Bæjarstjórn - 289. fundur - 9. desember 2010

Fjarverandi aðalfulltrúar: Eiríkur Finnur Greipsson í h. st. Margrét Halldórsdóttir.  Kristín Hálfdánsdóttir í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir. Jóna Benediktsdóttir í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir. 

 

Í upphafi fundar áður en gengið var til dagskrár óskaði Gísli H. Halldórsson, forseti, eftir heimild bæjarstjórnar til að taka á dagskrá erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, sem XIII. lið á dagskrá, um stofnun Byggðasamlags sveitarfélaga á Vestfjörðum um málefni fatlaðra.


 Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 


Dagskrá:

 

 

 I.

 Tilboð í sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ

 
 II.

 Tillaga frá 680. fundi bæjarráðs

Bifreiðarstyrkir 
 III.

 Tillaga frá 681. fundi bæjarráðs

 Sala fasteigna
 IV.

 Tillaga frá 343. fundi umhverfisnefndar

 Bifreiðarstöður í Urðarvegsbrekku, Ísafirði
 V.

 Tillaga frá 343. fundi umhvefisnefndar.

 Lenging grjótgarðs á Suðurtanga, Ísafirði
 VI.

 Tillaga frá 343. fundi umhvefisnefndar.

 Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði.
 VII.

 Fundargerð(ir)

bæjarráðs 29/11. og 6/12.
 VIII.

 "

 fræðslunefndar 23/11.
 IX.

 "

 hafnarstjórnar 22/11.
 X.

 "

 nefndar um sorpmál 24/11.
 XI.

 "

 umhverfisnefndar 1/12.
 XII.

 Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja ásamt gjaldskrám, fyrir árið 2011, síðari umræða

 

 XIII.


 Tillaga til 289. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

 Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks

 

 

 


 I.   Tilboð í sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ. - Tillagan nefndar um


 sorpmál í Ísafjarðarbæ, 7. fundur.


 _________________________________________________________________________________


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Pétursson, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

    


1.      Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. - Útboð á sorphirðu og sorpförgun


          í Ísafjarðarbæ.


Í framhaldi af umræðum nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ lagði Henry Bæringsson til að nefndin færi þess á leit við bæjarstjórn að gengið yrði til samninga við Kubb ehf., Ísafirði, um sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ á grundvelli tilboðs fyrirtækisins til þriggja ára.


Tillagan var samþykkt af Geir Sigurðssyni, Róberti Hafsteinssyni og Henry Bæringssyni, aðrir nefndarmenn tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslu.


 Tillagan nefndar um sorpmál samþykkt 9-0.

 

 Að loknum umræðum og afgreiðslu I. liðar dagskrár viku af fundi bæjarstjórnar þær Margrét Halldórsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir og í þeirra stað komu á fund bæjarstjórnar Eiríkur Finnur Greipsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

 


II. Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 680. fundi bæjarráðs.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.


5. Skerðing á föstum bifreiðastyrk hjá Ísafjarðarbæ. 


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að áður samþykkt skerðing á föstum bifreiðastyrkjum  hjá Ísafjarðarbæ verði varanleg.


 Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


 


III. Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 681. fundi bæjarráðs.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson. 


3. Sala fasteigna í eigu Ísafjarðarbæjar. - Umræður í bæjarráði.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, hóf umræður um þær fasteignir Ísafjarðarbæjar er hugsanlega kæmi til greina að selja eða leigja. Samþykkt að leggja málið fyrir bæjarstjórn.


Skólagata 10, Ísafirði.  Leikskólinn Bakkskjól, Bakkavegi 19-21, Hnífsdal. Kaupfélagshúsið  að Austurvegi 2, Ísafirði. Áhaldahúsið á  Þingeyri. (Bóla) Bæjarskrifstofur Vallargötu 3,  Þingeyri. Silfurgata 5, Ísafirði. (Straumshús)


Íbúð að Sundstræti 14, Ísafirði, (Kálfavík).


Bæjarstjórn samþykkir 9-0, að ofangreindar eignir verði auglýstar til sölu eða leigðar.


 


IV. Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 343. fundi umhverfisnefndar.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson, Lína Björg Tryggvadóttir og Arna Lára Jónsdóttir.


5. Bifreiðastöður í Urðarvegsbrekku, Ísafirði. (2010-09-0080).


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tímabundið verði lagt bann við  bifreiðastöðum  í Urðarvegsbrekku. Umhverfisnefnd  samþykkir að farið verði í vinnu við umferðaröryggisáætlun í vetur.


 Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

  


V. Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 343. fundi umhverfisnefndar.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson og Albertína Elíasdóttir.


13.  Suðurtangi 2, Ísafirði. -  Lenging grjótgarðs. (2010-09-0079).


Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið um lengingu grjótgarðs á Suðurtanga, með fyrirvörum hafnarstjórnar, enda skapist Sæfara enginn eignarréttur af framkvæmdinni.


 Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 


 VI. Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 343. fundi umhverfisnefndar.


 Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Albertína Elíasdóttir og Sigurður Pétursson.


15. Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði. (2009-06-0058).


Erindið var síðast á dagskrá umverfisnefndar 28. október sl. Umhverfisnefnd fól Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs, að óska eftir ráðgjöf frá Skipulagsstofnun varðandi framhald deiliskipulagsins.  


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst.


 Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 


VII.  Bæjarráð. 


  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 29/11.  680. fundur.


Fundargerðin er í tólf liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 6/12.  681. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Fræðslunefnd.


Fundargerðin 23/11.  303. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundagerðin lögð fram til kynningar.

 


IX.  Hafnarstjórn.


Fundargerðin 22/11.  150. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

 


X.  Nefnd um sorpmál.


Fundargerðin 24/11.  6. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 6/12.  7. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XI.   Umhverfisnefnd.


  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Fundargerðin 1/12.  343. fundur.


Fundargerðin er í fimmtán liðum.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0. 

 


XII. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja ásamt


  gjaldskrám, fyrir árið 2011, síðari umræða.


  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Albertína Elíasdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði í stefnuræðu sinni við síðari umræðu grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2011, áætlun er lögð var fram til fyrri umræðu á 288. fundi bæjarstjórnar þann 1. desember sl. Eins gerði bæjarstjóri grein fyrir breytingum er orðið hafa á frumvarpinu frá fyrri umræðu. Jafnframt gerði bæjarstjóri grein fyrir áætluðum fjárfestingum á árinu 2011, efnahag, rekstri og sjóðstreymi 31. desember 2011.

 


 Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram undir þessum lið dagskrár, bréf frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 9. desember sl., þar sem óskað er eftir að gjaldskrá fyrir þátttöku í rekstri Hlífar á Ísafirði, fyrir árið 2010, verði áfram í gildi, þar til gengið hefur verið frá breytingum á fyrirkomulagi er gjaldskrána varðar.  Áætlað er að ný gjaldskrá geti legið fyrir í janúar 2011 og verður þá lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi breytingartillögu Í-listans við fjárhagsáætlun ársins 2011 undir XII. lið dagskrár.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að halda áfram þeirri skipan að fimm ára börn fái gjaldfrjálsa fjögurra klukkutíma vist á leikskólum Ísafjarðarbæjar á árinu 2011, líkt og verið hefur síðustu þrjú árin.


Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að í frumvarpi til fjárlaga ársins 2011 er nú lagt til að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái 700 milljóna króna aukaframlag frá ríkinu. Framlag Jöfnunarsjóðs til Ísafjarðarbæjar mun því væntanlega aukast frá því sem áður var áætlað. Bæjarstjórn ákveður að fjölskyldur fimm ára barna í Ísafjarðarbæ skuli njóta þessara bættu stöðu.?


Undirritað af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Línu Björg Tryggvadóttur.

 


Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við síðari umræðu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2011.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er nú að samþykkja eina þá erfiðustu fjárhagsáætlun, sem hún hefur staðið frammi fyrir um langa hríð.


Fjárhagsstaða bæjarfélagsins er erfið, skuldir eru miklar og tekjur fara lækkandi. Ekkert rými er til framkvæmda og dregið er saman í þjónustu hjá bæjarfélaginu og þar með í starfsmannahaldi. Bæjarstjórn hefur þurft að velja á milli margra erfiðra leiða við skipulagningu starfsseminnar á næsta ári, það er því miður nauðsynlegt ef ekki á að fara á enn verri veg fyrir okkur. 


Í ljósi þess hvernig fjárhagsáætlunin hefur verið unnin að þessu sinni og í trausti þess að minnihlutinn verði áfram hafður með í ráðum, eins og gert hefur verið á þessu hausti, hafa fulltrúar Í-listans ákveðið að samþykkja áætlunina og veita þar með meirihlutanum stuðning við þær erfiðu aðgerðir sem hann stendur frammi fyrir.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Línu Björg Tryggvadóttur og Sigurði Péturssyni.

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, bar nú upp til atkvæða eftirfarandi:

 


Tillaga Í-lista um að fimm ára börn í leikskólum fái áfram gjaldfrjálsa fjögurra klukkutíma vistun í leikskólum Ísafjarðarbæjar.


Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.

 


Tillaga í bréfi Skóla- og fjölskylduskrifstofu frá 9. desember 2010, um frestun á gildistöku nýrrar gjaldskrár fyrir þátttöku í rekstri Hlífar.


Tillagan um frestun samþykkt 9-0.

 


 Rekstraráætlun 2011, ásamt breytingum milli fyrri og síðari umræðu, er dreift var með dagskrá 289. fundar bæjarstjórnar, sem og fram komnar breytingatillögur er fram voru lagðar á fundi bæjarstjórnar borin upp til atkvæðagreiðslu.  


Rekstraráætlun 2011 þannig breytt samþykkt 9-0.

 


Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar og stofnana, er dreift var með dagskrá 288. fundar bæjarstjórnar. 


Gjaldskrárnar með áður samþykktri breytingu hvað varðar gjaldskrá fyrir þátttöku í rekstri á Hlíf samþykktar 8-0. 

 


Efnahagsreikningur 31. desember 2011, yfirlit um sjóðstreymi árið 2011 og áætlun um fjárfestingar á árinu 2011, er lagt var fram á 289. fundi bæjarstjórnar ásamt áorðnum breytingum er gerðar voru á 289. fundi bæjarstjórnar borin upp í einu lagi og       samþykkt 9-0. 

 


XIII. Tillaga til 289. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, og Guðfinna Hreiðarsdóttir.


Byggðasamlag sveitarfélaga á Vestfjörðum um málefni fatlaðra.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarráði að klára þau mál, sem út af standa varðandi stofnun Byggðasamlags sveitarfélaga á Vestfjörðum um málefni fatlaðra. Í því felst m.a. heimild til að samþykkja samstarfssamning sveitarfélaga á Vestfjörðum um starfrækslu byggðasamlags um málefni fatlaðra.?


Greinagerð:


Málefni fatlaðra flytjast að óbreyttu til sveitarfélaga um komandi áramót. Stefnt hefur verið að því, að sveitarfélög á Vestfjörðum stofni með sér byggðasamlag, sem hafa mun yfirumsjón með málaflokknum f.h. umræddra sveitarfélaga. Fyrir liggur erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, sem þarf að svara fyrir áramót, en næsti fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar er á nýju ári.


Tillagan samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:29.

 
Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.


Eiríkur Finnur Greipsson.     


Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.


Kristín Hálfdánsdóttir.      


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Pétursson.       


Arna Lára Jónsdóttir.


Lína Björg Tryggvadóttir.     


Kristján Andri Guðjónsson.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

 

 Er hægt að bæta efnið á síðunni?