Skipulags- og mannvirkjanefnd - 311. fundur - 22. apríl 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.


Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmaður eigna mættu á fundinn.


Sigurður Mar Óskarsson mætti ekki á fundinn og enginn í hans stað.1. Óleyfisíbúðir ? eftirlit með framkvæmd sveitarfélaga. (2009-03-0067)


Lagt fram bréf, dags. 16. mars sl., frá  Guðmundi Gunnarssyni yfirverkfræðing Brunamálastofnunar, þar sem lagðar eru fram fjórar spurningar vegna breytinga á lögum nr. 75/2000 þar sem sett var inn ákvæði V til að stemma stigu við ólöglegri búsetu í atvinnuhúsnæði. Óskað er upplýsinga um frá sveitarfélaginu vegna þessa.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.2. Sútarabúðir 1, Grunnavík - byggingarleyfi. (2009-02-0013)


Lagt fram bréf, dags. 8. apríl sl., frá  Umhverfisstofnun, þar sem vísað er í erindi byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar vegna endurbyggingar á íbúðarhúsinu að Sútarabúðum 1, Grunnavík. Umhverfisstofnun leggst ekki gegn endurbyggingu íbúðarhússins að Sútarabúðum 1, Grunnavík, enda uppfylli endurbygging íbúðarhússins skilmála væntanlegs aðalskipulags Ísafjarðarbæjar. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 4. mars sl.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir vegna endurbyggingar á íbúðarhúsinu að Sútarabúðum 1.3. Geirmundarstaðir, Fljótavík ? byggingarleyfi. (2007-04-0010)


Lagt fram bréf, dags. 8. apríl sl., frá Umhverfisstofnun, þar sem vísað er í erindi byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar frá 22. janúar sl. vegna byggingarleyfis á frístundarhúsi. Umhverfisstofnun veitir leyfi fyrir sitt leyti til byggingar sumarhússins Skjaldbreiðar ásamt geymsluskúr að Geirmundarstöðum í Fljótavík. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 14. janúar sl.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.4. Hornbjargsviti ? endurbætur. (2009-01-0063).


Lagt fram bréf, dags. 8. apríl sl., frá Umhverfisstofnun, þar sem vísað er í erindi byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar frá 2. febrúar sl. þar sem óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar á endurbótum á vatnslögn við Hornbjargsvita. Umhverfisstofnun veitir leyfi fyrir sitt leyti fyrir framkvæmdinni enda ekki líkur á að verulegt rask fylgi framkvæmdinni. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 28. janúar sl.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Framkvæmdaraðali skal hafa samráð við tæknideild Ísafjarðarbæjar og Hornstrandastofu vegna framkvæmdarinnar.5. Endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ - skýrsla. (2009-04-0017)


Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um endurskoðum sorpmála í Ísafjarðarbæ. Skýrslan var unnin af Verkís.


Umhverfisnefnd fagnar því í hvaða átt starfshópurinn leggur til að sorpmál í Ísafjarðarbæ þróist.6. Sláttur opinna svæða 2009. (2009-04-0018)


Lögð fram útboðsgögn vegna sláttar opinna svæða í Ísafjarðarbæ fyrir sumarið 2009.


Umhverfisnefnd samþykkir að bjóða út verkið í ár, enda gert ráð fyrir fjármagni í  fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2009.7. Yndisgróður ? ósk um samstarf. (2009-01-0053)


Lögð fram áætlun um kostnað og fl. vegna verkefnisins Yndisgróður. Á fundi umhverfisnefndar 28. janúar sl. var lagt fram bréf, dagsett 15. janúar sl. frá Áslaugu Helgadóttur, formanni stýrihóps Yndisgróðurs LbhÍ og Samson B. Harðarsyni , verkefnisstjóra Yndisgróðurs LbhÍ, þar sem óskað var eftir samstarfi sveitarfélagsins um 1.000 ? 5.000 m² tilraunareit fyrir plöntur. Verkefni Yndisgróðurs er að bera saman mismunandi plöntur á mismunandi landshlutum þar sem veðurfar er breytilegt.


Umhverfisnefnd vísaði erindinu til umhverfisfulltrúa til afgreiðslu.


Umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdina. Staðsetning Yndisgarða er  við púttvöll á Torfnesi.8. Refa- og minkaeyðing sumarið 2009. (2009-04-0028)


Umræður um minka og refaveiðar á komandi sumri.


Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar. Tæknideild er falið að afla nánari upplýsinga hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.9. Snjóflóðavarnir í Kubba. (2004-02-0154)


Lagt fram álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum, dags. 8. apríl 2009 varðandi snjóflóðavarnargarð í hlíðum Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.10. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. (2006-03-0038). 


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum 2. apríl sl. að hverfisvernd yrði sett á svæðið norðan Djúps, utan friðlands.


Lagt fram til kynningar.11. Minnisvarði á Harðarskálaflöt. (2009-04-0026). 


Lagt fram bréf, dags. 20. apríl sl., frá Kristjáni Þór Kristjánssyni fh. Knattspyrnufélagsins Harðar, þar sem sótt er um leyfi umhverfisnefndar til að setja upp minnisvarða á Harðarskálaflöt í tilefni 90 ára afmælis knattspyrnufélagsins um mánaðamótin maí ? júní 2009. 


Umhverfisnefnd felur tæknideild að afla upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.12. Sjókvíaeldi í Dýrafirði. (2009-04-0020). 


Lagt fram bréf, dags. 15. apríl sl., frá Þóroddi F. Þóroddssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem vísað er í tilkynningu frá Dýrfisk ehf, dags. 14. apríl sl., um matskyldu á Sjókvíaeldi á regnbogasilungi og eða laxi í Dýrafirði. Óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. 


Í samræmi við 3. viðauka laga nr 106/2000  telur umhverfisnefnd að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. 13. Milliþinganefnd búnaðarþings ? skýrsla um fjallaskil. (2009-04-0024). 


Lagt fram bréf, dags. 15. apríl sl., frá Ólafi R. Dýrmundssyni fh. Bændasamtaka Íslands, þar sem lögð er fram til kynningar skýrsla milliþinganefndar búnaðarþings með afriti bréfs frá stjórn Bændasamtaka Íslands.


Lagt fram til kynningar.14. Silfurgata 5. (2007-09-0043). 


Hjörleifur Stefánsson arkitekt mætti á fundinn og skýrði frá stöðu mála og möguleikum á endurbyggingu á Norskabakaríinu að Silfurgötu 5, Ísafirði. Húsafriðunarnefnd lagðist eindregið gegn því  að húsið yrði rifið. Lögð var fram greinargerð að tillögu um endurbyggingu á húsinu ásamt kostnaðaráætlun.


Umhverfisnefnd fagnar framkomnum tillögum. Tillagan felur í  sér verslunarhúsnæði og tvær íbúðir. Kostnaðaráætlun er 115.000.000 kr. Tillögurnar falla vel að drögum að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020 og hugmyndum um ?Hina fögru fimm?.15. Önnur mál.


?Torgssöluhús. Rætt var um torgssöluhús.


?Að móta byggð með áherslu á lífsgæði. Ráðstefna á vegum Skipulagsstofnunar 30. apríl nk. Í Veisluturninum Smáratorgi.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.  


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda og rekstrarsviðs.Er hægt að bæta efnið á síðunni?