Bæjarstjórn - 394. fundur - 16. febrúar 2017

 

 

Dagskrá:

1.  

Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040

 

Tillaga 963. fundar bæjarráðs um að samþykkja erindisbréf starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Kristín Hálfdánsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi, leggur fram eftirfarandi breytingar á erindisbréfinu:
"Kjörnir fulltrúar fá greitt í samræmi við reglur Ísafjarðarbæjar um greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti ber erindisbréfið upp til atkvæða að teknu tilliti til breytingartillögu.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn undir þessum lið kl. 17:15.

2.  

Styrkbeiðni frá SFÍ - 2017010047

 

Tillaga 963. fundar bæjarráðs, um að samþykkja viðauka vegna styrkbeiðni Skíðafélags Ísfirðinga í tengslum við Unglingameistaramót Íslands sem haldið verður á Ísafirði 23.-26. mars 2017.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson og Jónas Þór Birgisson.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, leggur til að viðauka vegna styrkbeiðni til SFÍ verði frestað og verði skoðuð í samhengi við fyrirhugaðan uppbyggingarsamning við félagið.

Forseti ber tillöguna Örnu Láru Jónsdóttur upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 7-1.

Kristín Hálfdánsdóttir er á móti.
Daníel Jakobsson var ekki viðstaddur atkvæðagreiðslu.


Daníel Jakobsson kom aftur inn á fundinn kl. 17:23.

 

   

3.  

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2016/2017 - 2016090018

 

Tillaga 963. fundar bæjarráðs, 13. febrúar 2017, um að sérreglur um byggðakvóta í Ísafjarðarbæ fiskveiðiárið 2016/2017 verði samþykktar að nýju þannig að skýrt komi fram að aðeins verði gerð breyting frá fyrra ári á 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Breytingin sé sú að fyrst skuli úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skuli skipta jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira, í þorskígildum talið, sem landað var innan byggðalagsins á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Sérreglur verði óbreyttar frá því sem var fiskveiðiárið 2015/2017 utan þess að nú skal 40% skipt jafnt milli skipa í stað 30% áður. Reglurnar verða því svohljóðandi:
„Ákvæði reglugerðar nr. 641 frá 8. júlí 2016 gilda um úthlutun byggðakvóta Ísafjarðar, Hnífsdals, Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a) Ákvæði a-liðar 1. gr. breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.
b) Ákvæði c-liðar 1. gr. breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. júlí 2016.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla-marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skal skipt jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira, í þorskígildum talið, en viðkomandi bátur landaði á fiskveiðiárinu 2015/2016, afganginum skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla, sem telja á til byggðakvóta Ísafjarðar til vinnslu innan sveitarfélagsins, á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.""

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Breytingartillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

3X óskar eftir óverulegri aðalskipulagsbreytingu - 2016120008

 

Tillaga 471. fundar skipulags- og mannvirkjanefnd um að samþykkja meðfylgjandi tillögu og heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.  

Samþykkt um fráveitu Ísafjarðarbæjar - 2016040069

 

Tillaga 960. fundar bæjarráðs um að samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ verði samþykkt, áður samþykkt af heilbrigðisnefnd með vísan til bréfs Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 6. nóvember 2016.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

Kristín Hálfdánsdóttir yfirgefur fundinn undir þessum lið, kl. 17:36.

6.  

Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

 

Tillaga bæjarstjóra að umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun um 7.600 tonna framleiðsluaukningu á laxeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi, beiðnin var tekið fyrir á 189. fundi hafnarstjórnar og 471. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson og Sigurður Hreinsson.

Tillaga bæjarstjóra er svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar fyrirhuguðum áformum fiskeldisfyrirtækja um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Bæjarstjórn telur að fiskeldi muni styrkja undirstöður atvinnulífs í sveitarfélaginu og treysta tekjustofna Ísafjarðarhafna.
Bæjarstjórn tekur undir með hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar að ekki verður fallist á að eldiskvíar verði staðsettar á því svæði út af Arnarnesi (Skutulsfirði) sem lagt er til í matsáætluninni. Sú staðsetning myndi skerða aðkomu stærri skipa að Skutulsfirði og þrengja athafnasvæði þeirra, er í því sambandi aðallega átt við skemmtiferðaskip, flutningaskip og stærri olíuskip. Nú þegar eru eldiskvíar á Skutulsfirði sem skerða athafnarými og geta gert stærri skipum erfitt fyrir á akkerislægi. Ekki verður unað við frekari skerðingu.
Bæjarstjórn telur að koma mætti í veg fyrir truflun á innsiglingu til Skutulsfjarðar ef umrætt svæði yrði fært a.m.k. lengd sína til suðausturs þannig að norðvestur mörk svæðisins sé í línu við Kirkjubólshlíð.
Bæjarstjórn ítrekar enn og aftur að afleitt sé að enga stefnumörkun stjórnvalda sé að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar á landinu. Óheppilegt er að burðarþolsmat Ísafjarðardjúps skuli ekki liggja fyrir þegar leitað er umsagna um fiskeldisáform og verður til mikilla bóta þegar það verður gefið út en Ísafjarðarbær hefur upplýsingar um að matið sé hér um bil tilbúið. Rannsóknir á samlegðaráhrifum eldis og lífríkis í Ísafjarðardjúpi eru mikilvæg undirstaða í uppbyggingu fiskeldis við Djúp og skipulagningu þess og því er kallað eftir að stjórnvöld leggi fullan þunga í þann undirbúning sem nauðsynlegur er. Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð sem vera mátti stjórnvöldum fordæmi. Það er því mjög miður að ríkisvaldið hafi ekki séð ástæðu til að samsvarandi skipulagsvinna færi fram á strandsvæði Ísafjarðardjúps, slík áætlun hefði auðveldað mjög framlagningu matsáætlana og gerð umsagna um þau.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar einnig þá áskorun sína að að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu út fyrir grunnlínu landhelginnar. Einnig kallar bæjarstjórn eftir því að sveitarfélög fái heimildir til gjaldtöku af þeim aðilum sem nýta svæði í strandsjó til fiskeldis.
Þessi umsögn tekur yfir fyrri umsagnir nefnda Ísafjarðarbæjar og dregur þær saman í eina.
Bæjarstjórn gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framkomna tillögu að matsáætlun."

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Kristín Hálfdánsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu.


Kristín Hálfdánsdóttir kom aftur á fundinn kl. 17:43.

 

   

7.  

Bæjarráð - 962 - 1702005F

 

Fundargerð 962. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. febrúar sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

8.  

Bæjarráð - 963 - 1702012F

 

Fundargerð 963. fundar bæjarráðs sem haldinn var 13. febrúar sl., fundargerðin er í 19 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

9.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 147 - 1702003F

 

Fundargerð 147. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 2. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Félagsmálanefnd - 415 - 1702008F

 

Fundargerð 415. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 7. febrúar sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Hafnarstjórn - 189 - 1702006F

 

Fundargerð 189. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 7. febrúar sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 175 - 1702007F

 

Fundargerð 175. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 8. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 471 - 1701018F

 

Fundargerð 471. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. febrúar sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41 - 1702002F

 

Fundargerð 41. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:46

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?