Skipulags- og mannvirkjanefnd - 226. fundur - 8. febrúar 2006


Mættir:  Kristján Kristjánsson, formaður, Björgmundur Örn Guðmundsson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.  Jón S. Hjartarson var fjarverandi og var enginn í hans stað. Þetta var gert. 1.    Tröð í Önundarfirði, deiliskipulag sumarhúsabyggðar.  (2006-01-0102).Lagt fram bréf, móttekið 31. janúar 2006, frá Ásvaldi Magnússyni, Tröð í Önundarfirði, þar sem hann leggur fram deiliskipulaga af 6 húsa sumarhúsabyggð í landi Traðar, við mót Þveráa og Bjarnardalsá. Deiliskipulagið er dagsett í september 1994 og er gert af Elísabetu Gunnarsdóttur.  Inntakið í erindi Ásvalds er að hann fer fram á Ísafjarðarbær taki við skipulaginu og sjái um að auglýsa það.  Hreppsnefnd Mosvallahrepps samþykkti deiliskipulagið 30. apríl 1995, en það virðist ekki hafa verið auglýst.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa deiliskipulagið, með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga. 2.    Malarnám í Engidalsá.Lagt fram uppkast að samningi landeigenda í Engidal og Ísafjarðarbæjar, um framkvæmd og gjaldtöku vegna malarnáms í framtíðinni úr Langá í Engidal, Skutulsfirði.Bæjartæknifræðingi falið að afla frekari gagna, í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir nefndina á næsta fundi. 3.    Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi.   (2005-11-0025).Lagt fram dreifibréf umhverfisráðherra, dagsett 12. janúar 2006, þar sem vakin er athygli á ritinu ?Töluleg þróun?, sem var gefið út í tengslum við IV. Umhverfisþing, en það var haldið í Reykjavík 18. ? 19. nóvember s.l.  Efni tengt þinginu er að finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.Lagt fram til kynningar. 4.    Eikarlundur 3, Ísafirði, umsókn um lóð.  (2006-02-0037)Lögð fram umsókn, móttekin 7. febrúar 2006, frá Benedikt Jónssyn, Urðarvegi 31, Ísafirði, þar sem hann sækir um lóðina að Eikarlundi 3, Ísafirði.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar. 5.    Eikarlundur 8, Ísafirði, umsókn um lóð.  (2006-02-0036)Lögð fram umsókn, móttekin 7. febrúar 2006, frá Benedikt Jónssyn, Urðarbvegi 31, Ísafirði,  þar sem hann sækir um lóðina að Eikarlundi 8, Ísafirði.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.  Lóðarúthlutunin falli úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.  Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 9:15.  Kristján Kristjánsson, formaður.  Sæmundur Kr. Þorvaldsson.                                         Magdalena Sigurðardóttir.          Björgmundur Örn Guðmundsson  


Þorbjörn J. Sveinsson,                                     Jóhann B. Helgason,slökkviliðsstjóri.                                                            bæjartæknifræðingur.     Stefán Brynjólfsson,byggingarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?