Stjórnarfundur 10. desember 2014

Viðstaddir voru Aðalsteinn Egill Traustason formaður, Svava Rán Valgeirsdóttir, Magnús Sigurður Jónsson, Petra Dröfn Guðmundsdóttir, Einar Ómarsson, Kolbrún Elma Schmidt og Valdimar Jón Halldórsson.

Fundarmenn byrjuðu á því að fara yfir „Samþykktir Hverfisráðs Súgandafjarðar“, því fyrir fundinum lá ósk um að bæta 8. manni í stjórn félagsins. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að í 4. grein Samþykktarinnar segir: „Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi og skipa hana fimm menn: formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Að auki eru kjörnir tveir varamenn“. Í 9. grein segir enn fremur: „Samþykktum þessum verður einungis breytt á aðalfundi enda hafi breytinganna verið getið í fundarboði og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafi samþykkt breytingartillöguna fyrir sitt leyti...“.

Upp úr þessu spunnust dálitlar umræður. Bent var á að kosnir hefðu verið 8 meðlimir í stjórn Hverfisráðs annars staðar á svæðinu. Þá var vísað til þess að 8. maður í því Hverfisráði hefði trúlega verið kosinn á stofnfundi félagsins, en hér væri um að ræða að stjórn ákveði sjálf að bæta við 8. manni í andstöðu við samþykkt aðalfundar, sem einnig þurfti samþykki Ísafjarðarbæjar. Þá var stungið upp á að hafa alla stjórnarfundi opna, en það var ekki samþykkt fyrst um sinn, þótt það eigi að skoða aftur þegar fram í sækir. Að endingu var ákveðið að falla frá breytingu á fjölda stjórnarmeðlima en bjóða 8. manni að vinna með stjórninni eins og viðkomandi hefði möguleika á og löngun til.

Eftir þessar umræður var ákveðið hverjir skyldu vera meðstjórnendur, gjaldkeri, ritari  og varamenn.

Eftirfarandi samþykktir voru gerðar:

Gjaldkeri:     Magnúr Sigurður Jónsson
Ritari:     Valdimar Jón Halldórsson
Meðstjórnandi:     Kolbrún Elma Schmidt
Meðstjórnandi:     Svava Rán Valgeirsdóttir
1. varamaður:     Petra Dröfn Guðmundsdóttir
2. varamaður:     Einar Ómarsson

Ákveðið var að stjórnarfundir verði haldnir 1. miðvikudag í hverjum mánuði kl. 20.30 og standi í 1 - 1,5 tíma. Athuga ber í þessu sambandi hvort ekki sé hægt að komast að samkomulagi við Félagsheimilið um sanngjarnt verð fyrir leigu á kaffisal hússins. Frma kom hjá formanni að framkvæmdastjóri Íslandssögu hafi boðið stjórninni að halda sína fundi í fundarherbergi Íslandssögu án endurgjalds.

Ákveðið var að tveir opnir fundir verði haldnir fyrir næsta aðalfund og verða þeir auglýstir á bensínstöðinni, Félagsheimilinu og í Sparisjóðnum, auk þess sem upplýsingum um þá verði dreift til allra fésbókarhafa í firðinum.

Tekið var fyrir bréf frá Ísafjarðarbæ þar sem óskað er eftir umsögn Hverfisráðsins um að breyta Aðalgötu í tvístefnugötu, þar sem núvarndi akstur samrýmist ekki umferðarlögum.

Fram komu tvær tillögur, þar sem tillaga 2 er til vara, ef tillaga 1 verður ekki samþykkt af Ísafjarðar:

1. Undantekning frá umferðarlögum verði gerð fyrir Aðalgötu, þannig að akstur langra flutningabíla verði heimilaður út Aðalgötuna, t.d. á ákveðnum tímum dagsins og með ákveðnum hámarkshraða.

2. Horni við Aðalgötu 34 verði breytt, t.d. með því að gangstétt (vestan megin) verði rúnnuð af og ljósastaur færður til, þannig að langir flutningabílar geti keyrt út Eyrargötu.

Formaður sendir svarbréf til Ísafjarðarbæjar.

Bent var á að á stofnfundi Hverfisráðsins sem haldinn var 10. n´vember síðastliðinn kom fram eindregin andstaða íbúa við þá hugmynd að gera Aðalgötu að tvístefnugötu.

Fundarmenn furða sig á því að skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hafi tekið akstursstefnu á Aðalgötu Suðureyrar til umfjöllunar þann 26. nóvember síðastliðinn í ljósi þess hversu núverandi ástandi hefur varað lengi. Þess vegna fara þeir fram á að Ísafjarðarbæjar geri grein fyrir tilkomu umfjöllunarinnar á þessum tímapunkti.

Eftirfarandi hugmyndir komu fram um að gera góðan bæ betri:

  • Búa til nokkurs konar hálf-opið pósthólf á netinu þar sem allir bæjarbúar geti sent inn hugmyndir sínar nafnlaust um að gera góðan bæ betri
  • Gumyndakassi verður settur upp í Sparisjóðnum þar sem allir geti nafnlaust sett sínar hugmyndir
  • Ákveðið var að útbúa lokaða síðu fyrir stjórnarmeðlimi
  • Ákveðið var að stofna félag um HVerfisráðið svo að hægt sé að fá kennitölu og stofna reikning í Sparisjóði Norðurlands og leggja inn á hann peningagjöf sem Sparisjóður Bolungarvíkur gaf Hverfisráðinu árið 2006.

Fundi var sliðið 22.30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?