Aðalfundur 29. apríl 2014

Þriðjudagur 29. apríl 2014 haldinn í Félagsheimilinu á Þingeyri kl. 20.00

Mættir úr stjórn: Signý Þöll Kristinsdóttir, Gunnar Gísli Sigurðsson, Wouter Van Hoeymissen.

Fjarverandi: Jóhanna Gunnarsdóttir, Ólafur Skúlason, Katrín Gunnarsdóttir

Fundarmenn voru milli 15-20

Dagskrá fundar

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagabreytingar
  3. Kosning stjórnar

                                                               i.      Formaður

                                                             ii.      Fulltrúar (2)

                                                            iii.      Varamenn (2)

  1. Önnur mál

Fundur var settur og í upphafi fundar var gerð grein fyrir því að ekki hefði verið boðið löglega til fundarins þar hann var aðeins auglýstur með 2ja vikna fyrirvara með auglýsingu í N1 en  láðist að auglýsa jafnframt á heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Hinsvegar teldist hann löglegur ef enginn mótmælti því.  Þar sem enginn mótmæli voru telst fundurinn löglegur.

Jafnframt var gerð grein fyrir því að gögn hefðu glatast og með þeim samþykkt hverfaráðs sem á téðum aðalfundi voru samþykkt sem lög Íbúasamtakanna og þau um leið tekin við hlutverki hverfaráðs. Samþykktir þessar hafa verið endurgerðar og voru þær látnar ganga um salinn í þeim tilgangi að geta á fundinum samþykkt þær.

Stuttlega var gerð grein fyrir starfi íbúasamtakanna frá síðasta aðalfundi en hann var haldinn í apríl 2011. Að loknum þeim fundi voru í stjórn: Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, formaður, Signý Þöll Kristinsdóttir, Gunnar Gísli Sigurðsson,  Jóhanna Gunnarsdóttir og Ólafur Skúlason, fulltrúar. Varmenn voru Wouter Van Hoeymissen og Katrín Gunnarsdóttir.

Virkni samtakanna hefur ekki verið eins mikil og við hefðum viljað en þó ekki hafi farið mikið fyrir því hefur það einkum falið í sér svör við erindum (sem gjarnan þurfti að svara mjög fljótt).

•    Athugasemdir við deiliskipulag m.a. vegna flutnings gamla Kaupfélagsins (bréf eftir fund stjórnar)

•    Umsögn vegna lokunar póstafgreiðslu á Þingeyri (bréf án fundar)

•    Umsögn um umsókn Dýrfisks ehf. um rekstrarleyfi (bréf eftir fund stjórnar)

•    Athugasemdir og ábendingar varðandi áætlunnargerðar um umferðaröryggi (bréf án fundar)

•    Úthlutun á landi undir vistvæna frístundabyggð í Sneiðingum (bréf eftir fund stjórnar)

•    Ályktun um nýtt skjaldamerki fyryr sveitafélagið (bréf án fundar)

•    Mótmæli við hugmyndum að niðurskurð í almenningssamgöngum (bréf án fundar)

•    Fyrirspurn um hraðbanka (bréf án fundar)

 

Að því loknu var kynnt til leiks sem fundarstjóri Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari sem sýndi því mikinn áhuga á að koma á fundin og hún samþykkt af fundargestum með lófaklappi.

Þórdís greindi frá starfi sínu á bæjarskrifstofum og vakti athygli á vilja sínum til að virka sem tengiliður hverfaráða allra hverfa/byggðarkjarna við bæjarstjórn hvort sem það var að koma þangað inn málum eða afla upplýsinga sem óskað væri eftir.  Hugmynd um að vera á hverjum stað jafnvel einn dag í mánuði til að gefa fólki tækifæri á að viðra hugmyndir og aðstoða við að koma málum í gang. Óskaði eftir forgangslista af framkvæmdum og fékk þau svör að slíkur listi væri til jafngamall íbúasamtökunum en lítið styst. Flestir sammála um að það sem vanti sér trygging fyrir fjármagni til framkvæmda svo af einhverju verið. Nefndar hugmyndir að sjóðum sem eyrnamerktur væri íbúasamtökunum og hægt að nota til að koma í gegn þeirra áhersluatriðum. Verið rætt um fjármagn til hverfaráða en þá einkum til að standa straum af kostnaði við rekstur íbúasamtakanna (dreifibréf, póstur, blek, blöð o.s.frv.)

Hugmyndir nefndar um íbúaþing með hópavinnu. Í því samhengi segir Þórdís frá verkefni á vegum Byggðarstofnunar sem nefnist Brothættar byggðir og og umsókn um þátttöku í því verkefni þarf að skila inn fyrir 15. Maí 2014. Ýmsir aðilar sem koma að því m.a. atvinnuþróunarfélag........

Mikið rætt um upplýsingaflæði og m.a. nefnt sem hugmynd dreifibréf frá Íbúasamtökunum e.t.v. mánaðarlega, hafa reglulegri fundi, kaffispjall, og auglýsa – ekki bara aðalfund. Nýta þá sem muna tímana tvenna sem upplýsingaveitur – sundlaugarhópur, fjöldi félaga í samfélaginu sem þarf að nýta upplýsingar frá við vinnslu mála. Hafa þar í huga að það eru ekki allir á Facebook.

Kosning stjórnar

Kjósa þurfti til formanns, tvo aðila í stjórn og tvo varamenn. Wouter var kosinn sem formaður, Gunnhildur Elíasdóttir og Bjarni Einarsson í stjórn og Ármann Múli Karlsson og Jovina Sveinbjörnsdóttir varamenn. Úr eldri stjórn sitja enn Signý Þöll Kristinsdóttir og Gunnar Gísli Sigurðsson.

Meira en nóg var um framboð og því komin nöfn á lista um áhugasama til starfa með íbúasamtökunum; Erna Höskuldsdóttir, Ausra Kamaraskate, Sonja Elín Thompson

Dýrafjarðardagar. Hugmyndir af þátttöku íbúasamtakanna í að skipa nefnd til að skipuleggja og stýra Dýrafjarðardögum. Eru Dýrafjarðardagar að verða of stórir? Þarf að fara að ráða manneskju til að hafa yfirumsjón með skipulagningu. Hugmynd um að hafa minna umfang annað hvert ár og meira hitt árið.

Græn vika. Íbúasamtökin upplýst um áætlun um Græna viku 24.-30. maí. Grunnskolinn og leikskólinn einnig þátttakendur  (e.t.v. fleiri).

Er hægt að bæta efnið á síðunni?