltrúa til nánari útfærslu og möguleikum á hugsanlegum staðsetningum fyrir gróðursetningu á trjáplöntum Skógræktarfélagsins.13. Deiliskipulag í hlíðum Kubba ofan Holtahverfis. (2004-02-0154)


Lagt fram bréf, dags. 25. júní sl., frá Umhverfisstofnun, þar sem vísað er í bréf Ísafjarðarbæjar frá 28. apríl sl. þar sem óskað var umsagnar um umhverfisskýrslu deiliskipulagstillögu í hlíðum undir Kubba ofan Holtahverfis. Stofnunin telur almennt ekki tilefni til að veita sérstakar umsagnir um umhverfismat áætlana þar sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmda hefur farið fram og áætlun felur ekki í sér neinar aðrar framkvæmdir eða breytingar á þeirri framkvæmd sem fjallað var um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda.


Lagt fram til kynningar.14. Beiðni um upplýsingar ? Skipulagsmál og lóðarúthlutanir. (2009-07-0006)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 6. júlí sl., var lagt fram bréf Samkeppniseftirlitsins dagsett 24. júní sl., beiðni um upplýsingar og sjónarmið vegna skipulagsmála og lóðarúthlutana sveitarfélaga. Samkeppniseftirlitið vinnur að athugun á áhrifum skipulagsmála og úthlutun lóða á samkeppni.  Eftirlitið óskar eftir að svör berist fyrir 14. ágúst n.k.


Bæjarráð vísaði erindinu til bæjartæknifræðings og til umsagnar umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.15. Klofningur, Önundarfirði. (2009-02-0005)


Lögð fram skýrsla vegna kynningar á stækkun urðunarstaðar við Klofning.


Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.16. Deiliskipulag Tunguskógi. (2009-06-0058)


Lögð fram frumdrög að deiliskipulagi í Tunguskógi.


Lagt fram til kynningar.17. Önnur mál.


-Tunguskógur 41 ? byggingarleyfi.  (2008-08-0012)


Erindi  síðast á dagskrá 26. maí sl. Erindið var sent í grendarkynningu til eigenda húsa nr 29/39 og 50 í Tunguskógi og þeim boðið að gera athugasemdir innan 4 vikna. Engin athugasemd barst innan framangreinds frests.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið.


-Magdalena Sigurðardóttir benti á að óheppilegt væri að auglýsa aðalskipulag


Ísafjarðabæjar 2008 - 2020 á miðju sumri þar sem þorri íbúa er í sumarleyfum. Lagði hún til að auglýsinga- og athugasemdafrestur yrði lengdur til 15. September 2009.  (2006-03-0038)


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:55.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Magdalena Sigurðardóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Sæmundur Þorvaldsson.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?