Bæjarstjórn - 296. fundur - 20. maí 2011

Fjarverandi aðalfulltrúar: Sigurður Pétursson í h. st. Benedikt Bjarnason. Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi kl. 19:10 eftir I. og II. dagskrárlið og í h. st. kom Guðný Stefanía Stefánsdóttir. 

 

Dagskrá:

 

I. Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs Ráðning sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar
II. Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs Ráðning sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar
III. Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs Greiðsla til Edinborgarhússins ehf. vegna skuldauppgjörs
IV. Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs Framkvæmdir við Hlíf I og Hlíf II
V. Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs Drög að reglugerð um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða
VI. Tillaga frá 700. fundi bæjarráðs Snjóflóðavarnir undir Kubba, Skutulsfirði
VII. Tillaga frá 700. fundi bæjarráðs Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla
VIII. Tillaga frá 700. fundi bæjarráðs Hjallabyggð á Suðureyri, gatnaframkv.
IX. Tillaga frá 700. fundi bæjarráðs Lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ
X. Tillaga frá 14. fundi nefndar um sorpmál Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ
XI. Tillaga frá 351. fundi umhverfisnefndar Reglur um úthlutun lóða
XII. Fundargerð(ir) bæjarráðs 2/5., 9/5. og 16/5.
XIII. " Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. 25/2. og 13/4.
XIV. " nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ 4/5.
XV. " umhverfisnefndar 11/5.
XVI.

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010

Síðari

 

I.         Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs. - Ráðning sviðsstjóra umhverfis- og    eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

1.         Starfsmannamál á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar.  2011-04-0092.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Jóhann Birkir Helgason, Hnífsdal, verði ráðinn sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

            Tillaga bæjarráðs um ráðningu Jóhanns Birkis Helgasonar, sem sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs samþykk 9-0.

 

II.        Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs. - Ráðning sviðsstjóra skóla- og

            tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

         Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína F. Elíasdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Benedikt Bjarnason og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

1.         Starfsmannamál á skóla- og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar.  2011-04-0100.

            Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn, að Margrét Halldórsdóttir, Ísafirði, verði ráðin sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

Albertína F. Elíasdóttir, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.

     ,,Það er mjög leitt hvernig umræða um ráðningu sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs hefur þróast á undanförnum vikum og dögum.  Sömuleiðis er leitt hvernig Capacent hefur að hluta til brugðist í sínu hlutverki.  Í ljósi þessarar reynslu mun ég á næstu dögum ræða í meirihlutanum, sem og við minnihlutann, ráðningar sveitarfélagsins og þá taka það upp á vettvangi bæjarráðs og bæjarstjórnar hvort ástæða sé til að fara yfir feril ráðningamála hjá sveitarfélaginu og leita leiða til að gera ráðningarferlið skýrara, gegnsærra og skilvirkara.  Þannig yrði það tillaga mín að skipaður yrði 3 manna starfshópur úr hópi bæjarstjórnar, auk bæjarstjóra, til að fara yfir þessi mál og leggja fram tillögu að vinnulagi eigi síðar en á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir sumarfrí.“

 

Lína Björg Tryggvadóttir, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi tillögu undir þessum lið dagskrár.

            ,,Ég undirrituð legg fram tillögu varðandi ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.  Ég legg til að fengið verði annað mat hjá öðru ráðgjafafyrirtæki.  Láta það fyrirtæki tala við þá 4 aðila, sem voru metnir hæfastir af Capacent.“

Undirritað: Lína Björg Tryggvadóttir.

 

            Að mati Gísla H. Halldórssyni, forseta, er um frávísunartillögu að ræða og því ber að ræða hana og bera undir atkvæði strax.

 

            Frávísunartillaga Línu Bjargar Tryggvadóttur felld 5-4.

 

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi bókun við atkvæðagreiðslu um tillögu Línu Bjargar Tryggvadóttur.

            ,,Bæjarfulltrúum Í-lista þykir leitt, að meirihluti sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks skuli slá á þá sátta hönd, sem fram hefur verið borin, um að fá nýtt mat á hæfi umsækjenda, til að fá úr því skorið hvort staðið hafi verið faglega að mati umsækjenda.  Það var von okkar fulltrúa Í-listans, að samstaða næðist um það, að ástunda fagleg vinnubrögð og leita til nýs matsaðila í ljósi þeirra ágalla, sem hafa komið fram í mati Capacent.“

Undirritað: Arna Lára Jónsdóttir, Benedikt Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson og Lína Björg Tryggvadóttir.      

            Tillaga meirihluta bæjarráðs um ráðningu Margrétar Halldórsdóttur, sem sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, samþykkt 5-4.

            Benedikt Bjarnason gerði grein fyrir mótatkvæði sínu.

 

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista.

            ,,Í-listinn telur að engar nýjar upplýsingar varðandi mat á hæfi umsækjenda um stöðu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs hafi komið fram frá því að málið var tekið fyrir í bæjarráði 2. maí sl. og tekur heilshugar undir bókun Örnu Láru Jónsdóttur, fulltrúa Í-listans í bæjarráði, þar kemur fram, að ekki hafi verið staðið faglega að ráðningunni og að hún sé ekki tekin með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.“

Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Línu Björg Tryggvadóttur, Benedikt Bjarnasyni og Kristjáni Andra Guðjónssyni.  

 

III.      Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs. - Greiðsla til Edinborgarhússins ehf., vegna skuldauppgjörs.

         Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Albertína F. Elíasdóttir og Benedikt Bjarnason.

 

2.         Minnisblað bæjarritara. - Dagskrártillögu vegna Edinborgarhússins ehf., vísað til bæjarráðs frá 295. fundi bæjarstjórnar.  2010-05-0004.

            ,,Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Ísafjarðarbær samþykki að greiða allt að kr. 8,6 milljónir, sem lið í skuldauppgjöri Edinborgarhússins ehf., Ísafirði, við kröfuhafa.  Litið verði svo á að umrædd fjárhæð sé fyrirfram greidd húsaleiga Ísafjarðarbæjar vegna afnota af húsnæði Edinborgarhússins ehf.  og geti numið allt að kr. 600.000.- á ári. Greiðslan verði fjármögnuð með sölu eigna Ísafjarðarbæjar.“

            Tillaga bæjarráðs um greiðslu á kr. 8,6 milljónum til Edinborgarhússins ehf., samþykkt 9-0.

 

IV.       Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs. - Framkvæmdir við Hlíf I og Hlíf II.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

4.         Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Framkvæmdir við Hlíf I og Hlíf II

            á Ísafirði.  2009-03-0030.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að fara  í útboð á verkinu ,,Framkvæmdir við Hlíf I og Hlíf II.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

V.      Tillaga frá 699. fundi bæjarráðs. - Drög að reglugerð um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða.

         Til máls tóku:   Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Benedikt Bjarnason.

 

11.       Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Drög að reglugerð um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða.  2011-04-0098.

            Tillaga bæjarráðs að ályktun:

            ,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að hefja nú þegar öflugar rannsóknir á vistkerfi sjávar inn á fjörðum Vestfjarða.

            Sérstaklega verði skoðuð áhrif veiðarfæra á vistkerfið, með samstarfi Hafrannsóknarstofnunar, Háskólaseturs Vestfjarða og Náttúrustofu Vestfjarða. Mjög skiptar skoðanir eru í samfélaginu um áhrif t.d. dragnótaveiða og takmörkuð þekking er til staðar um mikilvægi vistkerfis fjarðanna sem uppeldisstöðva sjávarfangs. Með slíku rannsóknarstarfi yrði skotið enn traustari fótum undir starfsstöð Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði, Háskólasetur Vestfjarða og starfsemi Náttúrustofu Vestfjarða, en umfram allt er þó mikilvægast að efla þekkingu vísindasamfélagsins á vistkerfi fjarðanna.“

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að ofangreind tillaga að ályktun verði samþykkt.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.

Benedikt Bjarnason gerði grein fyrir hjásetu sinni.

 

VI.       Tillaga frá 700. fundi bæjarráðs. - Snjóflóðavarnir undir Kubba, Skutulsfirði.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

3.         Bréf bæjartæknifræðings. - Snjóflóðavarnir undir Kubba, Skutulsfirði. 2010-12-0048.

            Alls bárust sex tilboð í verkið og var Geirnaglinn ehf., Ísafirði, með lægsta tilboðið kr. 213.283.690.-.  Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 299.099.000.-.  Í bréfi Framkvæmdasýslunnar er mælt með að tilboði Geirnaglans ehf., Ísafirði, sé tekið.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Geirnaglans ehf., verði tekið.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

VII.     Tillaga frá 700. fundi bæjarráðs. - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir, Albertína F. Elíasdóttir, Benedikt Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

 

Albertína F. Elíasdóttir, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi viðaukatillögu undirritaða af öllum bæjarfulltrúum undir þessum lið dagskrár.

     ,, Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir því að kannaður verði möguleikinn á,  að hlífa skógrækt innan við Stórurð, við framkvæmdum á varnargarði neðan Gleiðarhjalla.“

 

4.         Bréf bæjartæknifræðings. - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, Skutulsfirði. - Frumathugun.  2008-11-0026.

            Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs/bæjarstjórnar á Frumathugun 2, svo hægt sé að hefjast handa við umhverfismat framkvæmda og deiliskipulagsvinnu vegna þessa verkefnis.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að staðfest verði Frumathugun 2, vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla, Skutulsfirði.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

     Viðaukatillagan samþykkt 9-0.

 

VIII.    Tillaga frá 700. fundi bæjarráðs. - Hjallabyggð á Suðureyri, gatnaframkvæmdir.

         Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Benedikt Bjarnason.

 

5.         Bréf bæjartæknifræðings. - Hjallabyggð á Suðureyri, gatnaframkvæmdir. Tilboð íbúa við Hjallabyggð um framkvæmdir og fjármögnun. 2011-05-0001.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tilboði íbúa við Hjallabyggð á Suðureyri, um framkvæmdir og fjármögnun, verði tekið.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

IX.       Tillaga frá 700. fundi bæjarráðs. - Lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ.

         Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Arna Lára Jónsdóttir og Benedikt Bjarnason,

 

8.         Minnisblað bæjarritara til bæjarráðs. - Lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ.   2007-04-0048.

            Bæjarráð vísaði drögum að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að lögreglusamþykktin eins og hún er fram lögð í bæjarstjórn verði samþykkt.

            Tillaga forseta samþykkt 8-0.

 

X.        Tillaga frá 14. fundi nefndar um sorpmál. - Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Benedikt Bjarnason og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

1.         Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ.

            Nefnd um sorpmál leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að tillögur nefndarinnar um heildar gjaldskrá verði samþykktar.  Gjaldskrá fylgir gögnum bæjarstjórnar.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, bæjarfulltrúi, lagði fram svohljóðandi breytingatillögu undir þessum lið dagskrár.

            ,, Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að verktaki í sorphirðu og sorpeyðingu í Ísafjarðarbæ, hafi heimild til að bjóða þeim viðskiptavinum, sem koma með t.d 400 tonn  af almennu sorpi til eyðingar á ári sérstök kjör.  Verðið skal þó ekki vera lægra en kr. 27.- pr. kg.  Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá nánari útfærslu á þeim magnafsláttum, sem  verða í boði fyrir stóra viðskiptavini verktakans.“

            Breytingartillaga Kristínar Hálfdánsdóttur samþykkt 9-0.

            Tillaga nefndar um sorpmál, um gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps með Breytingartillögu Kristínar Hálfdánsdóttur samþykkt 9-0.   

 

XI.       Tillaga frá 351. fundi umhverfisnefndar. - Reglur um úthlutun lóða.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

3.         2011040074 - Reglur um úthlutun lóða.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að reglurnar verði samþykktar. Reglurnar fylgja gögnum bæjarstjórnar.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

XII.     Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína F. Elíasdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.   

 

Fundargerðin 2/5.  699. fundur.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundagerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 975.  700. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 16/5.  701. fundur.

Fundargerðin er í fjórtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIII.    Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.

Fundargerðin 25/2.  70. fundur.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 13/4,  71. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV.    Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.

Fundargerðin 4/5.  14. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XV.     Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Albertína F. Elíasdóttir.

Fundargerðin 11/5.  351. fundur.

Fundargerðin er í ellefu liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XIX.    Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010, síðari umræða.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.

 

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram að nýju og gerði bæjarstjórn grein fyrir ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2010, ásamt því að leggja fram skoðunarskýrslur skoðunarmanna Ísafjarðarbæjar þeirra Bryndísar G. Friðgeirsdóttur og Steinþórs B. Kristjánssonar, sem og áritun óháðs endurskoðanda  Guðmundar E. Kjartanssonar, hjá Endurskoðun Vestfjarða ehf., Ísafirði.

            Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja  fyrir árið 2010, lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að ársreikningurinn ásamt skoðunarskýrslu skoðunarmanna og áritun  óháðs endurskoðanda, yrði samþykktur.

            Tillaga forseta samþykkt  9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 21:10.

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar

Eiríkur Finnur Greipsson

Kristín Hálfdánsdóttir

Guðfinna Hreiðarsdóttir

Albertína Elíasdóttir

Kristján Andri Guðjónsson

Arna Lára Jónsdóttir

Benedikt Bjarnason

Lína Björg Tryggvadóttir

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?