Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 24. fundur - 24. janúar 2013

Þetta var gert:          

 

1.        Skipulag og hönnun Eyrar. 2011-12-0009.

Jóhann Birkir Helgason fór yfir teikningar af hjúkrunarheimilinu. Greining á framkomnum athugasemdum og rætt um útfærslur og stækkun á sal/iðjuþjálfun. Kostnaðarauki vegna stækkunar á sal/iðjuþjálfun yrði að greiðast af Ísafjarðarbæ ef af verður og mun nefndin leggja fram tillögu og greinargerð fyrir bæjarstjórn ef það verður niðurstaða viðræðna við ráðuneyti og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

     Eiríkur Finnur formaður greindi frá viðræðum við Velferðarráðuneytið þann 11. janúar s.l. um skipulag og hönnun Eyrar. Skv. kröfu ráðuneytisins stækka íbúðareiningarnar á kostnað sameiginlegs rýmis að kröfu ráðuneytisins, sem og vegna krafna í nýrri byggingarreglugerð sem þó hefur formlega ekki tekið gildi.

 

2.        Viðræður við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna Eyrar.  2008-06-0016.

Í samræmi við erindisbréf nefndarinnar hafa farið fram formlegar viðræður við stjórnendur Heilbrigðisstofnunar, m.a. þann 21. og 24. janúar s.l. um mögulegan rekstrarsamning og skipulag og stærð rýma. Farið yfir framkomnar athugasemdir starfsfólks Heilbrigðisstofnunar sem snúa einkum að stærð og nýtingu rýma. Á fundunum kom fram skýr og jákvæð afstaða stofnunarinnar til að halda áfram viðræðum um rekstur heimilisins.

 

3.        Viðræður við arkitekta og ákvörðun um stærðir og nýtingu Eyrar.  2011-12-0009.

AV arkitektum er falið að koma með tillögu að stækkun á sal/iðjuþjálfun og tilfærslu á þjónusturými í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt farið yfir skipulag annarra nýlegra hjúkrunarheimila. AV arkitektar skili tillögunum á næsta fund nefndarinnar.

 

4.        Dagdeild aldraðra.  2011-12-0009.

Rætt um dagdeild aldraðra, en nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis var falið að kanna möguleika þess að flytja dagdeildina á Hlíf yfir á Eyri. Niðurstaða byggingarnefndarinnar er að dagdeild fyrir aldraða geti ekki rúmast innan þess rýmis Eyrar, sem viðmiðanir ráðuneytisins og núverandi teikningar gera ráð fyrir.

 

5.        Viðræður við þjónustuhóp aldraðra.  2008-06-0016.

Þjónustuhópur upplýstur um stöðu og framgang hönnunar Eyrar. Fyrirhugaðar breytingar á teikningum kynntar.

 

6.        Erindisbréf og auglýsing byggingarstjóra fyrir Eyri.  2013-01-0055.

Ákveðið að auglýsa eftir byggingarstjóra vegna verkefnisins og samkvæmt svohljóðandi auglýsingu. Auglýsingin gæti tekið einhverjum smávægilegum breytingum í endanlegri útfærslu.

 

Byggingarstjóri hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Starfs- og ábyrgðarsvið

Viðkomandi verður byggingarstjóri hjúkrunarheimilisins Eyrar sem á að byggja á Ísafirði.

Starfar skv. kafla 4.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012

Vinnur að undirbúningi og skipulagningu framkvæmda.

Hefur eftirlit með framkvæmdinni f.h. bæjarins.

Yfirfer kostnaðar- og framkvæmdaáætlanir og annast eftirfylgni með þeim.

Starfar í umboði nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

Samþykkir reikninga ásamt sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Viðkomandi þarf að uppfylla grein 4.7.3 og 4.7.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 um starfsleyfi byggingarstjóra.

Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda og framkvæmdaeftirliti.

Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.

Byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, byggingarfræði eða önnur sambærileg

menntun sem nýtist er kostur.

Góðir samskiptahæfileikar.

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Um er að ræða tímabundið starf þar til að framkvæmdum er lokið en áætlað er að það verði um mitt ár 2014. Ekki er gert ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða allan tímann og þ.a.l. er heimilt að vinna önnur störf samhliða umræddu starfi. Greitt verður fyrir vinnuna skv. tímaskýrslum en umfang verkefnisins verður mjög mismunandi á milli mánaða. Mögulegt er að viðkomandi starfi sem verktaki.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   17:15.

 

Næsti fundur byggingarnefndarinnar verði boðaður fimmtudaginn 31. janúar kl. 16 og verður þjónustuhópur aldraðra einnig boðaður á fundinn.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Sigurður Pétursson.                                                              

Daníel Jakobsson.

Jóhann Birkir Helgason.                                                       

Elías Oddsson

Magnús Reynir Guðmundsson.                                           

Sædís María Jónatansdóttir. 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?