Bæjarstjórn - 291. fundur - 27. janúar 2011

Fjarverandi aðalfulltrúi: Eiríkur Finnur Greipsson og í h. st. Margrét Halldórsdóttir.

Í upphafi fundar las Gísli H. Halldórsson, forseti, bréf frá Jónu Benediktsdóttur, þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 1. febrúar til 31. júlí 2011. 
 

Dagskrá: 

 I.

 Tillaga frá 290. fundi bæjarstjórnar

 Fjárhagsáætlun 2011
 II.

 Tillaga frá 685. fundi bæjarráðs

 Álagning fasteignagjalda 2011
 III.

 Tillaga frá 685. fundi bæjarráðs

 Samningsumboð Samb. ísl. svf
 IV.

 Tillaga frá 686. fundi bæjarráðs

 Byggðakvóti 2010/2011
 V.

 Tillaga frá 686. fundi bæjarráðs

 Edinborgarhúsið ehf
 VI.

 Tillaga frá 686. fundi bæjarráðs

 Samþykkt um hverfisráð
 VII.

 Tillaga frá 120. fundi íþrótta- og tómstundanefndar

 Vatnsleikjadagar í sundlaugum
 VIII.

 Tillaga frá 120. fundi íþrótta- og tómstundanefndar

 Þjónustusamningur
 IX.

 Tillaga frá 120. fundi íþrótta- og tómstundanefndar

 Samningar við BÍ
 X.

 Tillaga frá 2. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 
 á Ísafirði

 Bygging hjúkrunarheimilis
 XI.

 Tillaga frá 345. fundi umhverfisnefndar

 Deiliskipulag
 XII.

 Tillaga frá 345. fundi umhverfisnefndar

 Umferðarstofa
 XIII

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 17/1. og 24/1
 XIV.

 "

 atvinnumálanefndar 5/1
 XV

 "

 fræðslunefndar 28/12
 XVI.

 "

 íþrótta- og tómstundanefndar12/1
 XVII.

 "

 nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 12/1
 XVIII.

 "

 nefndar um sorpmál 13/1
 XIX.

 "

 umhverfisnefndar 29/12

I.  Tillaga frá 290. fundi bæjarstjórnar.- Fjárhagsáætlun 2011, endanleg útgáfa, 
 síðari umræða. 
 Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.  
 Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja ársins 2011 með leiðréttingu, yrði samþykkt við síðari umræðu. 
 Tillaga forseta bæjarstjórnar samþykkt  9-0.


II. Tillaga frá 685. fundi bæjarráðs.-Álagning fasteignagjalda 2011. 
 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.

 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktar verði reglur um afslætti og niðurfellingu fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega, styrki vegna félags-, menningar- og eða íþróttastarfsemi og til eigenda hesthúsa. 
 Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

III. Tillaga frá 685. fundi bæjarráðs.-Samningsumboð gagnvart SFR- stéttarfélags í almannaþjónustu. 
 Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti. 
  
  Lagt fram tölvubréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 12. janúar sl., þar sem leitast er eftir samningsumboði sveitarfélaga til Samb. ísl. sveitarf. vegna SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að umboðið verði veitt. 
 Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

IV. Tillaga frá 686. fundi bæjarráðs.-Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011. 
 2010-10-0002. 
 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson,  bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við tillögu bæjarráðs undir þessum lið dagskrár. 
 Í tillögu bæjarráðs komi fyrir framan síðustu setningu: ,,Frístundaveiðibátar (sjóstangaveiðibátar í ferðaiðnaði) geta sótt um byggðakvóta.“
 Viðbótartillaga forseta samþykkt 8-0. 
Tillaga bæjarráðs með viðbótartillögu forseta hljóðar svo. að afla sér kvóta með öðrum hætti.“ Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að leitað verði heimildar hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, um að úthlutun byggðakvóta til Flateyrar verði frestað um sinn, vegna þess atvinnuástands sem nú er á Flateyri. ,,Frístundaveiðibátar (sjóstangaveiðibátar í ferðaiðnaði) geta sótt um byggðakvóta.“ Að öðru leyti verði farið eftir reglugerðum ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta. 
 Tillaga bæjarráðs með viðbótartillögu forseta samþykkt 8-0. 
Kristján Andri Guðjónsson gerði grein fyrir hjásetu sinni.

Áskorun frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 
 ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðaherra, að hann stækki pott aflaheimilda frístundaveiðibáta þannig, að fyrirtækjum sem stunda sjávartengda ferðaþjónustu verið gert mögulegt, að efla og þróa starfsemi sína. Arður af aukningunni renni til að styrkja starfsemi Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði. 
 Áskorunin er sett fram í nafni allra bæjarfulltrúa.

V. Tillaga frá 686. fundi bæjarráðs.-Edinborgarhúsið ehf., uppgjörsmál. 
 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Jóna Benediktsdóttir,  
  
 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Ísafjarðarbær taki þátt í uppgjöri skulda Edinborgarhússins ehf., Ísafirði, á grundvelli upplýsinga í minnisblaði Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra. 
 Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

VI. Tillaga frá 686. fundi bæjarráðs.-Samþykktir um hverfisráð í Ísafjarðarbæ. 
 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Pétursson.

 Farið yfir drög að samþykktum fyrir hverfisráð í Ísafjarðarbæ. Reiknað er með hverfisráðum á Eyrinni í Skutulsfirði, í Dýrafirði, í Hnífsdal, í Holtahverfi, í Súgandafirði og í Önundarfirði.  Bæjarráð vísar samþykktum um hverfisráð til afgreiðslu í bæjarstjórn. 
 Bæjarstjórn samþykkir drög að samþykktum fyrir hverfisráð í Ísafjarðarbæ, eins og þau eru hér fram lögð 9-0.

VII. Tillaga frá 120. fundi íþrótta- og tómstundanefndar.-Vatnsleikjadagar. 
 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Margrét Halldórsdóttir, Albertína Elíasdóttir,

 Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að vatnsleikjadagar verði leyfðir einu sinni að vori og einu sinni að hausti í Sundhöll Ísafjarðar.  Gæta þarf sérstaklega að öryggisþáttum og óskar nefndin þess að umsjónarmaður eigna hafi samráð við starfsmenn um útfærsluna.

 Kristján Andri Guðjónsson lagði fram svohljóðandi breytingatillögu við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.  ,,Að í staðin fyrir einn vatnsleikjadag vor og haust, er lagt til að leikjadagar verði tveir að vori og tveir að hausti í sundlaugum Ísafjarðarbæjar.“ 
 Kristján Andri Guðjónsson dró síðan tillögu sína til baka.

 Albertína Elíasdóttir lagði til að í tillögu íþrótta- og tómstundanefndar kæmi ,,í sundlaugum Ísafjarðarbæjar í stað Sundhöll Ísafjarðar“. 
 Breytingatillaga Albertínu Elíasdóttur samþykkt 9-0.

 Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar með breytingartillögu Albertínu Elíasdóttur samþykkt 9-0.

VIII. Tillaga frá 120. fundi íþrótta- og tómstundanefndar.- Þjónustusamningur Ísafjarðarbæjar við Skíðafélag Ísfirðinga. 2010-12-0074. 
   Til máls tók: Gísli Halldór Halldórsson, forseti.                                             Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni að leggja fullmótaðan samning fyrir bæjarstjórn.  Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki samninginn.
  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.

IX.  Tillaga frá 120. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. - Samningar við Boltafélag Ísafjarðar. 2011-01-0019. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni að leggja fullmótaða samninga fyrir bæjarstjórn.  Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki samningana. 
  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0. 
  
X.  Tillaga frá 2. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis í Ísafjarðarbæ. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson og Albertína Elíasdóttir.  
  
 Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis í Ísafjarðarbæ leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að gengið verði til samninga við   velferðarráðherra um byggingu  þrjátíu rýma hjúkrunarheimilis, sem staðsett yrði á  Torfnesi í tengslum við Heilbrigðis-stofnun Vestfjarða. 
 Tillaga nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis í Ísafjarðarbæ samþykkt 9-0.

Bókun við X. lið dagskrár 291. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. 
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir með ályktun opins borgarafundar, sem haldinn var á Flateyri, þann 26. janúar sl., þar sem þess er krafist að öldrunarstofnunin Sólborg á Flateyri verði ekki lokað. 
Bæjarstjórn leggur áherslu á að slík ákvörðun verði byggð á sérfjárveitingu, en ekki tekið af núverandi fjárveitingu HSV, sem einfaldlega myndi þýða uppsagnir annarsstaðar á svæðinu.“ Tillagan er undirrituð af öllum bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar.

XI. Tillaga frá 345. fundi umhverfisnefndar.-Deiliskipulag. 
        2010-12-0036 - Torfnesvöllur - Umsókn um lóð. 
 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Pétursson. 

  Lögð fram umsókn um lóð dagsett 10. desember 2010 frá Svavari Þór Guðmundssyni fh. Boltafélags Ísafjarðar samkvæmt meðfylgjandi teikningum. 
  Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í endurskoðun á deiliskipulagi á Torfnesi. 
  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 7-1. 
Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.  
,,Við erum að draga saman á öllum sviðum og verðum að hugsa um hverja krónu.  Ég hefði talið skynsamlegt, að vinna málið aðeins betur, huga að fjármögnun og gera grófa kostnaðaráætlun fyrir deiliskipulagsvinnuna.  Að því loknu gætum við tekið málið upp að nýju í bæjarstjórn.“ Undirritað Jóna Benediktsdóttir.  

XII. Tillaga frá 345. fundi umhverfisnefndar.- Umferðarstofa. 
        2010-12-0030 - Umferðaröryggisáætlun 2011. 
 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Albertína Elíasdóttir.

  Lögð fram drög að samningi við Umferðarstofu um gerð Umferðaröryggis-áætlunar fyrir árið 2011. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur. 
  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0. 
   
XIII. Bæjarráð. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Sigurður Pétursson.

Fundargerðin 17/1.  685. fundur. 
Fundargerðin er í ellefu  liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 24/1.  686. fundur. 
Fundargerðin er í sjö liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XIV. Atvinnumálanefnd
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin 5/1.  105. fundur. 
Fundargerðin er í fjórum liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XV. Fræðslunefnd. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

Fundargerðin 28/12.  305. fundur. 
Fundargerðin er í einum lið. 
Fundagerðin lögð fram til kynningar.

XVI. Íþrótta- og tómstundanefnd. 
Fundargerðin 12/1.  120. fundur. 
Fundargerðin er í fimm lið. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


XVII. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 
Fundargerðin 12/1.  2. fundur. 
Fundargerðin er í tveimur liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

XVIII. Nefnd um sorpmál. 
Fundargerðin 13/1.  9. fundur. 
Fundargerðin er í tveimur liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XIX. Umhverfisnefnd. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Albertína Elíasdóttir.

Fundargerðin 29/12.  345. fundur. 
Fundargerðin er í tólf liðum. 
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

XX. Tillaga frá Í-lista um breytingu fulltrúa í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar. 
  Í lok fundar lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, fram beiðni Í-lista um að taka á dagskrá mál um breytingu á fulltrúa í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.  Samþykkt 9-0.

Tillaga Í-lista. 
Magnús Reynir Guðmundsson verði kjörinn sem varamaður í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar í stað Guðmundar Þórs Kristjánssonar, sem nú er látinn. 
Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:51.


Þorleifur Pálsson, ritari. 
Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar. 
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.       
Margrét Halldórsdóttir. 
Kristín Hálfdánsdóttir.       
Albertína Elíasdóttir. 
Sigurður Pétursson.        
Arna Lára Jónsdóttir. 
Jóna Benediktsdóttir.       
Kristján Andri Guðjónsson. 
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?