Stjórnarfundur 6. desember 2017

Fundarstaður: Íslandssaga

Viðstaddir: Aðalsteinn Traustason, Magnús S. Jónsson, Þormóður L. Björnsson og Valdimar J. Halldórsson.

Fjarverandi: Elísabet M. Jónasdóttir, Einar Ómarsson og Ólöf Oddsdóttir

 

Ísafjarðarbær hafði samband við Hverfisráð Súgandafjarðar með fyrirspurn um hvort meðlimur úr stjórn Hverfisráðsins vildi kveikja á jólatré Suðureyrar í stað aðila úr bæjarstjórn, eins og verið hefur verið undanfarin ár. Samþykkt var að aðilar úr bæjarstjórn kæmu á atburðinn þegar kveikt væri á jólatrénu, eins og endranær og segðu nokkur orð, en að börn úr Grunnskóla Suðureyrar sæju um að kveikja á sjálfu trénu.

Fram kom tillaga um að Hverfisráðið leitaði eftir viðbrögðum Bæjaryfirvalda varðandi ýmis erindi sem Hverfisráðið hefði tekið þátt í að framkvæma, en lítið hefði heyrst um eftir það. Má þar nefna málstofu um samstarf Hverfisráða og bæjaryfirvalda, sem haldin var í marsmánuði síðastliðnum þar sem þau síðarnefndu ákváðu að draga saman helstu atriði málstofunnar og leggja fram áætlun um breytingar þar sem þess væri þörf (t.d. varðandi gegnsæi og framkvæmd verkferla ýmissa mála), sem síðan yrði send öllum hverfisráðum í bæjarfélaginu.

Einnig má nefna erindi bæjaryfirvalda fyrir um það bil ári síðan (7. desember 2016), þegar Hverfisráðinu var boðið gera athugasemdir við setningu sérreglna Ísafjarðarbæjar um úthlutun byggðakvóta fyrir árið 2017. Í framhaldi af þessu boði var haft samband við 7 útgerðarmenn í þorpinu og athugunarsemdum þeirra komið á framfæri við bæjaryfirvöld. Hins vegar hefur Hverfisráðinu ekki borist neitt bréf frá Bæjaryfirvöldum þar sem fram kemur hvort eða hvernig tekið hafi verið tillit til þessara athugasemda fyrrnefndra þorpsbúa.

 

Ákveðið var að fyrir næsta fund skyldu stjórnarmeðlimir safna saman helstu erindum á síðasta ári sem ekki hefði verið svarað eða gerðar athugasemdir við af hálfu bæjaryfirvalda.

Einnig var ákveðið að á næsta fundi verði Fjárfestingaráætlun bæjarstjórnar 2018 - 2021 og tillögur þeirra um framkvæmdir við Túngötu, skólann og framan við kirkju skoðaðar.

Næsti fundur Hverfisráðsins verðu miðvikudaginn 17. Janúar, 2018.

 

Suðureyri 10.12.2017

Valdimar J. Halldórsson, ritari.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?