Fræðslunefnd - 267. fundur - 15. janúar 2008

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Gylfi Þór Gíslason, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi. Soffía Ingimarsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir boðuðu forföll og mættu Jóna Benediktsdóttir og Hrafnhildur Hafberg í þeirra stað.  Elías Oddsson mætti ekki og enginn varamaður fyrir hann.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



Tónlistarskólamál


Mættur áheyrnarfulltrúi, Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans.



1. Reglugerð um Tónlistarskóla í Ísafjarðarbæ.  2007-12-0037.


Lagt fram bréf dagsett 10. desember 2007, frá menntamálaráðuneytinu. Þar er óskað eftir því að sveitarfélagið sendi reglugerð fyrir Tónlistarskóla Ísafjarðar til ráðuneytisins til staðfestingar og birtingar í Stjórnartíðindum.


Ennfremur lögð fram ódagsett reglugerð Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem starfsmanni er falið að senda ráðuneytinu. 


Fræðslunefnd beinir því til skólanefndar Tónlistarskólans að reglugerðin verði endurskoðuð. 



Leikskólamál


Mættur áheyrnarfulltrúi: Jóna Lind Karlsdóttir, f.h. leikskólastjóra. 



2. Niðurstöður úr þjónustukönnun sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna.


Leikskólafulltrúi kynnti niðurstöður þjónustukönnunar sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna haustið 2007.


Helstu niðurstöður voru á þá leið, að ánægja er með leikskólana og það starf sem þar er unnið.  



3. Dagur leikskólanna.


Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi, sagði frá degi leikskólanna, sem er 6. febrúar ár hvert. 



4. Starfsmannahald á Leikskólanum Laufási.


Leikskólafulltrúi sagði frá stöðu starfsmannamála við leikskólann Laufás á Þingeyri, en þar hefur gengið mjög illa að ráða starfsfólk. Nú er ekki boðið upp á heitan mat til grunnskólabarna og ljóst er, að ef starfsmaður er frá þarf að senda börn heim.


Enn fremur greindi leikskólafulltrúi frá því, sem gert hefur verið til að leysa þennan vanda. 


Fræðslunefndin leggur til að starfsfólk Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar vinni áfram að lausn málsins og leiti leiða til að umbuna starfsfólki leikskólans vegna þess mikla álags, sem það stendur frammi fyrir í störfum sínum.



Sameiginleg leik- og grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Ellert Örn Erlingsson, f.h. skólastjóra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir f.h. kennara.



5. Frumvörp um leik- grunn- og framhaldsskóla.  2007-12-0046


Lagt fram bréf dagsett 12. desember 2007 frá menntamálanefnd Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögn á nýjum frumvörpum um leik-, grunn-, og framhaldsskólalög.  Jafnframt lagt fram ódagsett bréf frá menntamálaráðuneytinu, þar sem vakin er athygli skólanefnda á ofangreindum frumvörpum, þar sem tilteknar eru megináherslur frumvarpanna. 


Leikskólafulltrúi og grunnskólafulltrúi fóru yfir frumvörpin og kynntu helstu breytingar frá fyrri lögum.  Einnig greindi grunnskólafulltrúi frá vinnu starfshóps, sem fór yfir grunnskólafrumvarpið. 


Grunnskólafulltrúa og Jónu Benediktsdóttur falið að taka saman umsögn í samræmi við umræður á fundinum.



Grunnskólamál.



6. Svar frá félagsmálaráðuneytinu vegna bréfs er varðar skráningu barna í grunnskóla.  2006-08-0013.


Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu dagsettu 19. desember 2007, þar sem kemur fram að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga muni á næsta fundi sínum, sem haldinn verði í lok janúar eða byrjun febrúar 2008, ræða málefni barna sem ekki eigi lögheimili hér á landi, einkum hvað varði forsendur við úthlutun jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla samkvæmt reglugerð nr. 351/2002.



7. Svar frá menntamálaráðuneyti um vettvangsferðir í grunnskólum. 2007-09-0106.


Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 21. desember 2007. Í október 2007 sendi grunnskólafulltrúi fyrirspurn til menntamálaráðuneytisins varðandi kostnaðarþátttöku foreldra í ferðum á vegum skólanna, svo sem ferð að Reykjum í Hrútafirði. Bréf hafði borist frá ráðuneytinu, um að ekki væri heimilt að taka gjald af nemendum vegna ferðalaga, sem flokkast gætu undir vettvangsnám.


Svar menntamálaráðuneytisins er á þá leið, að í frumvarpi grunnskólalaga sé í 31. grein talað um, að ekki sé heimilt að taka gjald af nemendum vegna ferðalaga, sem flokkast undir vettvangsnám, en þó sé heimilt að taka gjald fyrir uppihald í námsferðum nemenda, að höfðu samráði við foreldra.



8. Námsgagnasjóður.  2007-12-0065


Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 4. desember 2007. Í bréfinu er verið að vekja athygli á nýstofnuðum námsgagnasjóði, sem hefur það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði, að tryggja val þeirra um námsgögn. Grunnskólar í Ísafjarðarbæ fengu úthlutað samtals kr. 1.446.418,-  úr námsgagnasjóði í desember 2007.



9. Ungt fólk 2007.   2007-11-0038


Skýrslan ,,Ungt fólk 2007? lögð fram til kynningar. Helstu þættir skýrslunnar varða grunnskólanema, líðan þeirra, menntun, menningu, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna.


Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk í öllum grunnskólum landsins í lok febrúar 2007 af Rannsóknum og greiningu í Háskóla Reykjavíkur.



10. Ungir frumkvöðlar ? Junior Achievement.  2007-11-0043


Lagt fram áframsent erindi frá fundi bæjarráðs þann 12. nóvember 2007, þar sem fjallað var um bréf Jennýar Jóakimsdóttur f.h. félagasamtakanna Ungir frumkvöðlar, dagsett 23. október 2007.  Í bréfinu er gerð grein fyrir samtökunum og þess óskað að Ísafjarðarbær gerist félagi í þeim.  Félagsgjald er kr. 200.000.- á ári.


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að grunnskólafulltrúi kynni málið fyrir skólastjórum í grunnskólum sveitarfélagsins.



11. Fyrirspurn um átak í nýbúakennslu í grunnskóla Önundarfjarðar.


Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um hvort sérstakur stuðningur sé við grunnskóla Önundarfjarðar vegna  nýbúakennslu. 


Grunnskólafulltrúi sagði verkefnið ekki hafa farið í gang.



12. Fyrirspurn um uppbyggingarstefnuna.


Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um hvernig gengi að innleiða uppbyggingar-stefnuna í grunnskólum sveitarfélagsins.  Kristín Jónasdóttir greindi frá stöðu málsins í grunnskólanum á Ísafirði og Ellert Örn Erlingsson greindi frá stöðu málsins í grunnskólanum á Þingeyri.  Jóna lagði áherslu á þýðingu þess að faglega verði staðið að málinu og bendir á, að lagt hefur verið í verulegan kostnað vegna þróunar-verkefnisins sem ekki megi glatast.


Jóna Benediktsdóttir leggur til að athugað verði hvort hópurinn sem stýrir verkefninu telji sig þurfa á faglegum stuðningi að halda í störfum sínum. 


Grunnskólafulltrúa falið að afla upplýsinga og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.



13. Opnun stærðfræðivefjarins ,,Rasmus? á pólsku.


Greint frá fyrirhugaðri opnun stærðfræðivefjarins ,,Rasmus? á pólsku í grunn-skólanum á Flateyri, miðvikudaginn 16. janúar 2008 kl. 14:00. 


 


 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25.


Einar Pétursson, formaður.


Jóna Benediktsdóttir.    


Gylfi Þór Gíslason. 


Hrafnhildur Hafberg.


Margrét Geirsdóttir, Forstöðum. Skóla- og fjölsk. 


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?