Bæjarstjórn - 341. fundur - 20. mars 2014

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Kristján Andri Guðjónsson, í hans stað mætir Lína Björg Tryggvadóttir og Jóna Benediktsdóttir, í hennar stað mætir Benedikt Bjarnason.

 

Áður en gengið var til dagskrár óskaði Albertína F. Elíasdóttir, forseti, eftir að tekið yrði á dagskrá, sem VIII. liður, mál vegna tilboðs í Hafnarbakka 1, Suðureyri.

Beiðni forseta var samþykkt  8-0 og bætist þessi liður við áður boðaða dagskrá.  

 

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 35. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði Hjúkrunarheimilið Eyri, frágangur innanhúss
II Tillaga frá 148. fundi íþrótta- og tómstundanefndar Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar
III Tillaga frá 409. fundi umhverfisnefndar Ósk um stækkun lóðar Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði
IV Tillaga frá 409. fundi umhverfisnefndar Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf.
V Tillaga frá 409. fundi umhverfisnefndar Samþykkt um umgengni og þrifnað
VI Tillaga að bókun vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið Tillaga að bókun
VII Fasteignir í Ísafjarðarbæ í eigu fjármálastofnana Minnisblað bæjarrita 18/3
VIII Fundargerð (ir) bæjarráðs 10/3 og 18/3
IX " atvinnumálanefndar 7/3 og 12/3
X " fræðslunefndar 5/3
XI " íþrótta- og tómstundanefndar 12/3
XII " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 5/3
XIII " umhverfisnefndar 12/3

 

I.              Tillaga til 341. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. mars 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Sigurður Pétursson.

 

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, 35. fundur

1.      Hjúkrunarheimlið Eyri,  frágangur innanhúss. 2011-12-0009.

Lagt fram bréf Jóhann Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dags. 3. mars 2014 er varðar tilboð í verkið „Hjúkrunarheimilið Eyri – frágangur innanhúss“ sem opnuð voru í fundarsal bæjarstjórnar þriðjudaginn 25. febrúar 2014.

Eftirfarandi tilboð bárust. 

 

Geirnaglinn ehf                                   376.273.457 kr.

ÍAV hf.                                               356.444.611 kr.

GÓK húsasmíði ehf.                          328.611.150 kr.

Jón F. Gíslason                                   321.981.899 kr.

Vestfirskir verktakar                           307.457.181 kr.

 

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 310.980.450 kr.

 

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Vestfirska verktaka á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, ber tillögu nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði til atkvæða.

Tillaga nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði samþykkt 9-0.

 

II.           Tillaga til 341. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. mars 2014. 

Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Benedikt Bjarnason, Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Íþrótta- og tómstundanefnd, 148. fundur 12. mars 2014.

4.

2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar

 

Lögð fram lokadrög að uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ.

 

Nefndin hefur nú lokið vinnu við uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu íþrótta- og tómstundanefndar til atkvæða.

Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.

 


III.        Tillaga til 341. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. mars 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, Sigurður Pétursson og Gísli Halldór Halldórsson.

 

Umhverfisnefnd, 409. fundur, 12. mars 2014.

1.

2012060046 - Ósk um stækkun lóðar Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði.

 

Á fundinn er mættur Marinó Hákonarson vegna málefnis Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði.

 

Umhverfisnefnd telur sig ekki með góðu móti geta tekið afstöðu til máls Neðri Tungu, fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið.
Umhverfisnefnd leggur því til við bæjarstjórn að svæðið á milli Tunguhverfis, golfvallarsvæðis, Skutulsfjarðarbrautar og Tunguár verði deiliskipulagt.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, ber tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

IV.        Tillaga til 341. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. mars 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 409. fundur, 12. mars 2014.

7.

2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf.

 

Lagt fram bréf dags. 20. feb. sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á hvort og á hvaða forsendum, sjókvíeldi Dýrfisks í Önundarfirði, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka laga 106/2000 m.s.b. og reglugerðar 1123/2005. Um er að ræða allt að 2.000 tonn af regnbogasilungi.
Fyrir liggur umsögn hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar á erindinu.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur miður að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi í Önundarfirði fremur en annarsstaðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu. Ef svo væri má jafnvel gera ráð fyrir að nýtingaráætlun fyrir Önundarfjörð væri þegar lokið. Sú skoðun umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að sveitarstjórnir skuli hafa ákvörðunarrétt í máli sem þessu hefur margsinnis komið fram, t.d. varðandi leyfisveitingar til fiskeldis á Vestfjörðum, sem nú er í örum vexti. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki gert breytingar sem tryggja raunhæfa aðkomu sveitarstjórna að slíkum málum.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur sig ekki hafa forsendur til að krefjast þess að fyrirhugað eldi sæti mati á umhverfisáhrifum m.t.t. 3. viðauka laga númer 106/2000. Þó er mikilvægt í ljósi greinar 1.v. í 3. viðauka laganna, m.a. með tilliti til ofangreinds ágalla á íslenskri stjórnsýslu að því er varðar stefnumörkun á strandsvæðum utan netlaga, að gerð verði ítarleg grein fyrir áhrifum þeim sem eldið kann að hafa á hefðbundna nýtingu svæðisins s.s. fiskveiðar, rækjuveiðar og ýmsa hlunnindanýtingu og að haft verði samráð við þá nýtingaraðila um tilhögun eldisins.

Hagnýting fjarða og flóa við strendur Íslands er mjög vandasamt og flókið mál sem þarfnast víðtæks undirbúnings og samstarfs áður en til ákvarðana kemur. Verkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem nú er unnið að og lýtur að hagnýtingu strandsvæða á Vestfjörðum, er enn á frumstigum, en við verkefnið eru bundnar miklar vonir, sem auðvelda munu ákvarðanatöku í slíkum málum í framtíðinni.
Meðan nýtingaráætlun liggur ekki fyrir í Önundarfirði er æskilegt að leyfi séu ekki veitt til of langs tíma og að komið verði í veg fyrir að hefðarréttur geti myndast á fiskeldisleyfum. Í því samhengi má til framtíðar benda á möguleika þessa að stýra eftirspurn í leyfi með leyfisgjöldum.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, leggur til að bæjarstjórn geri umsögn umhverfisnefndar að sinni.

Bæjarstjórn samþykkir umsögnina 9-0.

 

V.           Tillaga til 341. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. mars 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Benedikt Bjarnason.

 

Umhverfisnefnd, 409. fundur, 12. mars 2014.

9.

2013120006 - Samþykkt um umgengni og þrifnað.

 

Erindi síðast á fundi umhverfisnefndar 12. febrúar sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða verði samþykkt.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, ber tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar staðfest 9-0.

 

VI.        Tillaga til 341. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. mars 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurður Pétursson, Lína Björg Tryggvadóttir, Benedikt Bjarnason.

Bæjarráð, 833. fundur, 18. mars 2014

10. Önnur mál - Tillaga að bókun vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun fyrir næsta fund bæjarstjórnar:

 

 

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, í samræmi við gefin fyrirheit. Með því mun ríkisstjórnin sýna að hún hefur vilja til að hlusta á þjóð sína og leiða þetta stóra mál til lykta þannig að sátt megi verða í samfélaginu.“

 

Forseti leggur fram eftirfarandi breytingartillögu að bókuninni:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar áður en ákvörðun um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið verður tekin. Aðkoma hennar að þessu máli er bæði sjálfsögð og nauðsynleg og með þeirri málsmeðferð mun ríkisstjórnin sýna að hún hefur vilja til að hlusta á þjóðina og leiða þetta mikilvæga mál til lykta þannig að sátt megi verða í samfélaginu.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, ber breytingartillögu forseta til atkvæða.

Tillaga forseta staðfest 9-0.

 

VII.     Fasteignir í Ísafjarðarbæ í eigu fjármálastofnana. 2013-12-0001.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir.

 

Forseti bað um afbrigði að eftirfarandi tillaga yrði tekin fyrir undir þessum lið:

Að bæjarstjórn samþykki að fela bæjarstjóra að hafa samband við Íbúðalánasjóð og þrýsta á það við sjóðinn að íbúðirnar skuli settar í útleigu.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, ber afbrigðið til atkvæða.

Tillaga forseta um afbrigði staðfest 9-0.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, ber tillöguna til atkvæða.

Tillaga forseta staðfest 9-0.

 

 

VIII.  Hafnarbakki 1, Suðureyri. 2013-07-0067.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Benedikt Bjarnason.

 

Lagt er fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, þar sem lagt er til að tilboði í Hafnarbakka 1, Suðureyri, verði tekið.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, ber tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Tillaga bæjarstjóra staðfest 9-0.

 


IX.        Fundargerðir bæjarráðs.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, Sigurður Pétursson, Benedikt Bjarnason, Gísli Halldór Halldórsson.

 

Fundargerðin 10/3. 832. fundur.

Fundargerðin er í tólf liðum.

 

Fundargerðin 18/3. 833. fundur.

Fundargerðin er í tólf liðum.

Fundargerðirnar lagðar fram kynningar.

 

X.           Fundargerðir atvinnumálanefndar.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir

 

Fundargerðin 7/3. 118. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

 

Fundargerðin 12/3. 119. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

XI.        Fundargerð fræðslunefndar.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Benedikt Bjarnason, Sigurður Pétursson, Lína Björg Tryggvadóttir, Gísli Halldór Halldórsson.

 

Fundargerðin 5/3. 342. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XII.     Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 12/3. 148. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIII.  Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson.

 

Fundargerðin 5/3. 35. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV.  Fundargerð umhverfisnefndar.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir.

 

Fundargerðin 12/3. 409. fundur.

Fundargerðin er í ellefu liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

Fundargerðin staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:47.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Gísli Halldór Halldórsson

Benedikt Bjarnason                                                             

Kristín Hálfdánsdóttir

Sigurður Pétursson                                                               

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Lína Björg Tryggvadóttir                                                     

Steinþór Bragason

Er hægt að bæta efnið á síðunni?