Bæjarstjórn - 330. fundur - 20. júní 2013

 

  

Dagskrá:

  

I.

Tillaga frá 798. fundi bæjarráðs. Starfsmannamál hjá Ísafjarðarbæ. 2013-06-0038.
II. Tillaga frá 799. fundi bæjarráðs. Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar. 2010-08-0057.
III. Tillaga frá 799. fundi bæjarráðs. Leikskóladeild fyrir 5 ára börn. 2013-01-0070.
IV. Tillaga frá 395. fundi umhverfisnefndar. Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði. 2010-08-0007.
V. Tillaga frá 395. fundi umhverfisnefndar. Skipan starfshóps um nýtingu Tungudals og Seljalandsdals.
VI. Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði.  Tillögur til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. 2012-04-0002.
VII. Fundargerð(ir) bæjarráðs 10/6. og 18/6.
VIII. " barnaverndarnefndar 6/6.
IX. " félagsmálanefndar 11/6.
X. " fræðslunefndar 5/6.
XI. " hafnarstjórnar 3/6.
XII. " íþrótta- og tómstundanefndar 10/6.
XIII. " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 4/6.
XIV. " umhverfisnefndar 5/6.
XV. Tillaga frá Í-lista. Nýr fulltrúi í félagsmálanefnd.
XVI. Tillaga frá D-lista. Nýr fulltrúi í fræðslunefnd.
XVII. Tillaga frá D-lista. Nýr aðalfulltrúi í barnaverndarnefnd og nýr varafulltrúi.
XVIII. Tillaga frá B-lista. Nýr varafulltrúi í umhverfisnefnd.
XIX.  Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar. 1) Forseti, 1. og 2. varaforseti.

2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.

3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara.

XX. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2013.  

 

I.         Tillaga til 330. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. júní 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri,  Arna Lára Jónsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.  

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 798. fundur 10. júní 2013.

10.       Starfsmannamál. - Erindi Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra. 2013-06-0038.

            Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir væntanlegum breytingum á mannahaldi og stöðugildum á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sameinuð verði störf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og fjármálasviðs og auglýst verði það starf, ásamt starfi fjármálastjóra, sem verði undirmaður sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.  Jafnframt verði auglýst 50% staða mannauðsstjóra. 

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 330. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. júní 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti,  Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og  Kristján Andri Guðjónsson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 799. fundur 18. júní 2013.

1.         Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. – Atvinnumálastefna   Ísafjarðarbæjar. 2010-08-0057.

Mættir á fund bæjarráðs undir þessum lið eru Shiran Þórisson og Jón Páll Hreinsson.

Lagt fram tölvubréf Shirans Þórissonar f.h. Atvest, dagsett 14. júní sl., ásamt lokadrögum að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar, dagsettum 13. júní sl., og samantekt frá vinnufundum með fulltrúum menningarmála og skapandi greina í Ísafjarðarbæ.

 

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar verði samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

III.      Tillaga til 330. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. júní 2013. 2013-01-0070.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og  Kristján Andri Guðjónsson.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.

            ,,Ljóst hefur verið í nokkra mánuði að leysa þyrfti úr vanda vegna skorts á leikskólaplássum í sveitarfélaginu. Sú hugmynd að setja leikskóladeild í kjallara Hlífar II virtist vera góð og þjóna hagsmunum barna vel, en um hana náðist ekki samkomulag.        Bæjarfulltrúar Í - lista telja að það hefði þjónað hagsmunum barna og foreldra næst best að fá færanlega kennslustofu við leikskólann Sólborg og það hefði átt að skoða þann kost samhliða tillögunni um Hlíf II, eins og samþykkt tillaga Í-lista frá 7.febrúar sl. gerði ráð fyrir. Ekki er hægt að sjá af fyrirliggjandi gögnum að sá möguleiki hafi verið skoðaður til hlítar þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar þar um.

            Nú er svo komið að tíminn er að renna frá okkur í þessu máli og því nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax og þá er 2. hæð Sundhallar skásti kosturinn. Þar er þó að mörgu að hyggja og eitt stærsta verkefnið er að tryggja það að börnunum verði skapað gott útleiksvæði.

            Teikningar hafa enn ekki verið lagðar fram til bæjarstjórnar til samþykktar vegna þessa og nú er aðeins rúmur mánuður til stefnu og ljóst að ekki verður mögulegt að vinna það með eins faglegum hætti og æskilegt væri. 

            Vinnan við lausn þessa máls hefur að mati minnihlutans verði ómarkviss og ekki tekið mið af öllum möguleikum í stöðunni, þannig að ekki er hægt að fullyrða, að um bestu lausn sé að ræða. 

            Bæjarfulltrúar Í - lista sitja því hjá við afgreiðslu þessa máls.“

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Örnu Láru Jónsdóttur og Sigurði Péturssyni.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagð fram svohljóðandi bókun B og D-lista undir þessum lið dagskrár.

            ,,Það kom ekki á daginn fyrr en í lok maí að of mikil andstaða væri orðin við að nýta húsnæði bæjarins á Hlíf II,  til að hýsa 5 ára leikskólabörn. Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs sendi út minnisblað tveimur dögum eftir að þetta varð ljóst, eða þann   30. maí s.l.

            Frá þeim tíma hefur verið unnið markvisst og skipulega að lausn málsins og haft samráð við málsaðila eins og frekast var unnt á þeim skamma tíma, sem orðinn var til stefnu. Búið er að skoða alla þá gagnrýni sem fram hefur komið og meirihlutinn hefur nú góða sannfæringu fyrir því að sú lausn sem lögð er til á 2. hæð Sundhallar sé traust.

            Unnið hefur verið í tillögu vegna lóðar við grunnskólann og ætti að vera hægt að ljúka við samþykkt hennar í næstu viku, með sérstakri áherslu á að ljúka fyrst því er lýtur að leikskólalóð.

            Meirihlutinn telur að ef málin eru skoðuð af sanngirni þá sjáist að bæjarfulltrúar hans hafi lagt mikla áherslu á að leysa öll þau mál sem upp hafa komið vegna dagvistunarmála í sveitarfélaginu, m.a. með hliðsjón af þeirri stefnu að 18 mánaða börn og eldri komist að í leikskólum sveitarfélagsins.“

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 799. fundur 18. júní 2013.

3.         Greinargerð sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. – Leikskóladeild fyrir 5     ára börn í Skutulsfirði. 2013-01-0070.

Margrét Halldórsdóttir mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Lögð fram greinargerð Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 14. júní sl., um leikskóladeild fyrir 5 ára börn á 2. hæð Sundhallar Ísafjarðar, nauðsynlegar framkvæmdir sem þyrfti að fara í og kostnað sem þessu fylgir.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að opnuð verði leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði á 2. hæð Sundhallar á Ísafirði. Hugað verði vel að þeim athugasemdum sem fram hafa komið frá foreldrum og starfsfólki leikskóla.

            Tillaga bæjarráðs með orðalagsbreytingu (2. hæð Sundhallar) samþykkt 5-0.

 

IV.      Tillaga til 330. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. júní 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og  Sigurður Pétursson.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 395. fundur 5. júní 2013.

7.         2010080007 - Smáhýsi í Tungudal, Skutulsfirði.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi ,,Opið svæði í Tungudal", unnið af Sigurði Friðgeir. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu á allt að 21 smáhýsi ásamt gerð göngustíga.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.

 

V.        Tillaga til 330. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. júní 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti  og  Albertína F. Elíasdóttir.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að textinn ,,sem útivistarsvæði“ verði fellt niður í tillögu umhverfisnefndar.  Tillaga forseta samþykkt  9-0.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 395. fundur 5. júní 2013. 2013-06-0078.

9.  Önnur mál:

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði  starfshópur um nýtingu Tungudals og Seljalandsdals.

            Tillaga umhverfisnefndar þannig breytt samþykkt 9-0.

 

VI.      Tillögur til 330. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. júní 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 26. apríl 2013.

Skýrsla til bæjarstjórnar. 2012-04-0002.

            Gísli H. Halldórsson, forseti, leggur fram í bæjarstjórn  tillögur í tólf liðum,  er fram koma í skýrslu starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði. Tillögurnar fylgdu gögnum 330. fundar bæjarstjórnar.

            Tillögur starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði samþykktar 9-0.

 

VII.     Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.,

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.

799. fundur bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 16. liður.

,, Bæjarfulltrúar Í - lista leggja áherslu á að allar stöður, sem skapast eða losna hjá Ísafjarðarbæ, séu auglýstar lausar til umsóknar.  Slíkt eykur líkur á jafnræði íbúanna  gagnvart stjórnvaldinu og eykur möguleika á því að hæfasta fólkið fáist til starfa hverju sinni.“

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Örnu Láru Jónsdóttur og Sigurði Péturssyni.

 

Fundargerðin 10/6.  798. fundur.

Fundargerðin er í tíu  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 18/6.  799. fundur.

Fundargerðin er í sextán  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Barnaverndarnefnd.

Fundargerðin 6/6.  124. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Félagsmálanefnd.

            Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 11/6.  379.  fundur.

Fundargerðin er í sjö  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.        Fræðslunefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og  Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 5/6.  333. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.      Hafnarstjórn.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson,  Daníel Jakobsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Fundargerðin 3/6.  166. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XII.     Íþrótta- og tómstundanefnd.

Fundargerðin 10/6.  139. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIII.   Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Fundargerðin 4/6.  28. fundur.

Fundargerðin er í fjórum  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV.   Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Albertína F. Elíasdóttir.

 

Fundargerðin 5/6.  395. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XV.     Tillaga frá Í-lista. - Nýr fulltrúi í félagsmálanefnd.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

Tillaga kom frá Í-lista um að Björn Davíðsson taki sæti í félagsmálanefnd í stað Ara Klængs Jónssonar.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

XVI.   Tillaga frá D-lista. - Nýr fulltrúi í fræðslunefnd.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

Tillaga kom fram frá D-lista um Hólmfríði V. Svavarsdóttur, sem fulltrúa í fræðslunefnd í stað Ólafar Gísladóttur.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

XVII.  Tillaga frá D-lista. - Nýr aðalfulltrúi og varafulltrúi í barnaverndarnefnd.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

Tillaga kom fram frá D-lista um Guðný S. Stefánsdóttur, sem aðalmann í barnaverndarnefnd í stað Hafdísar Gunnarsdóttur og Gerði Eðvarsdóttur, sem varafulltrúa í stað Guðnýjar S. Stefánsdóttur.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

XVIII.            Tillaga frá B-lista. - Nýr varafulltrúi í umhverfisnefnd.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

Tillaga kom fram frá B-lista um Mörthu S. Örnólfsdóttur, sem varamann í umhverfisnefnd í stað Marons Péturssonar.

Tillagan samþykkt  9-0.

 

XIX.   Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson

 

1. Kosning forseta og varaforseta skv. 14. gr. bæjarmálasamþykktar

    Ísafjarðarbæjar.

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögu um forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Albertínu F. Elíasdóttur B-lista, sem forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Gísla H. Halldórsson D-lista sem 1. varaforseta. Tillagan samþykkt 9-0.

Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Jónu Benediktsdóttur Í-lista, sem 2.varaforseta.   Tillagan samþykktar 9-0.

 

2. Kosning í bæjarráð skv. 48. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.

    Bæjarráð 3 aðalmenn og 3 til vara.

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um þrjá aðalmenn og þrjá til vara í bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista, um Gísla H. Halldórsson og Albertínu F. Elíasdóttur, sem aðalmenn í bæjarráð og Guðfinnu Hreiðarsdóttur og Marzellíus Sveinbjörnsson, sem varamenn.

Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur, sem aðalmann í bæjarráð og Kristján Andra Guðjónsson, sem varamann.

Fleiri tillögur komu ekki fram.

Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

3. Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara samkv. 15.gr. bæjarmálasamþykktar     Ísafjarðarbæjar.

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um tvo skrifara bæjarstjórnar og tvo til vara.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista,  um Kristínu Hálfdánsdóttur, sem skrifara og til vara Guðfinnu Hreiðarsdóttur.

Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista,  um Kristján Andra Guðjónsson, sem skrifara og til vara Örnu Láru Jónsdóttur.  

Fleiri tillögur komu ekki fram.

Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

XX.     Sumarleyfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og  Sigurður Pétursson.  

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir XX. lið dagskrár.

            ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir með vísan til 7. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarskapa bæjarstjórnar, að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2013 og skal bæjarráð hafa heimild til að ráða málum til lykta fyrir hönd bæjarstjórnar þetta tímabil samkvæmt 39. gr. sveitarstjórnarlaga. 

Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 5. september 2013.“

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:22.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                     

Kristín Hálfdánsdóttir.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir.                                                         

Albertína F. Elíasdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?