Hafnarstjórn - 132. fundur - 22. janúar 2008

Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Níels Björnsson, Kristján Andri Guðjónsson. Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Aðalfulltrúi Gísli Jón Kristjánsson var fjarverandi og varamaður hans einnig.


Dagskrá:1. Gjaldskrá hafna.


Lagt fram til kynningar erindi frá Hafnasambandi Íslands dagsett 14. janúar s.l., er varðar bréfaskriftir milli Hafnasambandsins og Landsambands íslenskra útvegsmanna, varðandi gjaldskrár hafna.


Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar bendir á að fjárhagsstaða hafna almennt er mjög slæm.  Jafnframt bendir hafnarstjórn á, að þjónustustig hafna er mjög mikið, til að hægt sé að mæta kröfum viðskiptavina sem best.2. Gjaldskrá Hafna Ísafjarðarbæjar - Sjávarþorpið Suðureyri.


Gjaldskrá Hafna Ísafjarðarbæjar rædd og borin saman við gjaldskrá Súðavíkurhafnar, vegna skrifa á heimasíðunni sudureyri.is, þar sem Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíldarkletts ehf., ber saman gjöld af sportveiðibátum, sem gerðir eru út frá Súðavík annarsvegar og Suðureyri hins vegar.


Hafnarstjórn bendir á, að samanburður sem þessi er ekki raunhæfur. Bent skal á að Súðavíkurhreppur hefur ekki breytt gjaldskrá frá árinu 2006. Einnig skal vísað til þess, að samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 er kveðið á um, að hafnir sem njóta 90% ríkisstyrkja, eins og Súðavíkurhöfn, mega skv. lögum þessum ekki undirbjóða gjaldskrár þeirra hafna er starfa í samkeppnisumhverfi þeirra.


Hafnarstjóra falið að gera grein fyrir sjónarmiði hafnarstjórnar á sama vettvangi og téð grein Elíasar Guðmundssonar var birt á.


Formaður hafnarstjórnar viðraði ýmsar hugmyndir um framtíðarsýn hafnarinnar.


Fleira ekki gert fundi slitið kl 18.00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Níels Björnsson.      


Kristján Andri Guðjónsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.    


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?