Bæjarstjórn - 270. fundur - 21. janúar 2010

Fjarverandi aðalfulltrúi: Svanlaug Guðnadóttir í h. st. Albertína Elíasdóttir.    

 


Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 4/1. 11/1. og 18/1. 2010.
 II.

 ?

 félagsmálanefndar 15/12. 2009.
 III.

 ?

  íþrótta- og tómstundanefndar 13/1. 2010.
 IV.

 ?

 umhverfisnefndar 16/12. 2009 og 13/1. 2010.
 V.    Frumvarp að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans


 fyrir árin 2011 - 2013, til fyrri umræðu.
I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir,  Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Pétursson, Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Birna Lárusdóttir.     

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir dagskrárliðnum fundargerðum bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita kr. 200.000.- til hjálparstarfsins vegna náttúruhamfara og yfirstandandi hörmunga á Haiti í kjölfar jarðskjálfta. Rauða Krossi Íslands er falin ráðstöfun fjárins.?


Fjármagnið komi af lið nr. 21-  í fjárhagsáætlun, ,,Önnur framlög?.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun Í-lista við fundargerðir bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar skýrslu Háskólaseturs Vestfjarða um framgang og áhrif strandveiða síðasta sumars.  Samkvæmt niðurstöðum hennar var mikil ánægja með strandveiðarnar meðal flestra hagsmunaaðila, en sérstaklega hjá strandveiðimönnum.  Ennfremur kemur fram að samfélagsleg markmið strandveiðanna um nýliðun, þekkingaröflun og eflingu strandbyggða náðust. Fullyrða  má að strandveiðarnar hleyptu lífi í minni sjávarbyggðir landsins og áhrif þeirra á samfélögin voru mjög jákvæð.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til að tryggja áframhald strandveiða næsta sumar og festa þær í sessi og efla sem fastan punkt í framtíðarskipulagi fiskveiða við landið, að undangenginni endurskoðun á tilhögun veiðanna.?                                  Tillagan samþykkt 6-3. 


 


Birna Lárusdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu tillögu Í-lista um skýrslu Háskólaseturs Vestfjarða um strandveiðar.  ,,Undirritaðir bæjarfulltrúar greiða atkvæði gegn tillögu Í-lista að bókun um strandveiðar á þeirri forsendu að í skýrslu þeirri sem um er getið, er aðeins tekinn út hluti strandveiðanna s.l. sumar. Ýmsum spurningum er enn ósvarað og þá einkum þeirri hvort slíkar veiðar geti talist þjóðhagslega hagkvæmar og hvort þær bæti hag Ísafjarðarbæjar vegna þess að veiðiheimildir færast á milli aðila innan bæjarfélagsins. Einnig hefur komið fram í fréttum undanfarið að gæði aflans sem barst á land frá strandveiðibátunum hafi ekki allur staðist samanburð við það sem best gerist.?  Undirritað af Birnu Lárusdóttur, Guðnýu Stefaníu Stefánsdóttur og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í- lista undir 2. lið 641. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að miða við að ekki verði gerðir lengri samningar, af hálfu sveitarfélagsins, en til eins árs með möguleika á framlengingu til annars árs, út þetta kjörtímabil.  Sveitarfélagið hefur þurft að skera niður á ýmsum sviðum og ekki er ljóst hvernig þróun efnahagsmála mun verða næstu mánuði og ár, því er varasamt að binda hendur sveitarfélagsins til lengri tíma.  Með þessari samþykkt er líka komið í veg fyrir að núverandi bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuldbindi næstu bæjarstjórn, sem tekur við í júní á þessu ári, lengur en þörf krefur.?

 

Fundargerðin4/1.640.fundur.                                                                             Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 11/1.  641. fundur.


2. liður.  Samþykkt bæjarráðs um samning við Kómedíuleikhúsið staðfest 7-0.


Magnús Reynir Guðmundsson gerði grein fyrir hjásetu sinni.


2. liður.  Tillaga Í-lista felld 5-4.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir  fram til kynningar.

 

Fundargerðin 18/1.  642. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.  

 

Fundargerðin 15/12. 2009.  336. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Íþrótta- og tómstundanefnd. 


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir,   


Fundargerðin 13/1.  111. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

IV. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Sigurður Pétursson og Albertína Elíasdóttir.  


 


Fundargerðin 16/12. 2009.  323. fundur.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


8. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fundargerðin 13/1.  324. fundur.


8. liður.  Forseti leggur til að vísa þessum lið aftur til umhverfisnefndar.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.     

 


V. Frumvarp að 3ja ára áætlun  bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans     fyrir árin 2011 - 2013, fyrri umræða.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson. 

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir frumvarpi að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2011-2013.

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til, að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2011-2013 verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Birna Lárusdóttir.     


Albertína Elíasdóttir.    


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.   


Arna Lára Jónsdóttir.     


Jóna Benediktsdóttir. 


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?