Bæjarstjórn - 309. fundur - 15. mars 2012

 

 

Dagskrá:

 

I. Tillaga frá 740. fundi bæjarráðs.

Samstarfssamningur við Kómedíuleikhúsið.

II. Tillaga frá 741. fundi bæjarráðs.

Kaupsamningur um dráttarbraut að Suðurtanga 8, Ísafirði.

III. Tillaga frá 741. fundi bæjarráðs. Kauptilboð í tvær vinnuvélar.
IV. Tillaga frá 741. fundi bæjarráðs.

Tilboð í ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ.

V. Tillaga frá 158. fundi hafnarstjórnar. Veðurstöð á Mávagarði, Ísafirði.
VI. Tillaga frá 158. fundi hafnarstjórnar. Skipan starfshóps um framtíðarskipan sprotbátaaðstöðu við Pollinn á Ísafirði.
VII. Tillaga til 309. fundar bæjarstjórnar. Siðareglur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Síðari umræða.
VIII. Fundargerð(ir) bæjarráðs 5/3. og 12/3.
IX. " hafnarstjórnar 29/2.
X. " umhverfisnefndar 7/3.

 

I.         Tillaga til 309. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. mars 2012.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.   

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 740. fundur 5. mars 2012.

4.         Kómedíuleikhúsið. - Samstarfssamningur - drög.  2005-09-0047.

Lögð fram drög að samstarfssamningi á milli Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins á Ísafirði. Samningurinn er til tveggja ára og fjallar um nokkur verkefni, sem Kómedíuleikhúsið tekur að sér fyrir Ísafjarðarbæ. Samningurinn er nokkuð sambærilegur samningi á milli aðila, er gilti fyrir árin 2010 og 2011.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Kómedíuleikhúsið verði samþykktur. Kostnaður bókist á liðinn 05-55-9911.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að 2. töluliður í 2. lið samnings verði felldur niður og aðrir töluliður númeraður í samræmi við það.

            Breytingartillaga forseta samþykkt 9-0.

            Tillaga bæjarráðs með ofangreindri breytingu samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 309. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. mars 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Marsellíus Sveinbjörnsson, Benedikt Bjarnason og Jóna Benediktsdóttir.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 741. fundur 12. mars 2012.

2.         Drög að kaupsamningi um dráttarbraut að Suðurtanga 8, Ísafirði. 2010-06-0074.

Lögð fram drög að kaupsamningi milli Ísafjarðarbæjar og Skipanausts ehf., um væntanleg kaup Skipanausts á dráttarbrautinni að Suðurtanga 8, Ísafirði. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0. 

 

III.      Tillaga til 309. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. mars 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir og Marsellíus Sveinbjörnsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 741. fundur 12. mars 2012.

11.       Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Kauptilboð í vinnuvélar.  2012-02-0080.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 9. mars sl.  Erindið fjallar um eftirfarandi tilboð er borist hafa í vinnuvélar í eigu Ísafjarðarbæjar.  Um er að ræða hæstu tilboð er bárust.

            Tilboð í Venieri traktorsgröfu á Flateyri,

            frá Brynjari Erni Þorbjörnssyni,                                kr. 3.150.000.-

            Tilboð í dráttarvél á Þingeyri,

            frá Brautinni sf.,                                                        kr. 2.400.000.-

Jóhann Birkir óskar eftir heimild bæjarráðs til að mega selja ofangreindum aðilum þessar vinnuvélar og jafnframt að hann megi ráðstafa hluta söluandvirðis, til að gera við hjólaskóflu í eigu Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir ofangreind kauptilboð. 

            Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs verði heimilað að ráðstafa hluta söluverðs til viðgerðar á hjólaskóflu í eigu Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.

            Forseti leggur til að bæjarstjórn staðfesti ofangreindar sölur.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

            Forseti vísar tillögu um ráðstöfun söluhagnaðar frá.

 

IV.      Tillaga til 309. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. mars 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 741. fundur 12. mars 2012.

12.       Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. -Tilboð í ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ.  2012-03-0024.

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, þar sem hann greinir frá tilboðum er borist hafa í ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ.  Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum og hafa þau verið uppreiknuð miðað við áætlaðan ferðafjölda þjónustunnar.

                        F&S Hópferðabílar ehf.,                                kr. 20.264.930.-

                        Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf.,                 kr. 18.306.190.-

                        Stjörnubílar ehf. og Akstur og Trúss ehf.,     kr. 10.434.900.-

Með tilvísun til ofanritaðra tilboða leggur Jóhann Birkir til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Stjörnubíla ehf. og Akstur og Trúss ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Stjörnubíla ehf. og Aksturs og Trúss ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

V.        Tillaga til 309. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. mars 2012. 

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Benedikt Bjarnason.  

 

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar 158. fundur 29. febrúar 2012.

2.  Veðurstöð á Mávagarði, Ísafirði. 2011-01-0034.                                            

 Erindi frá hafnarstjóra er varðar tilboð í veðurstöð frá Vista  að upphæð kr. 934.640.-  og frá MogT að upphæð kr. 1.120.745.-.  Í báðum tilfellum eru tilboðin án uppsetningar.

Hafnarstjórn leggur til að tilboði Vista verði tekið.

            Tillaga hafnarstjórnar samþykkt 9-0.

 

VI.      Tillaga til 309. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. mars 2012.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Benedikt Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Steinþór Bragason.

 

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar 158. fundur 29. febrúar 2012.

5.  Önnur mál.  2009-02-0084. 

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að settur verði á stofn starfshópur, sem gerir tillögur um framtíðarskipulag sportbátaaðstöðu í Pollinum.

Lagt er til að starfshópurinn taki mið af framtíðaráformum sportbátahafnar og sjóvörnum á Ísafirði.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi viðaukatillögu við tillögu hafnarstjórnar fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar.

                ,, Meirihluti B- og D-lista leggur til að umræddur starfshópur verði skipaður. Í honum verði 3-7 fulltrúar auk starfsmanns frá umhverfis- og eignasviði og Ísafjarðarhöfn.

Bæjarráði verði falið að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og skipa hann. Hópurinn skili af sér skýrslu eigi síðar en í lok maí n.k.“

            Viðaukatillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 8-0.

            Tillaga hafnarstjórnar með viðaukatillögunni samþykkt 8-0.

 

VII.     Tillaga til 309. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. mars 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

Setning siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Ísafjarðarbæ, önnur umræða. 

Lögð fram af Albertínu F. Elíasdóttur, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, endurskoðuð drög að siðareglum kjörinna fulltrúa í Ísafjarðarbæ.

Fyrri umræða var á 300. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 15. september 2011.  Á þeim fundi var siðareglunum vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi breytingartillögur.

Tillaga við 3. grein.  Í stað orðsins ,,hagsmunalegs“ í lokasetningu komi orðið ,,persónulegs“.

Tillaga við 3. grein samþykkt 8-0.

Tillaga við 7. grein.  Greinin í heild sinni hljóði svo eftir breytingar. ,,Kjörnir fulltrúar gæti þess að við stöðuveitingar hjá Ísafjarðarbæ liggi einungis málefnalegar forsendur að baki vali á starfsmönnum.“

Tillaga við 7. grein samþykkt 4-3. 

Benedikt Bjarnason gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 

Jóna Benediktsdóttir, lagði fram svohljóðandi breytingatillögu.

Tillaga við 3. grein.  Við lok greinarinnar bætist textinn ,,sem þeir tengjast“.

Tillagan við 3. grein samþykkt 9-0.

 

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Ísafjarðarbæ þannig breyttar og með leiðréttum texta í 6. grein samþykktar í heild sinni 9-0.

 

VIII.   Bæjarráð. 

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Dagur H. Rafnsson, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Benedikt Bjarnason, Marsellíus Sveinbjörnsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Fundargerðin 5/3.  740. fundur.

Fundargerðin er í tuttugu og tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 12/3.  741. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Hafnarstjórn.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Fundargerðin 29/2.  158. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.   Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Benedikt Bjarnason, Marsellíus Sveinbjörnsson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 7/3.  371. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.  

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.

Steinþór Bragason.                                                              

Marsellíus Sveinbjörnsson.                                                   

Dagur Hákon Rafnsson.                                                      

Benedikt Bjarnason.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?