Bæjarstjórn - 281. fundur - 1. júlí 2010

Fjarverandi aðalfulltrúi:  Kristín Hálfdánsdóttir í h. st. Margrét Halldórsdóttir.

 


Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 21./6. og 28.6.
 II.

 "

atvinnumálanefndar 21.5.
 III.

 "

félagsmálanefndar 10.6.
 IV.

 "

fræðslunefndar 10.6.
 V.

 "

umhverfisnefndar 7.6.
 VI.

 

Tillaga til 281. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um stuðning við frumvarp til laga um uppbyggingu á Vestfjarðavegi nr. 60
 VII.

 

Sumarleyfi bæjarstjórnar
I.   Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Margrét Halldórsdóttir, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin 21/6.  661. fundur.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs vegna sjóvarna við Mávagarð á Ísafirði samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Fundargerðin 28/6.  662. fundur.


1. liður.  Svohljóðandi tillaga frá bæjarráði til bæjarstjórnar.


,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mælir með að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010. Lántaki skuldbindur sig til að ráðstafa láninu til framangreinds verkefnis, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt er Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.?  Tillaga bæjarráðs um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samþykkt 9-0.

3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


3. liður. Viðaukatillaga um vísan þessa liðar til fræðslunefndar samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

II. Atvinnumálanefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.    


Fundargerðin 21/5.  100. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

III. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 10/6.  342. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

IV. Fræðslunefnd.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 10/6.  295. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.      


 


V. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Albertína Elíasdóttir.

 

Fundargerðin 7/6.  333. fundur.


8. liður. Tillaga umhverfisnefndar um deiliskipulag í Hnífsdal samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga umhverfisnefndar um deiliskipulag vegna ofanflóðavarna


neðan Gleiðarhjalla samþykkt 9-0.


10. liður. Tillaga umhverfisnefndar um deiliskipulag um stækkun


Mjólkárvirkjunar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


VI. Tillaga til 281. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um stuðning við


 frumvarp til laga um uppbyggingu á Vestfjarðarvegi nr. 6o. Til máls tóku: Eiríkur Finnur Greipsson, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Pétursson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, bæjarfulltrúi D-lista og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, bæjarfulltrúi B-lista, lögðu fram svohljóðandi tillögu undir VI. lið dagskrár.


 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vekur athygli á framkomnu frumvarpi til laga um uppbyggingu á Vestfjarðavegi nr. 60.  Bæjarstjórn lýsir sig sammála því sem fram kemur í greinargerð frumvarpsins þar sem segir:


?Brýnasta verkefnið í vegamálum á Íslandi, vegagerð um Vestfjarðaveg, er í fullkomnu uppnámi og hefur svo verið um árabil. Þetta er ekki sökum fjárskorts.


Á síðustu samgönguáætlun, sem gilti frá 2007 til 2010, var verulegu fjármagni, alls um                  3 milljörðum kr., veitt til framkvæmda á leiðinni Svínadalur ? Flókalundur.


Í tillögu til þingsályktunar um nýja samgönguáætlun (2009?2012), sem  liggur fyrir þinginu, er áhersla á vegagerð á þessu svæði, sem nær frá Þorskafirði að Þverá í Kjálkafirði.?


Bæjarstjórn telur að með samþykkt þessa frumvarps verði stigið bráðnauðsynlegt og óhjákvæmilegt framfaraskref í samgöngumálum á sunnaverðum Vestfjörðum, þar sem jafnframt er tekið tillit til náttúrverndarsjónarmiða. Bæjarstjórn skorar á þingheim að fylkja sér að baki þessa mikilvæga samgöngumáls.


Tillagan fylgdi útsendri dagskrá bæjarstjórnar.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi breytingartillögur Í-lista við framkomna tillögu Eiríks Finns Greipssonar og Albertínu Elíasdóttur.


Í fyrstu málsgrein komi í stað ,,bæjarstjórn fagnar? ,,bæjarstjórn vekur athygli á?.

 

Síðasta málgrein hljóði svo í stað núverandi greinar.


,,Bæjarstjórn telur að ef ekki tekst, með þeim breytingum sem tóku gildi á lögum um umhverfismat 1. janúar 2009, að koma á nútímalegum samgöngum um Austur- Barðastrandarsýslu, verði Alþingi að skoða hvort setja þurfi sérstök lög um þá framkvæmd.?

 

Breytingatillaga Í-lista í fyrstu málsgrein samþykkt 9-0.

 

Breytingatillaga Í-lista um breytta síðustu málsgrein frumtillögu Albertínu Elíasdóttur B-lista og Eiríks Finns Greipssonar D-lista fellur á jöfnum atkvæðum 4-4.

 

Lokaútfærsla tillögunnar samþykkt 5-2.

 

Sigurður Pétursson gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun Í-lista.


,,Verulegar samgöngubætur í Austur Barðastrandasýslu eru bráðnauðsynlegar. Það eru lög um umhverfismat einnig.  Í-listinn getur ekki samþykkt að lög um umhverfismat séu látin víkja nema fullljóst sé að aðrar leiðir séu ekki til.  Því skilyrði er ekki fullnægt í þessu máli og því getum við ekki stutt þessa tillögu.? 

 


VII. Sumarleyfi bæjarstjórnar. - Tillaga forseta um frestun funda bæjarstjórnar  til 2. september 2010.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, og  Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir VII. lið dagskrár.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir með vísan til 13. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarskapa bæjarstjórnar, að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2010 og skal bæjarráð hafa heimild til að ráða málum til lykta fyrir hönd bæjarstjórnar þetta tímabil samkvæmt 39. gr. sveitarstjórnarlaga.  Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verði fimmtudaginn 2. september 2010?.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.

Eiríkur Finnur Greipsson færði fráfarandi bæjarstjóra Halldóri Halldórssyni, þakkir fyrir vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ sl. tólf ár og óskaði honum alls velfarnaðar í framtíðinni.


Aðrir bæjarfulltrúar tóku heilshugar undir orð Eiríks Finns Greipssonar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:09. 

Þorleifur Pálsson, ritari


Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar


Eiríkur Finnur Greipsson


Guðfinna M. Hreiðarsdóttir


Margrét Hálldórsdóttir


Albertína Elíasdóttir


Sigurður Pétursson


Arna Lára Jónsdóttir


Jóna Benediktsdóttir


Kristján Andri Guðjónsson


Halldór Halldórsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?