Bæjarstjórn - 267. fundur - 12. nóvember 2009

Fjarverandi aðalfulltrúar: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, í h. st. Ingólfur Þorleifsson. Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.  Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Kristján Andri Guðjónsson.

 

Áður en gengið var til boðaðrar dagskrár óskaði Gísli H. Halldórsson, forseti, eftir heimild fundarins til að fella út af dagskrá V. lið um endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2009.  Samþykkt samhljóða. 

 


Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 27/10. og 9/11.
 II.

 ? 

 barnaverndarnefndar 5/11.
 III.

 ? 

 hafnarstjórnar 26/10.
 IV.

 ? 

 umhverfisnefndar 28/10.
 V.    Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2009. (Fellt út af dagskrá.)




I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, Svanlaug Guðnadóttir, Birna Lárusdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Þorleifur Pálsson, bæjarritari.         

 


Tillaga Í-lista undir 8. lið 633. fundar bæjarráðs borin fram af Jónu Benediktsdóttur.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir því að félagsmálanefnd taki Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum, til skoðunar með það fyrir augum að leggja mat á hvort bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar geti samþykkt sáttmálann.?


Undirrituð af Jónu Benediktsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Sigurði Péturssyni.

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir 3. lið 634. fundargerðar bæjarráðs.


,,Undirritaðir bæjarfulltrúar í Ísafjarðarbæ lýsa yfir fullum stuðningi við frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á lögum um fiskveiðar, sem lagt var fram á Alþingi í þessari viku.  Breytingar þessar varða rýmkun línuívilnunar, takmörkun á færslu aflamarks á milli fiskveiðiára, auknar kröfur um veiðiskyldu og takmörkun á færslu aflamarks innan fiskveiðiárs.  Ennfremur er um að ræða aukningu á veiðum á skötusel, þannig að útgerðum, sem ekki hafa fengið úthlutað aflamark í tegundinni, geta fengið úthlutað veiðirétti gegn gjaldi.


Allar þessar breytingar hafa að markmiði að auka þann afla og það verðmæti sem að landi kemur á yfirstandandi fiskveiðiári og auka þannig tekjur þjóðarbúsins.?


Undirritað af Sigurðir Péturssyni, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.

 


Bókun meirihluta bæjarstjórnar við 3. lið 634. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.


,,Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar lýsir yfir undrun á þeim vinnubrögðum Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leggja til verulegar breytingar á lögum um fiskveiðar áður en sérstakur starfshópur um endurskoðun á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunarinnar, sem ráðherra skipaði í júlí s.l., hefur lokið störfum.


            Á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að starfshópnum, sem í sitja fulltrúar ýmissa hagsmunasamtaka og stjórnmálaafla, var ætlað að skilgreina helstu álitaefni, sem fyrir hendi eru í fiskveiðilöggjöfinni og lýsa þeim. Hann átti að láta vinna nauðsynlegar greiningar og setja að því loknu fram valkosti um leiðir til úrbóta, þannig að greininni yrði sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma. Markmið starfshópsins er að fiskveiðar séu stundaðar með sjálfbærum hætti og að sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar.


Meirihlutinn hefði talið eðlilegra að ráðherrann gæfi sínum eigin starfshópi svigrúm til að ljúka við verkefnin, sem honum voru falin og tillögugerð í framhaldi af því, áður en frumvörp í þessum mikilvæga málaflokki yrðu lögð fram og afgreidd.?


Undirritað af Birnu Lárusdóttur, Svanlaugu Guðnadóttur, Guný Stefaníu Stefánsdóttur, Gísla H. Halldórssyni og Ingólfi Þorleifssyni.

 


Tillaga að ályktun Í-lista við 3. lið 634. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar lögð fram af Kristjáni Andra Guðjónssyni.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka nú þegar aflamark í þorski um 40 þúsund tonn og ýsu um 10 þúsund tonn, enda séu fyrir því vistfræðileg rök.  Það er álit sjómanna allt í kring um landið að auknar veiðar í þessu mæli  skaði ekki umræddar tegundir.?


Undirritað af Kristjáni Andra Guðjónssyni, Sigurði Péturssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.

 


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 3. lið 634. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.


,,Við undirrituð furðum okkur á bókun meirihlutans, þar sem fulltrúar hans hafa ítrekað lýst því yfir að þeir telji nauðsynlegt að ákveðnar breytingar, til dæmis á veiðiskyldu og framsali aflaheimilda, verði gerðar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Sigurði Péturssyni.

 


Birna Lárusdóttir lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta við 3. lið 634. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.


,,Meirihluti bæjarstjórnar telur fulltrúa minnihlutans gera afar lítið úr starfshópi sjávarútvegsráðherra þegar þau telja enga ástæðu til að bíða með breytingar á fiskveiðilöggjöfinni, þar til starfshópurinn skilar niðurstöðum. Meirihlutinn bendir á að ef bæjarstjórn myndi skipa nefnd um umdeilt mál væri það lágmarkskurteisi að bíða niðurstaðna nefndarinnar áður en ákvarðanir yrðu teknar í viðkomandi máli.?

 

Fundargerðin 27/10.  633. fundur.


8. liður.  Tillaga Í-lista um Evrópusáttmála samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 9/11.  634. fundur.


3. liður. Tillaga að ályktun um aukningu á kvóta í þorski og ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári samþykkt 9-0.  


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 5/11.  106. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Hafnarstjórn.


Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson.


Fundargerðin 26/10.  142. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir.


Fundargerðin 28/10.  320. fundur.


8. liður.  Tillaga umhverfisnefndar um höfnun erindisins samþykkt 8-0.


Svanlaug Guðnadóttir óskaði bókaða hjásetu sína.


Fundargerðin í heild sinni samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:37.





Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Birna Lárusdóttir.     


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Ingólfur Þorleifsson.        


Sigurður Pétursson.     


Kristján Andri Guðjónsson.


Jóna Benediktsdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?