Bæjarstjórn - 323. fundur - 7. febrúar 2013

Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína F. Elíasdóttir í h.st. Marzellíus Sveinbjörnsson.  Kristín Hálfdánsdóttir í h.st. Steinþór Bragason.Kristján Andri Guðjónsson í h.st. Lína Björg Tryggvadóttir.

Að loknum V. lið á dagskrá vék Jóna Benediktsdóttir af fundi og í hennar stað kom Kristján Andri Guðjónsson.

 

Áður en gengið var til dagskrár óskaði Gísli H. Halldórsson, forseti, eftir að tekið yrði á dagskrá, sem XXII. liður, umsögn um frumvarp til náttúruverndarlaga, þingskjal 537, 429.

Jafnframt óskaði forseti eftir að tekið yrði á dagskrá, sem XXIII. liður, tillögur Í-lista um ungbarnadeild við leikskólann Sólborg á Ísafirði og lokun leikskóla vegna sumarleyfa.

Beiðni forseta var samþykkt  9-0 og bætast þessir liðir við áður boðaða dagskrá.  

 

Dagskrá:

I Tillaga frá 783. fundi bæjarráðs Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2014/2016. Síðari umræða í bæjarstjórn. 2012-09-0006.
II Tillaga frá 783. fundi bæjarráðs Tillaga formanns bæjarráðs. Bætt þjónustustig þjóðvegar 61. 2013-01-0078.
III Tillaga frá 783. fundi bæjarráðs Sameinaðar almannavarnanefndir á norðanverðum Vestfjörðum. 2013-01-0081.
IV Tillaga frá 783. fundi bæjarráðs Greiðsla fyrir fundasetur. 2013-02-0002.
V Tillaga frá 783. fundi bæjarráðs Byggðakvóti fiskveiðiárið 2012/2013. 2012-09-0043.
VI Tillaga frá 783. fundi bæjarráðs

Samþykktir Náttúrustofu Vestfjarða. 2012-06-0085.

VII

Tillaga frá 327. fundi fræðslunefndar Afsláttargjald leikskóla. 2013-01-0033.
VIII Tillaga frá 25. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði Skipulag og hönnun Eyrar. 2011-12-0009.
IX Tillaga frá 388. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag á Ingjaldssandi. 2011-09-0100.
X Tillaga frá 388. fundi umhverfisnefndar Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði. 2011-07-0030.
XI Tillaga frá 388. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag í Tungudal. 2009-06-0058.
XII Tillaga frá 388. fundi umhverfisnefndar

Breytt deiliskipulag í Kubba. 2004-02-0154.

XIII Tillaga frá 388. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag á Suðureyri. 2010-04-0047.
XIV Tillaga til bæjarstjórnar Ráðning Endurskoðunar Vestfjarða ehf., Jóns Þorgeirs Einarssonar, sem löggilts endurskoðanda Ísafjarðarbæjar.
XV Fundargerð(ir) bæjarráðs 21/1., 28/1. og 4/2.
XVI " atvinnumálanefndar 30/1..
XVII " félagsmálanefnd 15/1.
XVIII " fræðslunefnd 16/1.
XIX " hafnarstjórn 11/1.
XX "

nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 19/12., 24/1. og 31/1.

XXI " umhverfisnefndar 23/1.
XXII Umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd, þingskjal 537, 429. mál Tekið á dagskrá með afbrigðum í upphafi fundar
XXIII Tillaga um ungbarnadeild við leikskólann Sólborg á Ísafirði Tekið á dagskrá með afbrigðum í upphafi fundar.

 

I.         Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Sigurður Pétursson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 783. fundur 4. febrúar 2013.

1.         Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2014/2016. 2012-09-0006.

            Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir starfsárin 2014/2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 7. febrúar n.k., ásamt meðfylgjandi undirgögnum.

            Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta B og D-lista bæjarstjórnar.

            ,,Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar til ársins 2016 er nú lögð fram til síðari umræðu. Markmið þau sem sett voru við framlagningu áætlunarinnar til fyrri umræðu eru óbreytt, svo sem um auknar útsvarstekjur, um 15% framlegð frá rekstri og að náð verði því markmiði að lækka skuldahlutfall bæjarins niður fyrir 150% á næstu þrem árum.

            Allt frá því að núverandi meirihluti var myndaður árið 2010 hefur megin áherslan í starfi bæjarstjórnar beinst að því að bæta rekstur og fjármálastöðu bæjarins, til að hægt verði að takast á við verkefni í viðhaldi og endurnýjun stoðkerfis og fasteigna og lækkun á gjaldskrám og álögum á fjölskyldur og atvinnulíf.

            Engu að síður hefur verið lögð áhersla á, að draga sem minnst úr þjónustu við íbúa, en leita frekar hagkvæmari leiða til að bæta hana. Bæjarstjóri og starfsfólk hans, með aðstoð ráðgjafa sem ráðinn var til verksins, hafa staðið í stafni við að fylgja eftir þessari stefnu og ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

            Meirihlutinn telur mikilvægt að á næstu árum verði haldið áfram á sömu braut aðhaldsaðgerða í rekstri og greiðslu skulda, en jafnframt verði reynt að bæta þjónustu með hagkvæmum hætti.

            Miðað við þann árangur sem þegar hefur náðst, þá er það álit meirihlutans að fljótlega verði mögulegt að nýta bætta fjárhagsstöðu, til þess að lækka álögur og gjaldskrár svo sem fasteignagjöld, sorpgjöld og leikskólagjöld.“  

Fyrir hönd meirihluta B og D-lista , Eiríkur Finnur Greipsson.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til við bæjarstjórn að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans, eins og hún liggur nú fyrir, verði samþykkt.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson og Sigurður Pétursson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 783. fundur 4. febrúar 2013.

6.         Tillaga formanns bæjarráðs að bókun. - Bætt þjónustustig þjóðvegar 61.

            2013-01-0078.

 

Bætt þjónustustig þjóðvegar nr. 61. - Tillaga að bókun.

            Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þá kröfu fyrirtækja og almennings að þjónustustig þjóðvegar númer 61, verði hækkað úr 3. stigi í 2. stig til að tryggja betur samgöngur við norðanverða Vestfirði. Lágmarkskrafa er að Vegagerðin taki tillit til atvinnulífs og ferðalanga við stöðlun á þjónustu fyrir svæðið, bæti umferðaröryggi og jafni rekstrarskilyrði Vestfirðinga með fjölgun mokstursdaga úr sex í sjö og bættum hálkuvörnum og mokstri á þjóðveginum.

 

Greinargerð:

            Mikið ófremdarástand hefur hefur ítrekað skapast í samgöngumálum á norðanverðum Vestfjörðum í vetur vegna gífurlegrar hálku og ófærðar. Saman hefur farið mikill vindhraði og hitastig nálægt frostmarki sem veldur mikilli ísmyndun á vegum. Á sama tíma hefur flug legið niðri og því engar samgöngur við aðra landshluta þegar vegir eru lokaðir.  Það þarf varla að taka það fram að samgöngur eru undirstaða byggðar á svæðum eins og Vestfjörðum, þar sem bæði atvinnulíf og öryggi íbúa er háð tengingu við höfuðborgina.

            Vegagerðin setur Vestfirði undir 3. þjónustustig sem er skör lægri en t.d. þjóðvegurinn norður í land, en þjónustustigið ræður t.d. fjölda mokstursdaga og lengd þjónustu fram á kvöld.

            Bætt þjónusta við þjóðveginn til norðanverðra Vestfjarða er undirstaða uppbyggingar á svæðinu þar sem nauðsynlegt er að tryggja samgöngur eins og best verður á kosið. Þjónusta við þjóðveginn er ráðandi þáttur um samkeppnishæfni svæðisins og því ein af megin kröfum íbúa um að hún verði bætt. Í því samhengi er rétt að benda á að umferðarþungi vegarins er mestur seinnipart dags og á kvöldin en þá eru starfsmenn Vegargerðarinnar hættir störfum og því engin þjónusta í boði.  Það er eðlilegt að Vegagerðin aðlagi sig að þörfum íbúa, atvinnulífs og ferðamanna, en ekki öfugt.

 

Lagt er til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að ofangreind bókun verði samþykkt.

            Samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 9-0.

 

III.      Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 783. fundur 4. febrúar 2013.

7.         Minnisblað bæjarstjóra. - Sameinaðar almannavarnanefndir á

            norðanverðum Vestfjörðum.  2013-01-0081.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 30. janúar sl., þar sem hann fjallar um hugsanlega sameiningu almannavarnanefnda á norðanverðum Vestfjörðum og vísar til bókunar sameinaðra almannavarnanefnda Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar á fundi þann 12. janúar 2012.  Nefnd fundargerð fylgir minnisblaðinu.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að sameiningu þessara nefnda á grundvelli minnisblaðs bæjarstjóra.

            Tillaga bæjarráðs samþykt 9-0.

 

IV.      Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 783. fundur 4. febrúar 2013.

16.       Minnisblað bæjarstjóra. - Greiðslur fyrir setu í bæjarstjórn, bæjarráði og

            nefndum á vegum Ísafjarðarbæjar. 2013-02-0002.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 31. janúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir tillögu að greiðslum til bæjarfulltrúa og nefndarmanna fyrir fundarsetur í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum sveitarfélagsins. Jafnframt er minnst á aðrar greiðslur, t.d. ferðakostnað til bæjarfulltrúa, er þeir fara út fyrir sveitarfélagið á  þess vegum.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta tillögu, í samræmi við umræður í bæjarráði,  tillögu er lögð verði fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

            Tillaga bæjarstjóra fylgir útsendum gögnum í dagskrá 323. fundar bæjarstjórnar.

            Tillaga bæjarstjóra samþykkt 8-0.

 

V.        Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Sigurður Pétursson.

            Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 783. fundur 4. febrúar 2013.

17.       Minnisblað. - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013.  2012-09-0043.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. febrúar sl., er varðar tillögu til breytinga á reglum um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013.

            Jafnframt er lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti dagsett þann 31. janúar sl., er varðar úrskurði ráðuneytisins á umbeðnum breytingum Ísafjarðarbæjar á úthlutunarreglum byggðakvóta fiskveiðiárið 2012/2013.

 

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að neðangreind tillaga í minnisblaði um breytingar á 4. gr. reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012, um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013 verði samþykkt.

            ,,Lagt er  til,  að óskað verði eftir við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, þeirri breytingu á 4. gr. reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012, að viðmið um landaðan afla í þorskígildum talið verði innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2011 til 31. ágúst 2012, í stað viðkomandi byggðarlags.“

            Með tilvísun til bréfs atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá 31. janúar sl., leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að niðurstaða ráðuneytisins varðandi breytingar á úthlutunarreglum vegna byggðakvóta 2012/2013, verði samþykkt. 

            Bæjarráð telur þó að niðurstaða ráðuneytisins varðandi tillögu Ísafjarðarbæjar í   c-lið, um breytingar á úthlutunarreglum sé enn órökstudd, en telur að nauðsynlegt sé að málið verði afgreitt án frekari tafa svo hægt verði að hefja úthlutun byggðakvótans.

 

Viðaukatillaga forseta:

Ákvæði reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012 gildi um úthlutun byggðakvóta byggðarlaga í Ísafjarðarbæ með eftirfarandi viðauka/breytingum, er lagðar voru fram á fundi bæjarstjórnar.

a.         A-liður 1. greinar breytist og verður:

Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.

b.         Ákvæði b- og c-liðar 1. gr. breytist á þann veg að í stað þess að þar verði miðað við dagsetninguna 1. júlí 2012 verði miðað við dagsetninguna 8. nóvember 2012.

Áður var aðeins getið um c-lið, en ákvæðið er merkingarlaust nema það gildi einnig um b-lið.

d. Nýr liður bætist við:

Við 4. grein bætist málsliðurinn, ,,Af byggðakvóta vegna Ísafjarðar fari að hámarki 12 tonn á hvern bát“.

Fallið er frá svohljóðandi breytingu sem bæjarstjórn samþykkti 8. nóvember síðastliðinn:

c.-liður „6. gr. breytist þannig að inn í textann bætist sem 3. málsliður, ,,Ef ekki næst bindandi samningur sveitarfélags við fiskvinnslustöð í byggðarlagi, um móttöku afla vegna byggðakvóta, að lágmarki miðað við Verðlagsstofuverð eða ef vinnslur byggðalags loka og geta ekki tekið við afla, er skipum í því byggðarlagi heimilt að landa til vinnslu hvar sem er í sveitarfélaginu á meðan“.“

Að mati ráðuneytisins er efni ákvæðisins óskýrt og ekki ljóst hvort eða hvernig með því verði náð þeim markmiðum sem ákvæði laga og stjórnvaldsreglna um úthlutun byggðakvóta eru byggð á eða hvernig ákvæðið muni koma til framkvæmda. Einnig er að mati ráðuneytisins ljóst að ákvæðið getur ekki átt við í öllum byggðarlögum sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í Ísafjarðarbæ fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 verði með ofangreindum hætti sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fallist á.

Bæjarstjórn lýsir engu að síður óánægju með að ekki hafi verið tekið tillit til óska hennar um breytingar á 6. grein skv. c-lið og fellst ekki á rökstuðning ráðuneytisins hvað þetta varðar.

 

Tillaga bæjarráðs um breytingar á 4. gr. í úthlutunarreglum samþykkt 7-0.

Tillaga bæjarráðs með viðaukatillögu forseta um aðrar breytingar á úthlutunarreglum og niðurstöðu ráðuneytisins með athugasemd Ísafjarðarbæjar samþykkt 7-0.

 

 VI.     Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 783. fundur 4. febrúar 2013.

18.       Erindi frá bæjarstjóra. - Samþykktir Náttúrustofu Vestfjarða. 2012-06-0085.

            Lögð fram drög að samþykktum fyrir Náttúrustofu Vestfjarða, sem unnin eru af Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra.    

            Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum og felur bæjarstjóra að móta tillögu er lögð verði fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

            Tillögur bæjarstjóra eru svohljóðandi, samkvæmt minnisblaði er fylgir dagskrá 323. fundar.

  1. Lagt er til að bæjarstjóra verði heimilað að skrifa undir fyrirliggjandi drög að samþykktum um Náttúrustofu Vestfjarða.
  2. Lagt er til að bæjarstjóra verði heimilað að framlengja samstarfsamning aðildarsveitarfélaga um Náttúrustofu Vestfjarða til fjögurra ára.
  3. Bæjarstjóra verið falið að tryggja að uppgjör NAVE við Bolungarvíkurkaupstað um framlög fyrri ára verði hraðað eins og kostur er.

Tillögur í minnisblaði bæjarstjóra merktar eitt til þrjú, samþykktar 9-0.      

VII.     Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar 327. fundur 16. janúar 2013.

2.         2013010033 - Afsláttargjald leikskóla.

            Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, dagsett 11. janúar 2013, þar sem óskað er eftir því að fræðslunefnd taki afstöðu til þess hvort að foreldrar, sem eru einstæðir eða báðir námsmenn og eiga fleiri en eitt barn í leikskóla, geti verið bæði með afslátt sem einstæðir foreldrar og/eða námsmenn og einnig fengið systkinaafslátt, misjafnt er hvernig þetta er í öðrum sveitarfélögum, sum eru með báða afslættina en önnur bara annan.

            Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að systkinaafsláttur verði reiknaður af leikskólagjaldi eftir að lækkað hefur verið vegna annarra afslátta.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

VIII.   Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson og Sigurður Pétursson.

 

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði  25. fundur 31. janúar 2013.

1.         Skipulag og hönnun Eyrar. 2011-12-0009.

Daníel Jakobsson fór yfir nýja útfærslu á miðrými hjúkrunarheimilisins.  Rætt um miðrými íbúðareininga og hvort nauðsynlegt sé að stúka það svona mikið niður. Eiríkur Finnur tekur að sér að skoða málið og senda upplýsingar til nefndarmanna.

Salur, iðjuþjálfun og önnur rými rædd ítarlega.  Nefndin er sátt við framkomnar tillögur og felur formanni og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ganga frá endanlegri útfærslu teikninga í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

 

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingin verði um 60 m² stærri en viðmið velferðarráðuneytisins gerir ráð fyrir.  Ráðuneytið hefur heimilað 2.250 m² byggingu (75 m² pr. íbúa) en nefndin vill byggja 2.310 m² byggingu (77 m² pr. íbúa). Ástæða stækkunarinnar er tengibygging við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og stækkun á sal í miðrými.  Gróf kostnaðaráætlun við stækkunina er um 250-300 þús. pr. m²

            Tillaga nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði samþykkt 9-0.

 

IX.      Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar  388. fundur 23. janúar 2013.

4.         2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

            Lögð fram deiliskipulagstillaga að Ingjaldssandi. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 3. október 2012. Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulags-tillögu fyrir Álfadal svæði F31 og F32, þar til gengið hefur verið með formlegum hætti frá skiptum á jörðunum Ástúni og Álfadal.

 

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga af Nesdal svæði F27 og Hrauni F29 og F30 verði samþykkt enda styðja fyrirliggjandi gögn eignarhald Sæbóls að Nesdal og enginn annar hefur lýst eign sinni í auglýsingarferli deiliskipulags-tillögunnar.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt  7-0.

 

X.        Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar  388. fundur 23. janúar 2013.

9.         2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldir aðilar verði skipaðir fulltrúar í fjallskilanefnd Ísafjarðarbæjar: Karl Guðmundsson, Súgandafirði, Kristján Andri Guðjónsson, Skutulsfirði, Kristján Jónsson, Skutulsfirði, Svala Sigríður Jónsdóttir, Súgandafirði, Ásvaldur Magnússon, Önundarfirði, Sighvatur Jón Þórarinsson, Dýrafirði og Ómar Dýri Sigurðsson, Dýrafirði.   Fjallskilanefnd velji sér formann.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.

 

XI.      Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Marzellíus Sveinbjörnsson.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar  388. fundur 23. janúar 2013.

10.       2009060058 - Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði.

            Lögð fram deiliskipulagstillaga frístundabyggðar í Tungudal, Skutulsfirði, unnin af Teiknistofunni Eik.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.

 

XII.     Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar  388. fundur 23. janúar 2013.

11.       2004020154 - Snjóflóðavarnir í Kubba. - Breyting á deiliskipulagi.

            Lögð fram deiliskipulagstillaga vegna snjóflóðavarna í Kubba á Ísafirði, unnin af Teiknistofunni Eik, Ísafirði.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

XIII.   Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar  388. fundur 23. janúar 2013.

12.       2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri. - Miðsvæði.

            Lögð fram deiliskipulagstillaga af miðbæ Suðureyrar, unnin af Teiknistofunni Eik, Ísafirði.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

XIV.   Tillaga til 323. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar 2013.  

2013-02-0011. 

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

Erindi frá bæjarstjóra.

Endurskoðun Vestfjarða ehf., Jón Þorgeir Einarsson, löggiltur endurskoðandi.      

            Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 30. nóvember 2009, var lagt fram bréf frá Endurskoðun Vestfjarða ehf. og Löggiltum endurskoðendum  Vestfjörðum ehf., dagsett 19. nóvember 2009, þar sem fram kemur að fyrirtækið EV ehf., hefur keypt rekstur LEV ehf., Aðalstræti 24, Ísafirði. 

            Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, að Endurskoðun Vestfjarða ehf., verði endurskoðandi Ísafjarðarbæjar í stað Löggiltra endurskoðenda Vestfjörðum ehf. og Guðmundur E. Kjartansson yrði áfram endurskoðandi. 

Sú tillaga var samþykkt á 269. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 17. desember 2010.

 

            Með tilvísun til laga nr. 79/2008, um endurskoðendur skal eining tengd almannahagsmunum (Ísafjarðarbær telst slík eining vegna skuldabréfa í Kauphöll) skipta um endurskoðanda eftir 7 ár.  Fráfarandi endurskoðandi má síðan koma að endurskoðun einingarinnar aftur eftir tvö ár ef þannig ræðst.         

            Með hliðsjón af ofangreindum lögum og þess tíma er Guðmundur E. Kjartansson hefur starfað sem endurskoðandi Ísafjarðarbæjar, þá hefur verið undirritað ráðningarbréf við Endurskoðun Vestfjarða ehf., um að Jón Þorgeir Einarsson komi í stað Guðmundar E. Kjartanssonar, sem löggiltur endurskoðandi Ísafjarðarbæjar, til eins árs, það er endurskoði rekstrarárið 2012.

            Því leggur Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að ráðningarbréf um endurskoðun milli Endurskoðunar Vestfjarða ehf. og Ísafjarðarbæjar, dagsett 4. febrúar sl., verði samþykkt.

            Tillaga bæjarstjóra samþykkt 9-0.

 

XV.     Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Fundargerðin 21/1.  781. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 28/1.   782. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 4/2.  783. fundur.

Fundargerðin er í átján liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVI.   Atvinnumálanefnd.

Fundargerðin 30/1.  115. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVII.  Félagsmálanefnd.

Fundargerðin 15/1.  374. fundur.

Fundargerðin er í átta liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVIII.            Fræðslunefnd.

Fundargerðin 16/1.  327. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XIX.   Hafnarstjórn.

Fundargerðin 11/1.  163. fundur.

Fundargerðin er í  fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XX.     Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Fundargerðin 19/12.12.  23. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 24/1.   24. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 31/1.  25. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XXI.   Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri,

 

Fundargerðin 23/1.  388. fundur.

Fundargerðin er í tólf liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XXII.  Umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd, þingskjal 537, 429. mál.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

            Fyrir liggur tölvubréf frá Þorleifi Eiríkssyni, forstöðumanni Náttúrustofu Vestfjarða, dagsett 6. febrúar sl., þar sem fjallað er um umsögn Samtaka náttúrustofa um frumvarp til laga um náttúruvernd heildarlög 429. mál, sem borist hefur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í bréfi Náttúrustofu Vestfjarða er hvatt til að sveitarfélögin er standa að NV taki undir umsögnina og sendi á nefndasvið Alþingis.

            Bæjarstjórn samþykkir  umsögnina 9-0.

 

XXIII.  Tillaga Í-lista um ungbarnadeild við leikskólann Sólborg á Ísafirði

 og tillaga er varðar lokun leikskóla vegna sumarleyfa.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögur Í-lista undir þessum lið dagskrár.

            ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur skóla og tómstundasviði að skoða kosti þess og galla að opna sérstaka ungbarnadeild og að setja upp færanlega kennslustofu við leikskólann Sólborg samhliða því að gera úttekt á opnun leikskóladeildar fyrir fimm ára börn sem bæjarráð hefur þegar óskað eftir.“

Greinargerð.  

            Brýnt er að bregðast strax við þeim dagvistunarvanda sem uppi er vegna fjölgunar barna á Ísafirði. Skoða þarf allar mögulegar leiðir til að tryggja börnum 18 mánaða og eldri dagvistun. Ein leið er að opna sérstaka leiksskóladeild fyrir fimm ára börn og tengja við Grunnskólann á Ísafirði. Önnur leið er að opna sérstaka ungbarnadeild og sú þriðja er að setja upp færanlega kennslustofu við leikskólann Sólborg þar sem nýta mætti skipulag og það starf sem fyrir er. Þessar þrjár leiðir þarf að meta saman m.t.t. til kostnaðar, þjónustustigs og hversu auðvelt er að hrinda lausninni í framkvæmd.

 

            ,,Í- listinn leggur til að nú þegar verði leitað leiða til að bregðast við þeim vanda, sem margir foreldrar leikskólabarna standa frammi fyrir vegna lokana leikskólanna í sumarleyfum starfsmanna. Kannaður verði kostnaður og möguleikar á að breyta því þannig að  leikskólar sveitarfélagsins verði aðeins lokaðir í fjórar vikur í stað fimm sumarið 2013 og að lokanirnar verði í júlí og ágúst, til að koma til móts við sem flesta foreldra.  Framkvæmdin verði einnig þannig að báðir skólarnir á Ísafirði yrðu aðeins lokaðir í tvær vikur á sama tíma, eins og gert var til fjölda ára og mikil ánægja var með.

            Tillögur Í-lista samþykktar 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:42.

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar

Eiríkur Finnur Greipsson

Guðfinna Hreiðarsdóttir

Steinþór Bragason

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Pétursson

Arna Lára Jónsdóttir

Jóna Benediktsdóttir

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?