Bæjarstjórn - 286. fundur - 4. nóvember 2010

Fjarverandi aðalfulltrúar: Eiríkur Finnur Greipsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson. Í upphafi fundar voru Sigurður Pétursson og Daníel Jakobsson fjarverandi, en mættu til fundar kl. 17:40.

 


Dagskrá:

 

 


 I.


 Tillaga frá 675. fundi bæjarráðs.

 Skrúður í Dýrafirði
 II.

 Tillaga frá 676. fundi bæjarráð.

 Starfshópur um svæðisskipulagsgerð
 III.

 Tillaga frá 676. fundi bæjarráðs.

 Forsendur fjárhagsáætlunar 2011
 IV.

 Tillaga frá 341. fundi umhverfisnefndar.

 Áskorun til Ofanflóðanefndar
 V.

 Tillaga frá 341 fundi umhverfisnefndar.

 Deiliskipulag í Dagverðardal
 VI.

 Tillaga að ályktun um atvinnumál á Flateyri.

 
 VII.

 Tillaga um skjaldamerki fyrir Ísafjarðarbæ.

 

 VIII.


 Fundargerð(ir)


bæjarráðs 25/10. og 1/11.


 IX.


 "

 félagsmálanefndar 19/10.
 X.

 "

 fræðslunefndar 26/10.
 XI.

 "

 umhverfisnefndar 20/10. og 28/10.

 


I.   Tillaga til bæjarstjórnar frá 675. fundi bæjarráðs. - Skrúður í Dýrafirði.


 Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Albertína Elíasdóttir.

 


Bæjarráð 675. fundur 25. október 2010.


3. Bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs. - Skrúður í Dýrafirði. 2010-06-0069.Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði Skrúðs, Brynjólfi Jónssyni, formanni, dagsett í október 2010.  Efni bréfsins er um rekstur og uppbyggingu Skrúðs. Í bréfinu kemur fram tillaga um að skipaður yrði starfshópur með fulltrúum Ísafjarðarbæjar og fulltrúa Framkvæmdasjóðs Skrúðs.


Tillaga bæjarráðs er að í nefndinni sitji Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur,  auk fulltrúa Framkvæmdasjóðs Skrúðs.


 Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.

 


II. Tillaga til bæjarstjórnar frá 676. fundi bæjarráðs. - Starfshópur um


 svæðisskipulagsgerð. Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti og Albertína Elíasdóttir.

 


Bæjarráð 676. fundur 1. nóvember 2010.      


3. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Starfshópur um svæðis-


 skipulagsgerð, endurnýjun fulltrúa.   Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 28. október sl., er varðar endurnýjun umboðs fulltrúa í starfshópi um svæðisskipulagsgerð fyrir Vestfirði.


Tillaga bæjarráðs til bæjarstjórnar er um neðangreinda aðila í starfshópinn.


Aðalmenn:  Gísli H. Halldórsson, Tangagötu 6, 400 Ísafirði.


        Sæmundur Kr. Þovaldsson, Lyngholti, 471 Þingeyri.


Varamenn: Albertína Elíasdóttir, Mjallargötu 1, 400 Ísafirði.


       Jóna Benediktsdóttir, Fjarðarstræti 39, 400 Ísafirði.


 Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.

 


III.Tillaga til bæjarstjórnar frá 676. fundi bæjarráðs. - Forsendur


 fjárhagsáætlunar 2011.


 Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson, Arna Lára Jónsdóttir, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

 


Bæjarráð 676. fundur 1. nóvember 2010.


13. Vinna við fjárhagsáætlun ársins 2011. 2010-09-0031.Á fund bæjarráðs er mætt Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Jóhann Birkir Helgason, bæjartækni-fræðingur, ásamt bæjarritara sem situr fundi bæjarráðs.  Rætt um vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2011 og forsendur er lagðar verða til grundvallar í þeirri vinnu.


Bæjarráð samþykkir að leggja fyrir fund bæjarstjórnar þann 4. nóvember n.k., tillögu um forsendur við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011.  Tillagan verði sérstakur liður á dagskrá og fylgi útsendri dagskrá bæjarstjórnar.


Forsendur fjárhagsáætlunar 2011, tillaga er fylgdi útsendri dagskrá bæjarstjórnar.


 1. Fólksfjöldabreyting:  Áframhaldandi fækkun um 1%


2. Launahækkanir:  2% taxtahækkun.


3. Atvinnuleysi : Atvinnuleysi minkandi á landsvísu, óbreytt hér?


4. Gengisvísitala : Lækkar lítillega úr 206 niður í 200


5. Verðbólga:  3,5%

 

6. Fasteignamat: Lækkar óverulega


     a. Fasteignaskattur:  0,41% íbúðah. og 1,60% atvinnuh.


     b. Sorpgjöld:  43.659 kr. á heimili og  gjaldskrá  fyrir  fyrirt. hækka um 5%


     c. Vatnsgjald:  0,26% allar eignir


     d. Holræsagjald: 0,30% allar eignir


7. Útsvarstekjur (hækkun 1%)


8. Velferðarútgjöld


     a. Atvinnuleysisbætur: Óbreyttar


     b. Fjárhagsaðstoð:  Hækkar


     c. Húsaleigubætur: Óbreyttar


     d. Sérstakar húsaleigubætur (hækkun, breyttar reglur)


9. Tekjur ríkisins: Aukning, hærri skattheimta og minna atvinnuleysi


10. Jöfnunarsjóður: Lækkun, ekkert aukaframlag (89 mkr) og engin endurgr. Tryggingasjóðsgjalds (20 mkr.). Á móti kemur aukning vegna breytinga á regluverki (85 mkr.), en kemur ekki til framkvæmda strax. Samtals lækkun um 110 mkr.


11. Húsaleigubætur, óbreytt framlag ríkisins.


12. Gjaldskrárbreytingar. Engin hækkun


13. Fjárfestingar


Bæjarstjórn samþykkir að hefja gerð fjárhagsáætlunar 2011 með áðurnefndum forsendum sem viðmið.


Tillagan samþykkt 9-0.

 
IV. Tillaga til bæjarstjórnar frá 341. fundi umhverfisnefndar. - Áskorun til


 Ofanflóðasjóðs.
 


 Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.


Umhverfisnefnd 341. fundur 28. október 2010.


4. Ofanflóðanefnd. - Skýrsla nefndarinnar 2002 - 2008. (2010-10-0039).


Lagt fram bréf dags. 11. október sl. frá Hafsteini Pálssyni hjá umhverfisráðuneytinu þar sem lögð er fram skýrsla Ofanflóðanefndar fyrir árið 2002 - 2008.


Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn þrýsti á að framkvæmdum við snjóflóðavarnir í bæjarfélaginu verði haldið áfram. Með vísan í ársreikninga Ofanflóðasjóðs er ljóst að nægt fé sé til í sjóðnum til framkvæmda.


Gísli H. Halldórsson, forseti lagði fram svohljóðandi tillögu.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á Ofanflóðnefnd að bjóða nú þegar út framkvæmdir við gerð snjóflóðavarna í Kubba í Skutulsfirði.  Framkvæmdunum hefur tvívegis verið frestað, fyrst vegna þenslu í öðrum landshlutum og svo aftur vegna efnahagsástandsins.  Með vísan í ársreikninga Ofanflóðasjóðs er ljóst að nægt fé er til framkvæmda og sjá bæjaryfirvöld ekkert því til fyrirstöðu að verkið verði boðið út nú þegar.?


Breytingartillaga Jónu Benediktsdóttur samþykkt 8-0.


Tillaga forseta með breytingatillögu Jónu Benediktsdóttur samþykkt 8-0. 

 


V. Tillaga til bæjarstjórnar frá 341. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag


 í Dagverðardal. Til máls tóku:  Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

 
Umhverfisnefnd 341. fundur 28. október 2010.9. 


9. Deiliskipulag í Dagverðardal, Skutulsfirði. (2008-06-0063).


Lögð fram deiliskipulagstillaga ásamt greinargerð fyrir Dagverðardal í Skutulsfirði dags. í október 2010. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.


Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.

 


VI. Tillaga til bæjarstjórnar að ályktun um atvinnumál á Flateyri.


 Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Albertína Elíasdóttir.

 

,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir fullum stuðningi við viðleitni eigenda Eyrarodda hf., Flateyri, til að koma í veg fyrir að uppsagnir félagsins á Flateyri komi til framkvæmda og að tryggja áframhaldandi atvinnustarfsemi á Flateyri.


Uppsagnir félagsins eru af þeirri stærðargráðu að þær munu hafa mjög neikvæð áhrif á byggð og búsetu á Flateyri til framtíðar, ef af þeim verður.


 Eigendur Eyrarodda hf. leita nú leiða til að finna félaginu rekstrargrundvöll til framtíðar. Ein helsta forsendan í þeim tilraunum er trygg hráefnisöflun til vinnslunnar.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir samstarfi við sjávarútvegsráðherra og stjórnvöld við úrlausn þessa máls og bendir á mikilvægi þess, að úthluta byggðarlaginu tímabundum aflaheimildum. Nauðsynlegt er að tryggja að þessar aflaheimildir verði bundnar við byggðarlagið þannig að öruggt verði að þær gagnist til að efla atvinnu og verðmætasköpun á Flateyri.?


Breytingartillaga Jónu Benediktsdóttur samþykkt 8-0.


 Ályktun um atvinnumál á Flateyri með breytingartillögu Jónu Benediktsdóttur samþykkt 9-0.

 

Bókun lögð fram af fulltrúum Í-lista.


,,Það ástand sem nú er uppi á Flateyri er bein afleiðing núverandi kvótakerfis.  Framsal og brask með aflaheimildir hefur lagt í rúst atvinnulíf í mörgum sjávarþorpum allt í kringum landið.  Sú ályktun sem hér var samþykkt af allri bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og bendir á mikilvægi þess að úthluta byggðarlögum aflaheimildum er gott veganesti fyrir sjávarútvegsráðherra við endurskoðun kvótakerfisins.?


 


VII. Tillaga til bæjarstjórnar um skipan nefndar, um skjaldarmerki


 fyrir Ísafjarðarbæ. Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 


Tillaga:  ,,Lagt er til að stofnaður verði fjögurra manna starfshópur sem gerir tillögu til Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um val á skjaldarmerki bæjarins og skili niðurstöðum sínum eigi síðar en í árslok.?


Greinagerð:  Frá því að Ísafjarðarbær var stofnaður hafa verið gerðar fjölmargar tilraunir til að finna bænum eitt skjaldarmerki án þess að þær tilraunir hafi borið árangur. Í dag er skjaldarmerki bæjarins samansett úr skjaldarmerkjum fjögurra af  átta f.v. sveitarfélögum bæjarins.


 Tryggt verði að hópinn skipi bæði karlar og konur og að meðlimir komi úr öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins. Bæjarstjóra verði falið að leggja tillögu að hópnum fyrir bæjarráð til samþykktar. Leitast skal við að skoða þær tillögur, sem þegar hafa komið fram, í þeirri vinnu sem unnin hefur verið s.l. ár.


 Tillaga um skipan starfshóps vegna skjaldarmerkis fyrir Ísafjarðarbæ


 samþykkt  7-2.

 


VIII.  Bæjarráð. 


  Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir og Sigurður Pétursson.

 

Fundargerðin 25/10.  675. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 1/11.  676. fundur.


Fundargerðin er í þrettán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX.  Félagsmálanefnd.


  Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti og Albertína Elíasdóttir.

 

Fundargerðin 19/10.  347. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X.  Fræðslunefnd.


  Til máls tóku:  Gísli Halldór Halldórsson, forseti og Jóna Beneditksdóttir.

 

Fundargerðin 26/10.  301. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XI.   Umhverfisnefnd.


  Til máls tóku:  Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Pétursson, Jóhann Birkir Helgason, ritari, Kristján Andri Guðjónsson og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.

 

Fundargerðin 20/10.  340. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fundargerðin 28/10.  341. fundur.


Fundargerðin er í tólf liðum.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.


   


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:33.

 

Jóhann B. Helgason, ritari.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

 

Ingólfur Þorleifsson.      

 

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.

 

Kristín Hálfdánsdóttir.      

 

Albertína Elíasdóttir.

 

Sigurður Pétursson.       

 

Arna Lára Jónsdóttir.

 

Jóna Benediktsdóttir.     

 

Kristján Andri Guðjónsson.

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.


 

 

 

 Er hægt að bæta efnið á síðunni?