Skipulags- og mannvirkjanefnd - 228. fundur - 9. mars 2006


Mættir:  Björgmundur Örn Guðmundsson, varaformaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Jón S. Hjartarson, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.Magdalena Sigurðardóttir var fjarverandi og mætti Sigurður Hreinsson í hennar stað. Kristján Kristjánsson var fjarverandi og mætti Jónas Birgisson í hans stað. Þetta var gert: 1.    Svæði fyrir Mýrarbolta í Skutulsfirði. (2006-02-0100).Lögð fram yfirlitsmynd, dagsett 6, mars 2006, sem sýnir svæði fyrir 6 velli fyrir mýrarbolta í Tungudal í Skutulsfirði, fyrir innan tjaldsvæði.  Svæðið er alls um 6000 fermetrar að stærð.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarastjórn, að Mýrarboltafélagið fái svæðið til afnota í tilraunaskyni til tveggja ára og verði leyfið að þeim tíma liðnum endurskoðað í ljósi fenginnar reynslu. 2.    Ráðstefna slökkviliðsstjóra 2006. (2005-02-0116).Lagt fram bréf dagsett 16. febrúar 2006, frá Birni Karlssyni, brunamálastjóra, þar sem gerð er grein fyrir ráðstefnu slökkviliðsstjóra, sem haldinn verður í Reykjavík 9. og 10. mars n.k.Lagt fram til kynningar. 3.    Freyjugata 2, Suðureyri.  (2006-003-0031).Lagt fram bréf, dagsett 3. febrúar 2006, frá Tækniþjónustu Vestfjarða, f.h. Íslandssögu ehf, Suðureyri, þar sem óskað er heimildar til að setja akstursdyr á suðurgafl hússins að Freyjugötu 2 á Suðureyri og jafnframt að útbúa aðstöðu fyrir tvo frystigáma við húsið.  Aðstaðan er pallur fyrir lyftara til að lesta og losa gámana og undirstöður undir þá.Unhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 4.    Hjallavegur 11, Ísafirði. (2004-09-0068)Tekið fyrir að nýju erindi varðandi breytingu á húsinu að Hjallavegi 11, Ísafirði.  Erindið var áður á dagskrá 194. fundar umhverfisnefndar 22. september 2004 og var á þeim fundi eftirfarandi bókað:?Umhverfisnefnd fellst á breytta notkun hússins en óskar eftir að athugaðir verði aðrir möguleikar á breytingum á þaki.?Lagðar fram teikningar frá Tækniþjónustu Vestfjarða af breytingum á húsinu sem gera ráð fyrir að innri hluti þaksins verði hækkaður um 1,2 metra.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 5.    Grenilundur 6, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0148).Lögð fram umsókn dagsett 28. febrúar 2006, frá Hafsteini Sverrissyni, Stórholti13, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Grenilundi 6, Ísafirði.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði gefinn kostur á lóðinni með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar. 6.    Birkilundur 2-4, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0125).Lögð fram umsókn dagsett 22. febrúar 2006, frá Áseli ehf, Sindragötu 27, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðirnar að Birkilundi 2 og 4, Ísafirði, til byggingar raðhúss með 5 íbúðum.Afgreiðslu frestað þar sem verið er að vinna að breytingu á deiliskipulagi þessara lóða. 7.    Birkilundur 1, 3 og 5, Ísafirði, umsókn um lóðir. (2006-02-00126).Lögð fram umsókn dagsett 22. febrúar 2006, frá Áseli ehf, SG-7 ehf., Sindragötu 27, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðirnar að Birkilundi 1, 3 og 5, Ísafirði, til byggingar raðhúss með 5 íbúðum.Afgreiðslu frestað þar sem verið er að vinna að breytingu á deiliskipulagi þessara lóða. 8.    Furulundur/Birkilundur, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0128).Lögð fram umsókn dagsett 23. febrúar 2006, frá Kristjáni Ásgeirssyni og Helga Hjartarsyni, Urðarvegi 78, þar sem sótt er um lóð fyrir parhús við Furu- eða Birkilund á Ísafirði.Afgreiðslu frestað þar sem verið er að vinna að breytingu á deiliskipulagi þessara lóða. 9.    Fyrirspurn um byggingarlóð. (2006-02-0142).Lagt fram bréf dagsett 27. febrúar 2006 frá Valtý Gíslasyni, þar sem hann lýsir áhuga sínum á íbúðarhússbyggingu á lóð við Hlíðarveg á Ísafirði, þar sem áður var leikskólinn Hlíðarskjól.Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að umsækjandi þarf að sækja um og kosta breytingu á deiliskipulagi.  Umhverfisnefnd bendir á að umrædd lóð er á mörkum A og B svæðis skv. hættumatskorti.  10.  Eldsneytisafgreiðsla við Sindragötu , Ísafirði. (2006-03-0004).Lögð fram fyrirspurn, dagsett 27. febrúar 2006, frá Olíuverslun Íslands ásamt afstöðumynd frá Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dagsettri í febrúar 2006, varðandi staðsetningu og fyrirkomulag á eldsneytisafgreiðslu á lóð við Sindragötu á Ísafirði.  Um er að ræða sjálfsafgreiðslu á díeselolíu og bensíni.Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið, enda í samræmi við rammaskipulag hafnarsvæðis. 11.  Vegslóði í Leirufjörð í Jökulfjörðum.  (2004-08-0049).Á fundi bæjarráðs 20. febrúar 2006 var óskað eftir að umhverfisnefnd taki upp mál undir 6. tl. 223. fundi nefndarinnar, sem er bréf Lögmanna Höfðabakka, dagsett 28. október 2005, varðandi framkvæmdir vegna vegslóða í Leirufjörð í Jökulfjörðum.Umhverfisnefnd ítrekar að framkvæmdin, þ.e. vegslóðagerðin, hafi ekki verið í samræmi við samþykkt umhverfisnefndar frá 13. apríl 2005, sem og frágangur vegna jarðrasks, sem var áskilið í ofangreindri samþykkt. Þá var tæknideild ekki tilkynnt fyrirfram áður en framkvæmdir hófust.Umhverfisnefnd telur að öll umferð ökutækja í Leirufjörð sé óheimil, enda ekki í samræmi við ?Greinagerð með stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum Sléttuhrépps og fyrrum Grunnavíkur- og Snæfjallahreppa 1995 ? 2015?.  Umhverfisnefnd telur að lagfæra skuli það jarðrask, sem orðið hefur vegna vegslóðagerðarinnar og að það skuli gert á komandi sumri og lokið eigi síðar en 1. ágúst 2006.  Kostnaður vegna þessa greiðist alfarið af landeiganda Sólberg Jónssyni, Bolungarvík.  Umhverfisnefnd getur fallist á að fram að þeim tíma hafi landeigandi heimild til að fara með jarðvinnutæki eftir slóðanum til lagfæringa við varnargarðana við jökulána í Leirufirði.  Eftir 1. ágúst n.k. hafi verið gengið þannig frá slóðanum að hann verði ekki ökufær.Umhverfisnefnd felur tæknideild að semja verklýsingu vegna lagfæringanna og uppgræðslu í samráði við til þess bæra aðila. 12.  Dýpkun við bryggju í Reykjarfirði á Hornströndum.  (2006-03-0034).Lagt fram bréf dagsett 3. mars 2006, frá Þresti Jóhannessyni, f.h. landeigenda í Reykjarfirði, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar við bryggjuna í Reykjarfirði.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. 13.  Flutningur á gröfu vegna dýpkunar við bryggju í Reykajarfirði á Hornströndum.           (2006-02-0090).Lagt fram bréf dagsett 3. mars 2006, frá Þresti Jóhannessyni, f.h. landeigenda í Reykjarfirði, þar sem sótt er um heimild, til að fara með beltagröfu frá Fossadalsheiði og niður í Reykjarfjörð.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimildin verði veitt enda verði framkvæmdin í samræmi við lýsingu í bréfi umsækjanda. 14.  Afgreiðsla bæjarstjórnar á tillögum umhverfisnefndar.Á fundi bæjarstjórnar 2. mars s.l., var 12., 13. og 14. lið 227. fundar umhverfisnefndar vísað aftur til nefndarinnar til frekari vinnslu.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagi lóða við Birkilund 1 til 5 og Furulund 1 til og með 7, Ísafirði, verði breytt með það að markmiði, að lóðum við þessar götur verði fjölgað og húsgerð breytt.  Umhverfisnefnd metur það svo að kostnaður vegna þessara breytinga skuli greiðast úr bæjarsjóði, enda er verið að breyta deiliskipulagi yfir stóran hluta hverfisins, en ekki einstaka lóð. 15.  Tangagata 26, Ísafirði.  (2005-07-0018)Lagður fram tölvupóstur þar sem fram kemur að eigandi að Sundstæti 41, Ísafirði, hefur kært til ÚSB veitingu byggingarleyfis vegna bílskúrsbyggingar að Tangagötu 26, Ísafirði.  Jafnframt er lagt fram bréf kæranda, dagsett 14. febrúar 2006.Byggingarfulltrúa falið að svara erind úrskurðarnefndarinnar. 16.  Asparlundur 7, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-02-0044).Tekin fyrir að nýju umsókn Haraldar Hákonarsonar, Ísafirði, um lóðina að Asparlundi 7, Ísafirði, er var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði gefinn kostur á lóðinni með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar. 17.  Asparlundur 7, Ísafirði, umsókn um lóð.  (2006-02-0088).Tekin fyrir að nýju umsókn Margrétar Geirsdóttur, Ísafirði,  um lóð að Asparlundi 7, Ísafirði, er var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.Umsókninni er hafnað þar sem eldri umsók um sömu lóð hefur forgang. 18.  Önnur mál:·        Lagt fram bréf frá Benedikt Jónssyni, dags. 8. mars 2006, þar sem hann afsalar sér rétti til lóða að Eikarlundi 3 og 8, Ísafirði.·        Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir því að hann hefur lagt fram uppsagnarbréf og mun láta af störfum 31. maí n.k.  Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 11:50.  Björgmundur Örn Guðmundsson, varaformaður.  Sæmundur Kr. Þorvaldsson.                                         Jónas Þ. Birgisson. 


Sigurður Hreinsson.                                                      Jón S. Hjartarson.  Kristján Finnbogason,                                                   Jóhann B. Helgason,


varaslökkviliðsstjóri.                                                     bæjartæknifræðingur.    Stefán Brynjólfsson,byggingarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?