Bæjarstjórn - 314. fundur - 21. júní 2012

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína F. Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir. Jóna Benediktsdóttir í h. st. Benedikt Bjarnason.

 

Dagskrá:

 

I. Tillaga frá 755. fundi bæjarráðs.  Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar,  stofnana hans og fyrirtækja 2013/2015. Fyrri umræða. 2011-08-0013.
II. Tillaga frá 755. fundi bæjarráðs Erindi Jens D. Holm, ,,Lónið“ innan Suðureyrar í Súgandafirði. 2006-01-0069.
III. Tillaga frá 755. fundi bæjarráðs  Samráðshópur vegna atvinnuástands. 2011-07-0075.
IV. Tillaga frá 755. fundi bæjarráðs Drög að samkomulagi við Olíudreifingu. 2009-02-0030.
V. Tillaga frá 320. fundi fræðslunefndar Skólavogin. 2011-10-0063.
VI. Tillaga frá 376. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag Leiru í Leirufirði. 2009-05-0011.
VII. Tillaga frá 376. fundi umhverfisnefndar  Deiliskipulag á Suðureyri. 2010-04-0047.
VIII. Tillaga frá 321. fundi fræðslunefndar Skólamötuneyti. 2012-04-0037
IX.  Tillaga Albertínu Elíasdóttur og Eiríks Finns Greipssonar Drög að rekstrarsamningi við HSV um rekstur íþróttasvæðis á Torfnesi. 2011-10-0009.
X.  Fundargerð(ir) bæjarráðs 11/6. og 18/6. 
XI.  " félagsmálanefndar 12/6.
XII.  " fræðslunefndar 6/6. og 18/6.
XIII.  " íþrótta- og tómstundanefndar 5/6.
XIV.  " umhverfisnefndar 13/6.
XV.  

Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

1) Forseti, 1. og 2. varaforseti.

2) Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.

3) Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara.

XVI.   Sumarleyfi bæjarstjórnar 2012.

 

 

I.         Tillaga til 314. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. júní 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson, Kristján Andri Guðjónsson.

             

Bæjarráð 755. fundur 18. júní 2012.

1.         Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2013/2015.  Fyrri umræða. 2011-08-0013.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir drögum að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árin 2013-2015.

            Bæjarráð vísar drögum að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 21. júní n.k.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árin 2013-2015 verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 314. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. júní 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Benedikt Bjarnason.

             

Bæjarráð 755. fundur 18. júní 2012.

3.         Minnisblað. - Erindi Jens Daníels Holm, Suðureyri, Lónið innan

            Suðureyrar.  2006-01-0069.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara vegna erindis Jens Daníels Holm, Suðureyri, er varðar umsókn hans um samning um afnotarétt af Lóninu innan Suðureyrar í Súgandafirði, til áframeldis á fiski.  Erindið hefur verið tekið fyrir í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar og liggur jákvæð umsögn nefndarinnar fyrir, samkvæmt bókun í fundargerð 376. fundar nefndarinnar.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að gerður verði samningur við Jens Daníel Holm til 10 ára, um afnotarétt af Lóninu innan Suðureyrar.

            Forseti lagði til að við lok tillögu bæjarráðs bætist textinn ,,til fiskeldis“.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

            Tillaga bæjarráðs með breytingartillögu forseta samþykkt 9-0.       

 

III.      Tillaga til 314. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. júní 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson og Lína Björg Tryggvadóttir.

             

Bæjarráð 755. fundur 18. júní 2012.

12.       Samráðshópur vegna atvinnuástands á Flateyri. 2011-07-0075.

            Lögð fram fundargerð samráðshóps vegna atvinnuástands á Flateyri frá 5. júní sl., ásamt punktum frá fundi samráðhópsins þann 21. maí sl. og fl.

            Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs verði falið að sækja um stuðning til mennta- og menningarmálaráðuneytis, sem og til velferðarráðuneytis, til þess að tryggja áframhaldandi stuðning við atvinnulausa einstaklinga í bæjarfélaginu á grundvelli þeirrar jákvæðu reynslu, sem áunnist hefur fyrir tilstuðlan „samráðshópsins um aðgerðir gegn atvinnuleysi á Flateyri.“

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

IV.      Tillaga til 314. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. júní 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

             

Bæjarráð 755. fundur 18. júní 2012.

13.       Drög að samkomulagi við Olíudreifingu um flutning olíubirgðastöðvar. 2009-02-0030.

            Lögð fram í bæjarráði drög að samkomulagi Olíudreifingar og Ísafjarðarbæjar, um flutning olíubirgðastöðvar úr Mjósundi á Mávagarð á Ísafirði.  Jafnframt er lögð fram áætlun um meðhöndlun jarðvegs við olíubirgðastöð við Mjósund og Suðurgötu á Ísafirði.

            Bæjarráð vísar drögum að samkomulagi við Olíudreifingu til umræðu í bæjarstjórn.

            Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu undir þessum lið dagskrár.

,,Lagt er til að fyrirliggjandi drög að samningi við Olíudreifingu um flutning olíubirgðastöðvar úr Mjósundi á Mávagarð á Ísafirði, verði falin bæjarráði til úrvinnslu og afgreiðslu, að því gefnu að allir bæjarráðsfulltrúar séu samþykkir afgreiðslu.“

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

V.        Tillaga til 314. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. júní 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir og Kristín Hálfdánsdóttir. 

             

Fræðslunefnd 320. fundur 6. júní 2012.

7.         2011100063 - Skólavogin.

            Lögð fram gögn um skólavogina þar sem sveitarfélagið þarf að taka ákvörðun um hvort það vilji taka þátt í verkefninu.

            Fræðslunefnd leggur til að Ísafjarðarbær taki þátt í skólavoginni.

Tillaga fræðslunefndar samþykkt 7-0.

 

VI.      Tillaga til 314. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. júní 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Sigurður Pétursson.

             

Umhverfisnefnd 376. fundur 13. júní 2012.

9.         2009050011 - Leira í Leirufirði. - Breytingar.

            Lagt fram erindi dags. 8. maí sl. frá Sólberg Jónssyni þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær taki til meðferðar deiliskipulag í landi Kjósar í Leirufirði.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

 

VII.     Tillaga til 314. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. júní 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Benedikt Bjarnason, Eiríkur Finnur Greipsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Sigurður Pétursson,  

             

Umhverfisnefnd 376. fundur 13. júní 2012.

10.       2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri. - Miðsvæði.

            Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags miðsvæðis á Suðureyri er liðinn.

            Tvær athugasemdir bárust. Annarsvegar frá Þorsteini H. Guðbjörnssyni og hins vegar frá Guðmundi Karvel Pálssyni.

 

            Umhverfisnefnd hafnar athugasemd Þorsteins þar sem nefndin telur mikilvægt að þétta byggð á eyrinni vegna skorts á byggingarlandi og nægt aðgengi er að lóðinni eftir öðrum leiðum.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið, Suðureyrarmalir, Suðureyri, Ísafjarðarbæ, verði samþykkt en með þeim breytingum að lóðirnar Freyjugata 4 og Freyjugata 6 verði sameinaðar í eina lóð með stækkuðum byggingarreit. Þannig sé komið til móts við athugasemdir Guðmundar Karvels. Sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs er falið að hafa samband við Guðmund Karvel í samræmi við umræður á fundinum.

 

            Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að staðfest verði að felldur verði úr gildi hluti af deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri, Ísafjarðarbæ.

 

            Tillaga umhverfisnefndar um deiliskipulag á Suðureyrarmölum á Suðureyri          samþykkt  7-0.

            Benedikt Bjarnason gerði grein fyrir atkvæði sínu við þennan lið dagskrár.

            Kristján Andri Guðjónsson gerði grein fyrir hjásetu sinni við þennan lið dagskrár.

            Tillaga umhverfisnefndar um að fella úr gildi hluta að deiliskipulagi

            neðan Aðalgötu á Suðureyri samþykkt 8-0.

 

VIII.   Tillaga til 314. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. júní 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Sigurður Pétursson

             

Fræðslunefnd 321. fundur 18. júní 2012.

2.         2012040037 – Skólamötuneyti.

            Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2012 frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem fram koma hugmyndir að rekstri skólamötuneytis GÍ og hugmyndir að verði á matarskammti.

            Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að til reynslu verði ráðinn matreiðslu-maður til eins árs og að því loknu verði metið hvor leiðin kemur betur út. Þá verði matseðlum breytt í átt að matseðlum leikskólanna og þeir samræmdir eins og hægt er.

            Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki að ráðinn verði matreiðslumaður vegna skólamötuneytis GÍ til eins árs og að því loknu verði metið hvort sú leið komi betur út, en útboð á rekstri mötuneytis.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

IX.  Tillaga til 314. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. júní 2012. Tillagan er frá Albertínu Elíasdóttur og Eiríki Finni Greipssyni. 

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Benedikt Bjarnason, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Héraðssamband Vestfirðinga. - Drög að rekstrarsamningi um íþróttasvæðið á Torfnesi, Ísafirði.  2011-10-0009.

            Lagt er til að fyrirliggjandi drög að samningi við HSV um rekstur á íþróttahúsinu á Ísafirði verði falin bæjarráði til frekari úrvinnslu. (og afgreiðslu, að því gefnu að allir bæjarráðsfulltrúar séu samþykkir afgreiðslunni.)

            Að tillögu Eiríks Finns Greipssonar var textinn innan sviga í ofangreindri tillögu felldur niður.

            Tillaga Albertínu Elíasdóttur og Eiríks Finns Greipssonar með framangreindum breytingum samþykkt 8-0.

 

X.        Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Lína Björg Tryggvadóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Benedikt Bjarnason og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 11/6.  754. fundur.

Fundargerðin er í ellefu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 18/6.  755. fundur.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.      Félagsmálanefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Fundargerðin 12/6.  369. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XII.     Fræðslunefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Daníel Jakobsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Benedikt Bjarnason.

 

Fundargerðin 6/6.  320. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 18/6.  321. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIII.   Íþrótta- og tómstundanefnd.

Fundargerðin 5/6.  133. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV.   Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Fundargerðin 13/6.  376. fundur.

Fundargerðin er í tólf liðum.

Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

XV.     Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar. 2012-06-0084.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti,

 

1. Kosning forseta og varaforseta skv. 14. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögu um forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Gísla H. Halldórsson D-lista, sem forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Albertínu Elíasdóttur B-lista sem 1. varaforseta.

Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Jónu Benediktsdóttur Í-lista, sem 2. varaforseta.

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

2. Kosning í bæjarráð skv. 48. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð 3 aðalmenn og 3 til vara.

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um þrjá aðalmenn og þrjá til vara í bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Eirík Finn Greipsson og Albertínu F. Elíasdóttur, sem aðalmenn í bæjarráð og Gísla H. Halldórsson og Marzellíus Sveinbjörnsson, sem varamenn.

Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur, sem aðalmann í bæjarráð og Kristján Andra Guðjónsson, sem varamann.

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

3. Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara samkv. 15.gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um tvo skrifara bæjarstjórnar og tvo til vara.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Kristínu Hálfdánsdóttur, sem skrifara og til vara Guðfinnu Hreiðarsdóttur.

Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Kristján Andra Guðjónsson, sem skrifara og til vara Örnu Láru Jónsdóttur.   

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

XVI.   Sumarleyfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir XVI. lið dagskrár.

            ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir með vísan til 7. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarskapa bæjarstjórnar, að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2012 og skal bæjarráð hafa heimild til að ráða málum til lykta fyrir hönd bæjarstjórnar þetta tímabil samkvæmt 39. gr. sveitarstjórnarlaga.  Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 6. september 2012.“

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:40.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                         

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                     

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Sigurður Pétursson.                                                              

Kristján Andri Guðjónsson.

Lína Björg Tryggvadóttir.                                                    

Benedik Bjarnason.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?