Bæjarstjórn - 333. fundur - 7. nóvember 2013

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína Elíasdóttir, forseti, í hennar stað Marzellíus Sveinbjörnsson.

 

Dagskrá:

I. Tillaga bæjarstjóra

Breytingar á reglugerð um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014.  2013-09-0024.

II. Tillaga frá 815. fundi bæjarráðs.

Viðauki við fjárhagsáætlun (hækkun á fjárhagsaðstoð). 2012-09-0006.

III. Tillaga frá 816. fundi bæjarráðs.

Samningur vegna atvinnuþróunarverkefna Atvest. 2010-08-0057.

IV. Fjárhagsáætlun 2014. Önnur drög að fjárhagsáætlun, umræða. 2013-06-0033.
V. Fundargerð(ir) bæjarráðs  21/10, 28/10 og 4/11.
VI. " félagsmálanefndar 24/10.
VII. "

fjallaskilanefndar 30/10.

VIII. " fræðslunefndar  16/10.
IX. "

íþrótta- og tómstundanefndar 25/09.

 

I.         Tillaga bæjarstjóra um breytingar á reglugerð um byggðakvóta fisk­veiði­ársins 2013/2014. 2013-09-0024.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri,  Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Kristín Hálfdánsdóttir.  

 

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram minnisblað þar sem fram komu eftirfarandi þrjár tillögur að breytingum á reglugerð nr. 665/2013, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa:

 

„1. Frístundabátar geti sótt um byggðakvóta

Ákvæði a-liðar 1. gr. breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.

 

Er nú:

Ákvæði a-liðar 1. gr. breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum,  við lok umsóknarfrests.

 

2.      Heimilisfesti í sveitarfélagi ekki byggðarlagi.

Ákvæði c-liðar 1. gr. breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu þann 1. júlí 2013

 

Er nú:

Ákvæði c-liðar 1. gr. breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í byggðarlaginu þann 1. júlí 2013

 

3.      Heimilt að landa hvar sem er í sveitarfélaginu svo lengi sem að aflinn sé unninn í byggðarlagi.

Ákvæði a-liðar 6. gr. breytist og verður: Þeim afla er telja á til byggðakvóta er skylt að vinna í viðkomandi byggðarlagi þó er heimilt að landa honum hvar sem er innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.

 

Er nú:

Ákvæði a-liðar 6.gr. breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlags á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.“

 

Gísli Halldór Halldórsson lagði fram svohljóðandi breytingatillögu:

„4. Ný dagsetning á skráningu skips í byggðalagi.

Ákvæði b-liðar 1. gr. breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 7. nóvember 2013.

Er nú:

Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2013.

5. Varðandi heimild til að landa hvar sem er í sveitarfélaginu.

4. gr. breytist og verður:

Viðmiðanir um úthlutun aflamarks til einstakra fiskiskipa.

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. Komi minna en 100 þorskígildiskíló í hlut fiskiskips samkvæmt framangreindum reglum fellur hlutur til þess niður og skiptist hlutur þess milli annarra fiskiskipa frá sama byggðarlagi sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun í samræmi við skiptingu samkvæmt úthlutunarreglum.

Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

Réttindi til úthlutunar fylgja skipi, nema ef eigandi eða leigutaki fiskiskips, sbr. 1. gr. hefur endurnýjað fiskiskip sitt á því viðmiðunartímabili sem fram kemur í 1. mgr. og flutt aflahlutdeildir af eldra skipinu yfir á endurnýjaða skipið getur hann í umsókn sinni óskað eftir að við úthlutun aflamarks skv. 1. mgr. sé tekið tillit til landaðs afla eldra skips umsækjanda í sömu hlutföllum og nemur þeim aflahlutdeildum sem hafa verið fluttar milli skipanna.

Ef fiskiskip er endurnýjað eftir að skipting aflamarks hefur farið fram samkvæmt 1. mgr. en áður en uppfyllt hafa verið skilyrði samkvæmt 6. gr. er heimilt að óska eftir að flytja rétt til úthlutunar aflamarks af eldra skipinu yfir á endurnýjaða skipið, enda hafi verið gerður fyrirvari þess efnis í kaupsamningi eða afsali, hafi skip verið selt á því tímamarki.

Er nú:

Viðmiðanir um úthlutun aflamarks til einstakra fiskiskipa.

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. Komi minna en 100 þorskígildiskíló í hlut fiskiskips samkvæmt framangreindum reglum fellur hlutur til þess niður og skiptist hlutur þess milli annarra fiskiskipa frá sama byggðarlagi sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun í samræmi við skiptingu samkvæmt úthlutunarreglum.

Afli af fiskiskipum sem landað er í byggðarlagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi byggðarlags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

Réttindi til úthlutunar fylgja skipi, nema ef eigandi eða leigutaki fiskiskips, sbr. 1. gr. hefur endurnýjað fiskiskip sitt á því viðmiðunartímabili sem fram kemur í 1. mgr. og flutt aflahlutdeildir af eldra skipinu yfir á endurnýjaða skipið getur hann í umsókn sinni óskað eftir að við úthlutun aflamarks skv. 1. mgr. sé tekið tillit til landaðs afla eldra skips umsækjanda í sömu hlutföllum og nemur þeim aflahlutdeildum sem hafa verið fluttar milli skipanna.

Ef fiskiskip er endurnýjað eftir að skipting aflamarks hefur farið fram samkvæmt 1. mgr. en áður en uppfyllt hafa verið skilyrði samkvæmt 6. gr. er heimilt að óska eftir að flytja rétt til úthlutunar aflamarks af eldra skipinu yfir á endurnýjaða skipið, enda hafi verið gerður fyrirvari þess efnis í kaupsamningi eða afsali, hafi skip verið selt á því tímamarki.“

 

Breytingartillaga Gísla H. Halldórssonar samþykkt 9-0.

Tillagan í heild sinni samþykkt 9-0.

             

 

II.        Tillaga til 333. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. nóvember 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.

 

Bæjarráð, 815. fundur 28. október 2013.

12.              Fjárhagsaðstoð. 2012-09-0006.

Lögð er fram greinargerð Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Sædísar Maríu Jónatansdóttur, deildarstjóra félagsþjónustu, sem barst 25. október sl., þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsaðstoð vegna ársins 2013. 

Erindið samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti leggur til að tillaga bæjarráðs verði samþykkt og gerður viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, þar sem fjárhagsaðstoð er hækkuð um kr. 3.000.000,-

 

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

 

III.      Tillaga til 333. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. nóvember 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

13.              Atvinnuþróunarverkefni í samstarfi við Atvest. 2010-08-0057.

Lögð eru fram lokadrög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um atvinnuþróunarverkefni, samkvæmt bókun 811. og 813. fundar bæjarráðs vegna viðbótarstyrks.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Atvest á grundvelli þessa samningsuppkasts.

 

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


IV.      Fjárhagsáætlun 2014. Önnur drög að fjárhagsáætlun, umræða. 2013-06-0033.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

            Umræður fóru fram um önnur drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2014 og greinargerð. Drögin, ásamt greinargerð, voru send bæjarfulltrúum í tölvupósti mánudaginn 4. nóvember sl.

 

Bæjarfulltrúar Í-listans lögðu fram svohljóðandi tillögur vegna fjárhagsáætlunar ársins 2014:

„1.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að taka aftur upp afslátt á leik­skóla­gjöldum 5 ára barna, þannig að fyrstu fjórir tímar vistunar verði gjaldfrjálsir frá og með 1. janúar árið 2014.

Fimm ára börnum í Ísafjarðarbæ var tryggð gjaldfrjáls vistun á leikskólum bæjarins árin 2008-2011, en vegna niðurskurðar og sparnaðarráðstafana var þessi afsláttur felldur niður. Nú er tækifæri til að taka þetta aftur upp og tryggja þannig að öll börn á forskólaaldri eigi greiðan kost á leikskóladvöl.

 2.   Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að leggja skólum bæjarfélagsins til fjárhæð til að mæta kostnaði við kaup á stílabókum, skriffærum, vasareiknum og öðrum smáverkfærum sem nemendur þurfa á að halda til að geta sinnt námi sínu. Fjárhæðin sem skólar þurfa til að mæta þessu nemur 5000 krónum á hvern nemanda á næsta ári en eftir það 3500 krónur á ári á hvern nemanda. Heildartölur fyrir Ísafjarðarbæ yrðu þá um 2 200 000 milljónir á fyrsta ári og 1 600 000 milljónir á ári eftir það.

Samkvæmt grunnskólalögum á skólaganga barna að vera foreldrum að kostnaðar­lausu, þó má láta foreldra greiða fyrir persónulega muni. Hugtakið persónulegir munir er teygjanlegt og skilgreiningaratriði hvort það á líka að ná yfir hluti sem eru algjör forsenda þess að barn geti tekist á við verkefni skóladagsins. Með samþykkt þessarar tillögu væri Ísafjarðarbær að taka forystu í þjónustu við barnafjölskyldur á Íslandi.

3.    Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að kanna kostnað við kaup á færanlegri kennslustofu til að setja við leikskólann Sólborg og gera ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

Með kaupum á færanlegri skólastofu verður ekki lengur þörf fyrir Eyrarsól, deild fyrir fimm ára börn. Sú ákvörðun að opna sérstaka fimm ára deild hefur ekki reynst sem skildi og er nauðsynlegt að endurskoða hana með þarfir barna og foreldra að leiðarljósi.

Nú þegar reynsla er komin á starf Eyrarsólar hefur komið í ljós að ekki er hentugt að deila skólalóðinni með grunnskólabörnum þar sem gerðar eru mun stífari kröfur til lóða þar sem leikskólabörn eru að leik. Þessi ráðstöfun hefur dregið verulega úr möguleikum að skapa góða og skemmtilega skólalóð sem mikil þörf er fyrir.   

Þessi ákvörðun hefur líka haft áhrif á faglegt starf leikskólanna. Erfitt hefur reynst að samtvinna starf Eyrarsólar við Sólborg vegna fjarlægðar, bæði hvað varðar starfsmenn og stjórnendur, en töluverð röskun hefur orðið á starfi leikskólanna þegar búið er að taka elstu börnin út. Þess má geta að starfsmenn og stjórnendur hafa staðið sig afar vel í þessum aðstæðum og gert þennan flutning með miklum sóma. 

Þróun í fjölda leikskólabarna á Ísafirði er með þeim hætti að haustið 2015 þegar börn fædd 2010 eiga að koma inn á Eyrarsól er ekki nægjanlegt pláss. Eins og staðan er núna er 47 börn fædd árið 2010 á leikskólum á Ísafirði en nú eru vistuð 37 börn á Eyrarsól og deildin yfirfull. Þannig að Eyrarsól mun ekki nýtast sem skildi. Það er jafnframt auðveldara að takast á við sveiflur í árgöngum með færanlegri kennslustofu í stað þess að taka einn árgang út úr leikskólunum.

Það húsnæði sem Eyrarsól er í núna mætti nota undir Dægradvöl, en í dag þarf Dægradvöl að samnýta húsnæði með félagsmiðstöðinni.“ 

Gísli H. Halldórsson, forseti, vísar tillögum Í-listans til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

 

V.        Fundargerðir bæjarráðs.

            Til máls tóku Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 21/10. 814. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 28/10. 815. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 4/11. 816. fundur.

Fundargerðin er í tuttugu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VI.      Félagsmálanefnd.

            Til máls tók Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Fundargerðin 24/10.  382. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.     Fjallaskilanefnd.

            Til máls tóku Gísli H. Halldórsson, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 30/10.  4. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Fræðslunefnd.

            Til máls tóku Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 16/10.  337.  fundur.

Fundargerðin er í sex  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Íþrótta- og tómstundanefnd.

            Til máls tók Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Fundargerðin 25/9.  337.  fundur.

Fundargerðin er í sex  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:35.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, ritari

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Guðný S. Stefánsdóttir.                                                       

Steinþór Bragason.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?