Bæjarstjórn - 297. fundur - 9. júní 2011

Fjarverandi aðalfulltrúar: Eiríkur Finnur Greipsson í h. st. Guðný Stefanía Stefáns-dóttir.  Albertína F. Elíasdóttir í h. st. Marsellíus Sveinbjörnsson.  Lína Björg Tryggva- dóttir í h. st. Benedikt Bjarnason.  

 

Dagskrá:  

 

 

I. Tillaga frá 702. fundi bæjarráðs       Markaðssmál og ímynd Vestfjarða
II. Tillaga frá 704. fundi bæjarráðs   Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ
III. Tillaga frá 704. fundi bæjarráðs   Veitingaleyfi Langa Manga, Ísafirði
IV. Tillaga frá 704. fundi bæjarráðs   Breyting á skipan í fræðslunefnd
V. Tillaga frá 356. fundi félagsmálanefndar     Aukið stöðugildi í heimaþjónustu
VI. Tillaga frá 356. fundi félagsmálanefndar  Heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, húsaleiga
VII. Tillaga frá 153. fundi hafnarstjórnar  Dýpkun í Skutulsfirði og Súgandafirði
VIII. Tillaga frá 352. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag vegna hjúkrunarheimilis á Torfnesi, Ísafirði
IX. Tillaga frá 352. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag snjóflóðavarna undir Gleiðarhjalla, Skutulsfirði
X. Fundargerð(ir) bæjarráðs 23/5., 30/5. og 3/6
XI. " atvinnumálanefndar 23/5.
XII. " barnaverndarnefndar 19/5 og 26/5.
XIII. " félagsmálanefndar 17/5.
XIV. " hafnarstjórnar 19/5.
XV. " umhverfisnefndar 25/5.

 

I.          Tillaga frá 702. fundi bæjarráðs. - Markaðsmál og ímynd Vestfjarða.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson, Benedikt Bjarnason, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.  

 

3.         Minnisblað bæjarstjóra. - Markaðsmál og ímynd Vestfjarða.  2011-03-0158.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að farið verði í verkefnið ,,Markaðs- og ímyndarmál Vestfjarða“, fjármögnun er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2011.

            Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi tillögu Í- lista undir þessum lið dagskrár. ,,Leggjum til að fjármögnun vegna málsins verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012“.

            Breytingartillaga Í-lista samþykkt 8-1.

Tillaga bæjarráðs, svohljóðandi eftir áorðnar breytingar, borin undir atkvæði:

            ,,Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í verkefnið ,,Markaðs- og ímyndarmál Vestfjarða“ og leggur jafnframt til að fjármögnun verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.“

            Tillagan þannig breytt samþykkt 8-1.

 

II.        Tillaga frá 704. fundi bæjarráðs. - Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Benedikt Bjarnason, Sigurður Pétursson, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

 

3.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Almenningssamgöngur í

            Ísafjarðarbæ.  2011-03-0098.

            Lagt er til í bréfi Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra, að samið verði við F&S hópferðabíla ehf., um framlengingu á gildandi samningi, til eins árs,  miðað við þær breytingar er fram koma í  bréfi hans.

            Jafnframt er lagt til í sama bréfi, að bæjarráð veiti Jóhanni B. Helgasyni, í samráði við bæjarstjóra, heimild til að semja til eins árs við annan aðila um skólaakstur í Skutulsfirði.  Samningur verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. 

            Bæjarráð samþykkir erindin og leggur til að tillaga um samning við F&S hópferðabíla ehf., verði lögð fyrir bæjarstjórn. Bæjarráð telur þó að skoða þurfi betur með ferðir seinnipartinn til Suðureyrar, hugsanlega má samnýta Þingeyrarferð kl. 15:00 og ferðaþjónustu fatlaðra.

            Bæjarráð leggur til að samið verði við F&S hópferðabíla ehf., um framlengingu á gildandi samningi, til eins árs,  með þeirri breytingu að skólaakstur í Skutulsfirði fellur út, líkt og fram kemur í bréfi sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til bæjarráðs.

            Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um samning við F&S hópferðabíla ehf. 8-1.

 

III.       Tillaga frá 704. fundi bæjarráðs. - Veitingaleyfi Langa Manga, Ísafirði.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Marsellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Benedikt Bjarnason og Sigurður Pétursson.

 

4.         Minnisblað bæjarritara. - Umsagnir um umsókn Langa Manga, um

            endurnýjun rekstrarleyfis.  2010-06-0042.

            Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis, hvorki út frá staðsetningu húseignarinnar sem um ræðir, né fyrirkomulag húsnæðisins.  Hins vegar er gerð athugasemd við snyrtimennsku og umgengni í kringum staðinn og mælst til að áréttað sé við sýslumann, að rekstraraðili hugi að þeim málum.

            Eldvarnaeftirlitsmaður Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar gerir í skýrslu sinni alvarlegar athugasemdir við brunavarnir húsnæðisins og tekur fram að lítið hafi verið gert til úrbóta frá síðustu skoðun þar áður, samkvæmt kröfubréfi dagsettu 27. maí 2010.

            Sökum þessa getur eldvarnareftirlitsmaður ekki fallist á að rekstrarleyfi verði gefið út, þar sem brunavarnir húsnæðisins eru ekki í lagi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða leyfisveitingu. Þó er skilyrði að kröfur eldvarnareftirlitsins verði uppfylltar.

            Gísli H. Halldórsson,forseti lagði fram svohljóðandi tillögu undir þessum lið dagskrár:

            ,,Bæjarstjórn gerir eftirfarandi athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfis til Langa Manga. Huga þarf betur að snyrtimennsku og góðri umgengni í kring um veitingastaðinn ef leyfið verður endurnýjað. Ekki er hægt að fallast á endurnýjun rekstrarleyfis fyrr en farið hefur verið að tilmælum eldvarnareftirlits Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.“

 

            Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi breytingar-tillögu:

            ,,Opnunartími verði aðeins til kl. 01:00 eftir miðnætti aðfaranótt laugardags og aðfaranótt sunnudags.“

            Tillaga Kristjáns Arna Guðjónsonar felld 6-3.

 

Tillaga forseta óbreytt samþykkt 8-0.

 

IV.       Tillaga frá 704. fundi bæjarráðs. - Breytingar á skipan í fræðslunefnd.

                Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

12.       Minnisblað formanns bæjarráðs. - Breytingar á skipan í fræðslunefnd.

            Lagt fram minnisblað frá Eiríki Finni Greipssyni, formanni bæjarráðs, dagsett 1. júní sl., þar sem hann gerir grein fyrir væntanlegum breytingum á fulltrúa í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar, þar sem Margrét Halldórsdóttir, formaður, fer úr nefndinni, en lagt verður til að Gísli H. Halldórsson komi í hennar stað og verði jafnframt formaður nefndarinnar.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

            Tillaga um að Gísli H. Halldórsson taki sæti í fræðslunefnd í stað Margrétar Halldórsdóttur og veiti nefndinni formennsku samþykkt 9-0.

 

V.        Tillaga frá 356. fundi félagsmálanefndar. - Stöðugildi í heimaþjónustu.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

3.         Heimaþjónusta Ísafjarðarbæjar.  2011-03-0107

             Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að stöðugildi í heimaþjónustu á Þingeyri verði aukið um 7,5% af heilu stöðugildi.

            Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.

 

VI.       Bókun frá 356. fundi félagsmálanefndar. - Heimahjúkrun Heilbrigðisst.           Vestfjarða.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Sigurður Pétursson.  

 

7.         Heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 2010-03-0077 

            Starfsmenn kynntu niðurstöður viðræðna við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um leiguverð húsnæðis á Hlíf fyrir heimahjúkrun. Starfsmenn leggja til að gengið verði að tilboði Heilbrigðisstofnunarinnar.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, leggur til að gengið verði að tilboði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða varðandi greiðslu á húsaleigu fyrir aðstöðu heima-hjúkrunar á Hlíf, Ísafirði.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

VII.     Tillaga frá 153. fundi hafnarstjórnar. - Dýpkun í Skutulsfirði og           Súgandafirði.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

 

3.         Minnisblað hafnarstjóra. - Dýpkun við Mávagarð, Skutulsfirði og í       Súgandafirði.  

            Hafnarstjórn leggur til að farið verði að tillögum hafnarstjóra. Minnisblaðið gerir ráð fyrir því að viðbótarkostnaður verði alls kr. 5.196.168.-, en hlutur hafnarsjóðs er 25%. (kr. 1.299.042.-)

            Tillaga hafnarstjórnar samþykkt 9-0.

 

VIII.    Tillaga frá 352. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag hjúkrunarheimilis á   Torfnesi.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

7.         Deiliskipulag hjúkrunarheimilis á Torfnesi, Ísafirði. 2011-04-0052.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu vegna hjúkrunarheimilis á Torfnesi, Ísafirði.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

IX.       Tillaga frá 352. fundi umhverfisn. - Deiliskipulag snjóflóðavarna undir            Gleiðarhjalla, Skutulsfirði.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

 

8.         Deiliskipulag vegna snjóflóðavarna undir Gleiðarhjalla, Skutulsfirði.

            2011-05-0028.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu vegna snjóflóðavarnargarða undir Gleiðarhjalla.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

X.        Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson og Benedikt Bjarnason.

 

Fundargerðin 23/5.  702. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 30/5.  703. fundur.

Fundargerðin er í sautján liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 3/6.  704. fundur.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.       Atvinnumálanefnd.

Fundargerðin 23/5.  108. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XII.     Barnaverndarnefnd.

Fundargerðin 19/5.  117. fundur.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 26/5.  118. fundur.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIII.    Félagsmálanefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Benedikt Bjarnason, Sigurður Pétursson og Marsellíus Sveinbjörnsson.

 

Fundargerðin 17/5.  356. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV.    Hafnarstjórn.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 19/5.  153. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XV.     Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

 

Fundargerðin 25/5..  352. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

 

 Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 19:19.

 

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir.                                                           

Kristín Hálfdánsdóttir.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                       

Marsellíus Sveinbjörnsson.

Kristján Andri Guðjónsson.                                                   

Arna Lára Jónsdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                                

Benedikt Bjarnason.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?