Bæjarstjórn - 294. fundur - 7. apríl 2011

Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðfinna Hreiðarsdóttir í h. st. Margrét Halldórsdóttir. Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Benedikt Bjarnason. Lína B. Tryggvadóttir í h. st. Ragnhildur Sigurðardóttir.

 

Dagskrá 

I. Tillaga frá 694. fundi bæjarráðs Samningur við Sorpurðun Vesturlands.
II. Tillaga frá 695. fundi bæjarráðs Ný lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ. Fyrri umræða í bæjarstjórn.
III. Tillaga frá 695. fundi bæjarráðs Verkefnið Euróvísir
IV. Tillaga frá 12. fundi sorpnefndar Samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ
V. Tillaga frá 349. fundi umhverfisnefndar Sumarbústaðalóð Dagverðardal.
VI. Bókun frá 349. fundi umhverfisnefndar Grenjavinnsla 2011. Tillaga formanns bæjarráðs og bæjarstjórnar.
VII. Bókun frá 349. fundi umhverfisnefndar Taka malarefnis af hafsbotni.
VIII. Tillaga frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa Landssamtök landeigenda á Íslandi
IX. Tillaga vegna gjaldskrár sorphirðugjalda í Ísafjarðarbæ  
X. Menningarsamningur 2011-2013  
XI. Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál  
XII. Fundargerð(ir) bæjarráðs 30/3. og 4/4.
XIII. " Byggðarsamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra 23/3.
XIV. " félagsmálanefndar 22/3.
XV. " nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ 16/3
XVI. " starfshóps um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 28/3.
XVII. " umhverfisnefndar 30/3.
XVIII. Staða mála í Engidal Skutulsfirði  

 

I.       Tillaga frá 694. fundi bæjarráðs. - Samningur við Sorpurðun Vesturlands.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

2.         Sorpurðun Vesturlands - Ísafjarðarbær.  Samningur um urðun úrgangs.

            2011-01-0069.

                        Lagður fram óundirritaður samningur á milli Sorpurðunar Vesturlands hf. og Ísafjarðarbæjar, um urðun úrgangs á urðunarstað SV í landi Fíflholta á Mýrum, Borgarbyggð.   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Sorpurðun Vesturlands verði samþykktur. 

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

II.      Tillaga frá 695. fundi bæjarráðs. - Ný lögreglusamþykkt fyrir    Ísafjarðarbæ.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson, Albertína Elíasdóttir og Sigurður Pétursson.

 

3.         Drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ.  2007-04-0048.

            Lögð fram drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið Ísafjarðarbæ.           Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drögum að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

            Tillaga um vísan til annarrar umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar samþykkt 9-0.

 

III.     Tillaga frá 695. fundi bæjarráðs. - Verkefnið Evróvísir ofl.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir, Margrét Halldórsdóttir og Albertína Elíasdóttir.

 

7.         Bréf íþrótta- og tómstundafulltrúa. - Greinargerð vegna Evróvísis ofl.

            Lögð fram greinargerð Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa, vegna Evróvísis og sjálfboðaliðaverkefna.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að beiðni íþrótta- og tómstundafulltrúa um ráðstöfun fjár, er fram kemur í greinargerðinni, verði samþykkt.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

IV.       Tillaga frá 12. fundi sorpnefndar. - Samþykkt um sorphirðu í    Ísafjarðarbæ.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Benedikt Bjarnason, Ragnhildur Sigurðardóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.

 

2.         Samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um sorphirðu verði samþykkt.

            Tillaga sorpnefndar samþykkt 9-0.

 

V.        Tillaga frá 349. fundi umhverfisnefndar. - Sumarbústaðarlóð Dagverðardal.  

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Albertína Elíasdóttir.

 

5.         2009080018 - Sumarbústaðarlóð í Dagverðardal/Tungudal. - Umsókn.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum, sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.

 

            Albertína Elíasdóttur lagði fram svohljóðandi tillögu undir þessum lið dagskrár.  ,,Legg til að tillögu umhverfisnefndar um úthlutun lóðar á dagverðardal verði vísað aftur til umhverfisnefndar.“

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

VI.       Bókun frá 349. fundi umhverfisnefndar. - Grenjavinnsla 2011.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Benedikt Bjarnason, Albertína Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson og Ragnhildur Sigurðardóttir.  

 

10.       2011-02-0094 - Grenjavinnsla 2011.

Umhverfisnefnd óskaði eftir afstöðu bæjarstjórnar hvað málið varðar og frestar erindinu þar til afstaða bæjarstjórnar liggur fyrir.

Tillaga formanns bæjarráðs og bæjarstjóra,  5. liðar 693. fundar  bæjarráðs. 

Tillaga til 294. fundar bæjarstjórnar. - Eyðing refa og minka í Ísafjarðarbæ 2011.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að framlagi á fjárhagsáætlun til eyðingar refa og minka verði ráðstafað til verkefnisins í samráði við veiðimenn, sem og æðar- og sauðfjárbændur.  Bæjarstjórn felur bæjarstjóra, að ganga frá samkomulagi þess efnis.

Með tilvísun til gífurlegra fjárhagslegra hagsmuna bænda, samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar,  að beita sér fyrir mótframlögum frá ríki til sveitarfélaga til eyðingar refa og minka og til rannsókna þessu tengdu.

            Tillagan samþykkt 6-0.

 

 VII.    Bókun frá 349. fundi umhverfisnefndar. - Taka malarefnis af hafsbotni

            í Skutulsfirði.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Albertína Elíasdóttir.

 

13.       2011020108 - Taka malarefnis af hafsbotni í Álftafirði og Skutulsfirði við        Ísafjarðardjúp.

Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 2. mars sl., þar sem umhverfisnefnd óskaði umsagnar hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindinu.

Erindi umhverfisnefndar var síðan tekið fyrir á  fundi í hafnarstjórn 8. mars sl.

            Þar sem vinnslu málsins er ekki að fullu lokið, lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, fram þá tillögu að málinu verði vísað til umhverfisnefndar til frekari vinnslu. 

            Tillaga forseta samþykkt 8-0.

 

Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi bæjarstjórnar undir þessum lið dagskrár.

 

VIII.    2011-04-0095 - Tillaga frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa. - Landssamtök landeigenda

            á Íslandi.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Benedikt Bjarnason.

 

,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að segja Ísafjarðarbæ nú þegar úr Landssamtökum landeigenda á Íslandi.  Bæjarstjóra verði falið að fylgja málinu eftir.“

            Tillaga Sigurðar Péturssonar samþykkt 9-0.

 

 IX.       Tillaga vegna gjaldskrár sorphirðugjalda í Ísafjarðarbæ.

            Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Benedikt Bjarnason.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.

,,Bæjarfulltrúar Í-listans leggja áherslu á það, að íbúar Ísafjarðarbæjar þurfi ekki að taka á sig aukin útgjöld vegna skila á sorpi til söfnunarstöðva á rusli, sem fellur til vegna venjulegs heimilishalds.

Íbúðaeigendur í Ísafjarðarbæ greiða nú þegar með hæstu sorpgjöldum, sem þekkjast í sveitarfélagi hér á landi og teljum við því ekki réttlætanlegt, að leggja auknar álögur á íbúa vegna þess málaflokks.

Bæjarfulltrúar Í-listans hafa í vetur lagt áherslu á þetta sjónarmið í öllum umræðum um breytingar í sorpmálum og munu halda áfram að vinna að því markmiði, að venjulegt heimilissorp, sem skilað er til söfnunarstöðva, beri ekki aukin útgjöld.“

Undirritað af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Ragnhildi Sigurðardóttur og Benedikt Bjarnasyni. 

 

            Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ.  Tillagan var samþykkt á 13. fundi nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ, er haldinn var þann 5. apríl sl.

            Tillaga kom fram á fundinum frá Kristínu Hálfdánsdóttur, formanni sorpnefndar, um að ákvörðun um gjaldskrá sorphirðugjalda í Ísafjarðarbæ verði frestað.

            Tillaga Kristínar Hálfdánsdóttur samþykkt 8-0.

  

X.        Menningarsamningur ríkis og sveitarfélaga á Vestfjörðum.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir og Sigurður Pétursson.

 

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar liggur fyrir samningur mennta- og menningarmála- ráðherra, iðnaðarráðherra og Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir hönd eftirtalinna sveitarfélaga á Vestfjörðum: Árneshrepps, Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.  Jafnframt liggur fyrir bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 6. apríl sl., er varðar endurnýjun á samningi milli ofangreindra aðila. Fjórðungssambandið óskar eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til ofangreinds samnings.

            Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir ofangreindan samning á milli ríkisins og greindra sveitarfélaga á Vestfjörðum 9-0.

 

XI.       Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson og Albertína Elíasdóttir.

 

Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur samningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál, í tengslum við samning um samstarf ríkis og sveitarfélaga um menningarmál á Vestfjörðum á árunum 2011-2013.

            Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir ofangreindan samning um menningarmál á milli sveitar-félaganna á Vestfjörðum 9-0.

 

XII.     Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson, Benedikt Bjarnason og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 30/3.  694. fundur.

Fundargerðin er í ellefu  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 4/4.  695. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIII.    Byggðasamlag Vestfjarða.

Fundargerðin 23/3.  4. fundur.

Fundargerðin er í ellefu liðum.

Fundagerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV.    Félagsmálanefnd.

Fundargerðin 22/3.  354. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XV.     Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.

Fundargerðin 16/3.  12. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVI.    Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Fundargerðin 28/3.  9. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVII.  Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 30/3.  349. fundur.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

 

 

XVIII. Staða mála í Engidal, Skutulsfirði.

             Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson og Benedikt Bjarnason.

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarstjórn grein fyrir þeirri vinnu, sem er í gangi hvað varðar m.a. samskipti við eigendur búfjár í Engidal í Skutulsfirði o.fl., er varðar Funamálið.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir að tekin yrði á dagskrá neðangreind tillaga og var það samþykkt 9-0.

,,Bæjarstjórn felur bæjarráði að koma fram fyrir sína hönd í málum sem varða díoxínmengun í Engidal fram að næsta fundi bæjarstjórnar, enda verði ekki uppi ágreiningur í bæjarráði.“

       Tillaga forseta samþykkt 9-0.

      

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 20:13.

 

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                       

Kristín Hálfdánsdóttir.

Margrét Halldórsdóttir.                                                          

Albertína F. Elíasdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                                

Arna Lára Jónsdóttir.

Ragnhildur Sigurðardóttir.                                                     

Benedikt Bjarnason.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?