Bæjarstjórn - 316. fundur - 20. september 2012

Vegna bilunar í upptökubúnaði er ekki hægt að birta hljóðupptöku af fundinum.

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðfinna Hreiðarsdóttir í h. st. Steinþór Bragason.  Sigurður Pétursson í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Dagskrá:

I. Tillaga frá 765. fundi bæjarráðs  Samtök sjávarútvegssveitarfélaga. Ásamt tillögu Eiríks Finns Greipssonar, bæjarfulltrúa, við þennan lið. 2012-09-0049.
II. Tillaga frá 765. fundi bæjarráðs  Minnisblað bæjarstjóra, Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. 2011-02-0114.
III. Tillaga frá 765. fundi bæjarráðs Kjör nýrrar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða. 2012-06-0085.
IV. Tillaga frá 370. fundi félagsmálanefndar Byggðasamlag Vestfjarða. 2012-02-0063.
V. Tillaga frá 380. fundi umhverfisnefndar  Hestamannafélagið Hending, tún og afrétti í Engidal. 2012-09-0030.
VI. Fundargerð(ir) bæjarráðs 11/9. og 17/9.
VII. " félagsmálanefndar 28/8.
VIII. " fræðslunefndar 5/9.
IX. " íþrótta- og tómstundanefndar 12/9.
X. " umhverfisnefndar 12/9.

           

I.         Tillaga til 316. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. september 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Bæjarráð 765. fundi þann 17. september 2012.

5.         Tölvubréf Svanfríðar Ingu Jónasdóttur. - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga. 2012-09-0049.

Lagt fram tölvubréf frá Svanfríði Ingu Jónasdóttur, bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett 10. september sl., ásamt bréfi undirrituðu af fimm bæjarstjórum, er fjallar um hvort ástæða væri til að skoða stofnun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Erindinu er vísað til ákvörðunartöku í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 

Tillaga Eiríks Finns Greipssonar, bæjarfulltrúa, við 1. lið 316. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.  2012-09-0049.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að Ísafjarðarbær verði stofnaðili að nýjum samtökum sjávarútvegssveitarfélaga og að formaður bæjarráðs fari með atkvæði sveitarfélagsins á stofnfundi, sem er fyrirhugaður 28. sept n.k.

 

Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við fyrri tillögu sína undir þessum lið dagskrár.

,, Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar mæti á fyrirhugaðan stofnfund að nýjum samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, sem er fyrirhugaður 28. september n.k. og leggi að honum loknum fram minnisblað til bæjarstjórnar um þær hugmyndir, sem verða lagðar fram á þeim fundi varðandi verkefni og hlutverk fyrirhugaðra samtaka.  Í framhaldinu verði ákveðið hvort óskað verði eftir aðild að samtökunum.“

 

Greinagerð:

Með bréfi frá undirbúningshópi að nýjum samtökum sjávarútvegssveitarfélaga er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til þessarar tillögu. Í bréfi frá undirbúningshópnum kemur fram, að hópurinn telji það gagnlegt að fulltrúar fólksins í þeim sveitarfélögum, sem hafa mestra hagsmuna að gæta, stilltu saman strengi til að reyna að hafa áhrif á hvað gert er, bæði til að auka öryggi fólksins í sjávarbyggðunum og til að fá réttmæta hlutdeild í því veiðigjaldi sem tekið er af útgerðinni.

Undir þessi sjónarmið ætti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að geta tekið. Sjá einnig meðfylgjandi stofnsamþykktir og bréf undirbúningshópsins og tillögu að gjaldskrá.

Eiríkur Finnur Greipsson

 

Kristján Andri Guðjónsson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.

,, Staðan er þannig í dag þann 20. september að bátar og skip sem stunda róðra á grunnslóð út af Vestfjörðum eru mörg hver að komast í vandræði vegna mikillar ýsu gengdar á miðunum.

Þó reynt sé að sneiða fram hjá ýsu er hún bókstaflega út um allt. Ljóst má vera að eitthvað mikið er að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar varðandi ástand ýsustofnsins. Því fara undirritaðir bæjarfulltrúar fram á að ráðherra sjávarútvegsmála láti tafarlaust fara yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar varðandi mælingar þeirra á ýsustofninum og að samráð verði haft við sjómenn í því sambandi.“

Bókunin er undirrituð af Kristjáni Andra Guðjónssyni, Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Línu Björgu Tryggvadóttur, Albertínu Elíasdóttur, Eiríki Finni Greipssyni, Steinþóri Bragasyni, Kristínu Hálfdánsdóttur og Gísla H. Halldórssyni.

 

Breytingartillaga Eiríks Finns Greipssonar, ásamt áður sendri greinargerð, samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 316. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. september 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Steinþór Bragason, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.

 

Bæjarráð 765. fundi þann 17. september 2012.

14.       Minnisblað bæjarstjóra til bæjarráðs. - Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. 2011-02-0114.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs er varðar flutning á umsýslu skíðasvæðisins frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.  Málið hefur verið tekið fyrir í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar og í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar og fyrirkomulagið verið samþykkt í báðum nefndum. 

Því leggur bæjarstjóri til að flutningurinn verði formlega samþykktur á næsta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögu bæjarstjóra til bæjarstjórnar til ákvörðunar.

 

Lína Björg Tryggvadóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.

,,Bæjarfulltrúar Í –listans telja að ekki hafi verið sýnt fram á þann ávinning sem á að hljótast af færslu skíðasvæðis af umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið. Ljóst er að alltaf þarf að ráða inn starfsmann til að sinna svæðinu og ekki er hægt að sjá hver ávinningur er að hafa starfsmanninn inn á skólasviði frekar en umhverfis- og eignasviði.

Þar sem fram hefur komið að starfsmönnum í áhaldahúsinu hafi fækkað verulega teljum við þörf á að árétta mikilvægi þess að hafa öflugt áhaldahús, sem er vel búið tækjum og mannskap, sem getur sinnt  þeim margvíslegu verkefnum, sem sveitarfélaginu er ætlað að leysa.“   

Bókunin er undirrituð af Línu Björgu Tryggvadóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Jónu Benediktsdóttur.

Tillaga bæjarstjóra felld á jöfnum atkvæðum 4-4.

Eiríkur Finnur Greipsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.  Arna Lára Jónsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.  

 

III.      Tillaga til 316. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. september 2012.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

Bæjarráð 765. fundi þann 17. september 2012.

15.       Minnisblað til bæjarráðs. - Kjör nýrrar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða. 2012-06-0085.

Lagt fram minnisblað til bæjarráðs dagsett 14. september sl., er varðar skipan stjórnar náttúrustofa og kjör á nýrri stjórn fyrir Náttúrustofu Vestfjarða.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

IV.      Tillaga til 316. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. september 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Steinþór Bragason,

 

Félagsmálanefnd 370. fundur 28. ágúst 2012.

3.         2012020063 - Byggðasamlag Vestfjarða. - Ýmis erindi 2012.

Lagt fram bréf frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags 11. júní 2012. Vísað er til fundar stjórnar BsVest þar sem samþykkt var að vísa drögum að reglum um stuðningsfjölskyldur til sveitarfélaga og hagsmunasamtaka.

Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún geri það einnig.

Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 8-0.

 

V.        Tillaga til 316. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. september 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Benediktsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson,

 

Umhverfisnefnd 380. fundur 12. september 2012.

10.       2012090030 - Nýting túna og afréttar í Engidal. - Hestamannafélagið Hending.

Að ósk bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar er lagður fram samningur á milli Ísafjarðarbæjar og Hestamannafélagsins Hendingar dags. 31. október 2000 ásamt loftmynd af svæði sem tilgreint er í samningnum.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að uppdrátturinn verði samþykktur með þeirri breytingu að mörk svæðis liggi meðfram árbakkanum og óheimilt er að hefta aðgang almennings að ánni.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til svohljóðandi breytingartillögu.

,,Fyrirhugaður reiðstígur á framangreindum uppdrætti er ekki hluti af tilgreindu svæði.“

Breytingartillagan samþykkt 8-0.

Tillaga umhverfisnefndar með viðbótartillögu forseta samþykkt 7-0.

 

VI.      Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 11/9.  764. fundur.

Fundargerðin er í nítján liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun undir 4. lið þessarar fundargerðar.

,,Vegna bréfs Ásgeirs Erlings Gunnarssonar, er varðar sölu á eignarhluta Ísafjarðarbæjar í  Austurvegi 2 á Ísafirði, vilja bæjarfulltrúar Í-listans  árétta  að meirihluti bæjarstjórnar stóð einn að því að samþykkja kauptilboðið í viðkomandi eign. Var salan samþykkt á bæjarstjórnarfundi sem haldin var 12.apríl sl.  Bæjarfulltrúar Í-listans töldu að ýmsir vankantar væru á málinu, sem ganga þyrfti frá áður en hægt væri að taka tilboðinu.  Mætti þar t.d. nefna eignaskiptasamning og bílastæðismál við húsið. Vildu fulltrúar Í-listans því vísa málinu aftur til bæjarráðs en meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu þess efnis.“

Bókunin undirrituð af Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Jónu Benediktsdóttur og Línu Björgu Tryggvadóttur.

 

Fundargerðin 17/9.  765. fundur.

Fundargerðin er í sautján liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.     Félagsmálanefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 28/8.  370. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Fræðslunefnd.

Fundargerðin 5/9.  323. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Íþrótta- og tómstundanefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 12/9.  134. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.        Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson,  

 

Fundargerðin 12/9.  380. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Í lok boðaðrar dagskrár óskaði Gísli H. Halldórsson, forseti, heimildar til að taka á dagskrá sem XI. lið, tillögu um að fella niður fund bæjarstjórnar er vera ætti þann 4. október n.k.

Beiðni forseta samþykkt 9-0.

 

XI.      Tillaga forseta um að fella niður fund bæjarstjórnar þann 4. október n.k.

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að fundur bæjarstjórnar er vera ætti þann      4. október n.k. verði felldur niður, þar sem á sama tíma er Fjórðungsþing Vestfirðinga á Bíldudal.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:25.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Steinþór Bragason.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Albertína F. Elíasdóttir.

Lína Björg Tryggvadóttir.                                                    

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?