Skipulags- og mannvirkjanefnd - 281. fundur - 23. janúar 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.1. Aðalgata 15, Suðureyri. ? Viðbygging. (2008-01-0075)


Lagt fram bréf, dags. 18. janúar sl., frá Elíasi Guðmundssyni fh. Hvíldarkletts, þar sem hann sækir um leyfi til að byggja íbúðarhúsnæði við húseignina að Aðalgötu 15, Suðureyri og að breyta hurðargati  samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.2. Grunnskólinn á Suðureyri. ? Mötuneyti. (2008-01-0079)


Lagt fram bréf, dags. 18. janúar sl., frá Jóhanni Bæring Gunnarssyni verkefnastjóra Eignasjóðs, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta húsnæði Grunnskólans á Suðureyri samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir breytinguna.3. Tunguskógur lóð nr 40. (2008-01-0014)


Lagt fram bréf, dags. 8. janúar sl., frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni, þar sem hann óskar eftir að fá leigurétt á lóð nr. 40 í Tunguskógi.


Umhverfisnefnd hafnar erindinu en felur tæknideild að kanna nánar lóðamál í Tunguskógi.4. Umhverfisslys á Hornströndum.  (2007-06-0051)


Lagt fram bréf, dags. 11. janúar sl., frá Tryggva Guðmundssyni, þar sem hann óskar svara umhverfisnefndar á þrem spurningum er tengjast bókun nefndarinnar á erindi hans frá 280. fundi umhverfisnefndar 9. janúar sl.


1. Umhverfisnefnd bendir á að skv. lögum nr. 64 frá árinu 1994 og reglugerð nr. 437 frá árinu 1995 m.s.b. er óheimilt að veiða refi í friðlandinu.


2. Eins og fram kemur í 10. gr. laga nr. 64 frá árinu 1994 getur umhverfisráðherra aflétt tímabundið eða rift friðun að fullu gagnvart tiltekinni tegund að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands.  Umsagnir þeirra eru ekki á þann veg að rifta eigi friðun gagnvart ref á Hornströndum.  Af þeim sökum leggur umhverfisnefnd ekki til að fuglabjörgin á Hornströndum verði friðuð af ágangi refs.


3. Umhverfisnefnd getur ekki tekið afstöðu til þessara fullyrðinga bréfritara með einni ferð í Hornbjarg.  Þess vegna leitaði nefndin álits aðila sem hafa sérþekkingu á málefninu. 5. Fyrirtæki sem fengið hafa eftirlit 2007. (2007-11-0002)


Lagt fram bréf, dags. 14. janúar sl., frá Antoni Helgasyni Heilbrigðisfulltrúa, þar sem hann bendir á þau fyrirtæki í sveitarfélaginu sem fengið hafa heimsóknir og sveitarfélög geta innheimt eftirlitsgjöld af.


Lagt fram til kynningar.6. Framkvæmdir eignasjóðs fyrir árið 2008. (2008-01-0xxx)


Lagður fram listi, frá formanni umhverfisnefndar, vegna framkvæmda eignasjóðs fyrir starfsárið 2008.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdaáætlunina.7. Hornstrandafriðland ? skilgreining á hugtakinu framkvæmd. (2007-08-0011)


Lagt fram bréf, dags. 14. janúar sl., frá Herði Ingólfssyni, þar sem hann gerir athugasemd við bókun umhverfisnefndar vegna erindis frá 14. nóvember 2007.


Umhverfisnefnd telur sig hafa svarað erindinu.8. Vegur úr Botni í Selárdal í Súgandafirði.  (2007-10-0016)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 14. janúar s.l. var lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 9. janúar s.l., vegna vegar úr Botni í Selárdal, Súgandafirði.  Í bréfinu segir, að með tilvísun til 8. gr. vegalaga nr. 80/2007, falli vegurinn úr Botni í Selárdal ekki undir þau skilyrði, að heimilt sé að gera hann að héraðsvegi.  Ekki þykja heldur vera forsendur fyrir að taka hann í tölu landsvega sbr. sömu lagagrein.


Bæjarráð vísaði bréfi Vegagerðarinnar til umhverfisnefndar


Með vísan í höfnun Vegagerðainnar á yfirtöku á veginum úr Botni í Selárdal í Súgandafirði leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að haldið verði áfram viðleitni um að koma Álftamýrarvegi og öðrum ferðamannaleiðum á vegaskrá.9. Ráðstefna um Staðardagskrá 21.  (2008-01-0042)


Lagt fram bréf, dags. 11. janúar sl., frá Stefáni Gíslasyni verkefnastjóra Staðardagskrár 21, þar sem boðað er til landsráðstefnu um staðardagskrá 21 á Íslandi.


Formaður umhverfisnefndar mun sækja ráðstefnuna.10. Breyting á aðalskipulagi Suðureyrar 1983-2003. (2005-12-0008)


Auglýsinga- og athugasemdaferli vegna breytinga á aðalskipulagi Suðureyrar 1983 - 2003 er að ljúka. Ein athugasemd hefur borist vegna breytingartillögunnar frá Magnúsi S. Jónssyni.


Umhverfisnefnd bendir á að svæðið innan Túngötu er að stórum hluta á hættusvæði vegna ofanflóða og ekki heppilegt byggingarsvæði fyrir íbúðabyggð, þó er gert ráð fyrir íbúðarsvæði á reit D sem er utan hættusvæðis.  Af þessum ástæðum hefur umhverfisnefnd verið að skoða miðbæinn/hafnarsvæðið með það að markmiði að koma fyrir íbúðarsvæði á kostnað iðnaðarsvæðis/hafnarsvæðis.  Núverandi sparkvöllur er staðsettur á svæði sem flokkast undir opið svæði til sérstakra nota (á íþróttasvæði Suðureyrar).  Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar tók fyrir á fundi sínum þann 22. ágúst 2007 staðsetningu sparkvallar á Suðureyri og var þá bókað að hann yrði staðsettur á núverandi malarvelli skv. tillögu frá Teiknistofunni Eik.


Umhverfisnefnd leggur því til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna óbreytta enda komi ekki fleiri athugasemdir við breytingartillöguna.11. Jarðgöng Bolungarvík ? Hnífsdalur ? breyting á aðalskipulagi. (2007-02-0142)


Auglýsinga- og athugasemdaferli vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009 er að ljúka.  Fjórar athugasemdir hafa borist vegna breytingartillögunnar frá Elínóru Ásgeirsdóttur, Pacta, Birgit Abrecht og frá stjórn Hestamannafélagsins Hendingar.  Þá barst undirskriftarlisti þar sem eftirfarandi aðilar skrifuðu undir: Ragnar Benediktsson, Ragnar Einarsson, Sigurður Hólm, Birgit Abrecht, Stefan Abrecht, Britt Abrecht og Leon Abrecht.


Umhverfisnefnd bendir á að skv. reglugerð um hávaða nr. 933/1999 er leyfilegt jafngildishljóðstig í dB(A) fyrir sólarhring 65 utan við húsvegg á jarðhæð.  Útreikningar frá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. gera ráð fyrir að jafngildishljóðstig dB(A) sólarhringsgildi verði u.þ.b. 51 dB(A) við húsin að Stekkjargötu 29, 31 og 40 og um 58-59 dB(A) við Stekkjargötu 7 og þvi vel innan leyfilegra marka. 


Umhverfisnefnd bendir jafnframt á að Ísafjarðarbær hefur nú þegar keypt upp öll hesthús í Hnífsdal og skv. gildandi deiliskipulagi er framtíðarstaðsetning hesthúsa og skeiðvallar í Engidal í Skutulsfirði.  Umhverfisnefnd bendir á að viðræður eru í gangi vegna uppkaupa á skeiðvelli við Búðartún og hvetur til að þeim viðræðum verði flýtt sem kostur er.


Umhverfisnefnd leggur því til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna óbreytta enda komi ekki fleiri athugasemdir við breytingartillöguna.12. Afgreitt mál byggingarfulltrúa.


? Mánagata 6 ? leyfi fyrir glugga.( 2008-01-0040).13. Önnur mál


? Lögð fram tillaga að áningarstað á Flateyri frá Hvíldarkletti, jafnframt liggur fyrir bréf frá Íbúasamtökunum í Önundarfirði þar sem fram kemur að þeim lítist vel á hugmyndirnar.


Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar á tillögunni.


? Umhverfisnefnd boðar til fundar í Edinborgarhúsinu miðvikudaginn 30. janúar nk. kl. 16:00.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun halda fyrirlestur um framtíð þéttbýlis.  Bæjarfulltrúar og formenn nefnda eru hvattir til að mæta.


? Umhverfisnefnd boðar einnig til fundar um skipulagsmál í Edinborgarhúsinu fimmtudaginn 14. febrúar nk. kl. 16:00.  Skipulagsstofnun mun fara yfir skipulagsmál sveitarfélaga.  Bæjarfulltrúar og formenn nefnda eru hvattir til að mæta.


? Umhverfisnefnd ræddi um nafn á jarðgöngum milli Hnífsdals og Bolungarvíkur.  Hingað til hafa þessi göng verið nefnd Óshlíðargöng, umhverfisnefnd leggur til að það nafn verði notað áfram.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:43.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.  


Jóna Símonía Bjarnadóttir. 


Sigurður Mar Óskarsson.  


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.  

Er hægt að bæta efnið á síðunni?