Bæjarstjórn - 274. fundur - 18. mars 2010

Fjarverandi aðalfulltrúar: Halldór Halldórsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson. Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir. Jóna Benediktsdóttir í h. st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

 


Dagskrá:






 I.

 fundargerð(ir)

 bæjarráðs 8/3. og 16/3.
 II.

"

 félagsmálanefndar 5/3.
 III.

 "

 umhverfisnefndar 10/3.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Birna Lárusdóttir og Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

 


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu við 9. lið 649. fundar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að eftirleiðis verði skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar aðeins eitt, þ.e. merki gamla Ísafjarðarkaupstaðar frá 1966, eftir Halldór Pétursson, listmálara, en ekki fjögur eins og verið hefur um nokkurra ára bil.?


Greinargerð:


Þegar sveitarfélögin vestan heiða sameinuðust Ísafjarðarkaupstað, var tekin sú furðulega ákvörðun, að hið nýja sveitarfélag skyldi nota fjögur skjaldarmerki.


Auk hins fallega merkis Halldórs Péturssonar, sem meðtekið var á eitthundrað ára afmæli bæjarins 1966 og margir telja eitt fallegasta skjaldarmerki íslensks sveitarfélags, skyldi nota merki Suðureyrarhrepps, Flateyrarhrepps og Vestur Ísafjarðarsýslu.


Ekki er vitað til þess að nokkurt sveitarfélag á Íslandi hafi notað tvö (hvað þá fjögur!) eða fleiri skjaldarmerki samtímis, sem tákn sitt um árabil og hefur athæfi þetta vakið furðu meðal landsmanna og jafnvel kátínu hjá þeim, sem ekki hafa taugar til bæjarfélagsins.


Nú er mál að linni og nauðsynlegt að tákn Ísafjarðarbæjar verði eitt skjaldarmerki, fallegt, stílhreint og táknrænt.


Af þeim fjórum merkjum, sem bærinn hefur skreytt sig með að undanförnu, ber merki Halldórs Péturssonar af fyrir fegurð, reisn og einfaldleika og getur að sjálfsögðu verið tákn allra byggðarlaga í Ísafjarðarbæ.


Því er nú lagt til, að merki Halldórs Péturssonar verði notað eitt, án truflunar og ruglings, sem skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar í framtíðinni.

 


Birna Lárusdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 9. lið 649. fundargerðar bæjarráðs.


,,Undirritaðir bæjarfulltrúar fallast ekki á tillögu þá sem hér um ræðir. Til grundvallar þeirri afstöðu er að við sameiningu sveitarfélaga árið 1996, þegar Ísafjarðarbær varð til, var það mat manna að farsælla  til samstöðu væri að fella hin gömlu skjaldarmerki  í eitt og sameinast síðar um nýtt skjaldarmerki fyrir hið nýja sveitarfélag.  Því miður hefur ekki orðið af því að nýtt merki liti dagsins ljós þrátt fyrir að langur tími sé liðinn og haldin hafi verið ein samkeppni.  Samkeppnin fór fram  án samstarfs við félag grafískra hönnuða og átti með því að draga úr kostnaði við keppnina.  Fyrir vikið virðist sem fagfólk í greininni hafi síður tekið þátt í keppninni. Engar tillögur hlutu náð fyrir augum dómnefndar  á þeim  tíma.


Tekið skal undir það að gamla skjaldarmerki Ísafjarðarkaupstaðar er eftirtektarvert og fallegt. Þær ábendingar hafa hinsvegar komið fram frá prenthönnuðum að merkið sé nokkuð vandasamt í stafrænni myndvinnslu.


Einnig er bent á að nú standa yfir viðræður um möguleika þess að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinist og mun svokölluð 100 daga nefnd senn skila áliti sínu. Einnig er vinna af sama toga að fara af stað á vettvangi Fjórðungssambandsins. Ekki er úr vegi að bíða þess hvað út úr slíkum viðræðum kemur áður en næstu skref í byggðamerkismálinu eru tekin.


Undirritaðir telja rétt að vinna nýtt merki þegar betur árar í fjármálum sveitarfélagsins og hægt verður að ráðast í verkefnið af myndarskap, annað hvort með samkeppni eða forvali á grafískum hönnuðum sem sérhæfa sig í gerð byggðamerkja.  Þar hefðu hönnuðir fullt frelsi til að færa eitt eða fleiri af gömlu byggðamerkjunum í nútímahorf.?


Tillagan er undirrituð af Birnu Lárusdóttur, Svanlaugu Guðnadóttur, Guðnýu Stefaníu Stefánsdóttur, Gísla H. Halldórssyni, Ingólfi Þorleifssyni og Sæmundi Kr. Þorvaldssyni.

 

Fundargerðin 8/3.  649. fundur.


9. liður.  Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundsson felld 7-1.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 16/3.  650. fundur.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.


 


Fundargerðin 5/3.  338. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Svanlaug Guðnadóttir.

 


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu við 10. lið 328. fundargerðar umhverfisnefndar.


,,Legg til að 10. lið fundargerðar umhverfisnefndar frá 10. mars 2009 verði vísað aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar m.a. með tilliti til fleiri byggingarlóða t.d. á svonefndum sælureitum.? 

 

Fundargerðin 10/3.  328. fundur.


10. liður.  Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari


Gísli H. Halldórsson, forseti


Birna Lárusdóttir


Svanlaug Guðnadóttir


Guðný Stefanía Stefánsdóttir


Ingólfur Þorleifsson


Rannveig Þorvaldsdóttir


Arna Lára Jónsdóttir


Sæmundur Kr. Þorvaldsson


Magnús Reynir Guðmundsson



Er hægt að bæta efnið á síðunni?