Bæjarstjórn - 259. fundur - 2. apríl 2009

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Arna Lára Jónsdóttir í h.st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.  Magnús Reynir Guðmundsson í h.st. Rannveig Þorvaldsdóttir. 

 

Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 23/3. og 1/4.
 II.

 ? 

 félagsmálanefndar 17/3. 
 III.

 ? 

 starfshóps um endurskoðun sorpmála 26/3. og 31/3.
 IV.

 ? 

 stjórnar Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 19/3.
 V.

 ? 

 umhverfisnefndar 25/3.

I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. 

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun við 9. lið 612. fundar bæjarráðs.  Tillagan er undirrituð af Svanlaugu Guðnadóttur, Sigurði Péturssyni og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að skýrsla Landsnets frá því í mars 2009 undir heitinu ,,Bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum? sýni fram á að Hvalárvirkjun sé skynsamlegasta leiðin til að tryggja afhendingaröryggi í raforkumálum á Vestfjörðum. Allt tal um að ekki sé þörf á reiðuafli Hvalárvirkjunar, og hún geti því ekki verið þjóðhagslega arðsöm, skýtur skökku við þegar nýir virkjanakostir um land allt eru sífellt í umræðunni. Með Hvalárvirkjun eykst auk þess tryggt reiðuafl á svæðinu sem opnar á möguleika á nýjum atvinnutækifærum sem í dag eru lokaðir.


Bæjarstjórn skorar á stjórnvöld að breyta raforkulögum þannig að Landsnet fái lagalega heimild til að fella niður fyrirhugað tengigjald vegna Hvalárvirkjunar.?

 


Greinargerð:


Raforkuöryggi er ein af grundvallarforsendum fyrir uppbyggingu nútímasamfélaga. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér  markmið um að samfélög á Íslandi standi jafnfætis í þessum efnum. Ástand raforkukerfisins á Vestfjörðum er hinsvegar þess eðlis að það mun að óbreyttu verða enn frekari dragbítur á samfélagsþróun í fjórðungnum.

 

Núverandi aðstæður í raforkumálum á Vestfjörðum laða ekki til sín iðnað eða atvinnustarfsemi sem reiðir sig á raforkuöryggi og gæði.  Af þeim sökum búa Vestfirðingar ekki við sömu aðstæður og aðrir landsmenn hvað atvinnuuppbyggingu varðar. Tilkoma Hvalárvirkjunar leysir þessi vandamál.

 

Sá samfélagslegi kostnaður sem hlýst af núverandi öryggisleysi í orkumálum á Vestfjörðum, s.s. tækjabilanir, vinnutap og kostnaður vegna varaafls, kallar einnig á að raforkulögum verði breytt svo Landsneti verði heimilt að fella tengigjald á Hvalárvirkjun niður.

 

Sú niðurfelling er forsenda þess að Hvalárvirkjun geti orðið að veruleika og um leið trygging fyrir afhendingu rafmagns á Vestfjörðum. Að auki býður niðurfellingin upp á nýja möguleika í nýsköpun þar sem þörf er á mun meira reiðuafli en er til staðar á Vestfjörðum í dag.

 


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun við 10. lið 612. fundar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar skýrsludrögum nefndar menntamálaráðuneytis um eflingu háskóla- og fræðastarfs á Vestfjörðum. Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld til að fylgja eftir metnaðarfullum tillögum í skýrslunni.?

 


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir 10. lið 612. fundargerðar bæjarráðs.


 ,,Í-listinn fagnar því að Vestfirðingar hafa nú loks fengið að sjá skýrslu þá um eflingu háskóla- og fræðastarfs á Vestfjörðum, sem unnin var fyrir menntamálaráðuneytið í kjölfar hugmynda heimamanna um sjálfstæðan háskóla á svæðinu.  Skýrslan var tilbúin í febrúar 2008 en var af einhverjum ástæðum ekki kynnt fyrr en í mars 2009.  Hugmyndir nefndarinnar eru fullar af bjartsýni og afar metnaðarfullar.  Greinilegt er að nefndarmenn hafa haft skýra framtíðarsýn um uppbyggingu fræðastarfs á Vestfjörðum því er óskiljanlegt að skýrslan skuli hafa legið í menntamálaráðuneytinu í heilt ár, áður en hún var gerð opinber.


 Vonandi verður hægt að koma einhverjum þessara hugmynda í framkvæmd hið allra fyrsta þrátt fyrir bágborið efnahagsástand þjóðarinnar um þessar mundir.?

 


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram neðangreindar tillögur um breytingar í kjörstjórnum undir 11. lið 612. fundar bæjarráðs.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir eftirfarandi breytingar á kjörstjórnum:


Yfirkjörstjórn.


Aðalmaður: Kristján G. Jóhannsson (B) í stað Fylkis Ágústssonar (B).


Varamaður: Elías Oddsson (B) í stað Kristjáns G. Jóhannssonar (B)


Undirkjörstjórnir.


Suðureyri.


Varamaður: Bryndís Birgisdóttir (D) í stað Jóhönnu Þorvarðardóttur (D)


Ísafjörður.


Aðalmaður: Guðrún Hreinsdóttir (D) í stað Friðbjörns Óskarssonar (D)


Aðalmaður: Anna Marzellíusardóttir (B) í stað Unnar Lilju Þórisdóttur (B)

 


Sigurður Pétursson lagði fram neðangreindar tillögur um breytingar í kjörstjórnum undir 11. lið 612. fundar bæjarráðs.


Undirkjörstjórnir.


Suðureyri.


Varamaður: Vernharður Jósepsson í stað Hjálmars Þorvaldssonar.


Þingeyri.


Aðalmaður:  Gunnhildur B. Elíasdóttir í stað Guðrúnar S. Bjarnadóttur.


Varamaður:  Auðbjörg Halla Knútsdóttir í stað Gunnhildar B. Elíasdóttur.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson lét bóka hjásetu.


Ísafjörður.


Aðalmaður:  Harpa Henrýsdóttir í stað Lísbetar Harðardóttur.

 

Fundargerðin 23/3.  611. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 1/4.  612. fundur.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs er varðar laun Vinnuskóla samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga að bókun samþykkt 9-0.


10. liður. Tillaga forseta að bókun samþykkt 5-0.


11. liður. Tillögur um breytingar á kjörstjórnum lagðar fram af Birnu Lárusdóttur, forseta, f.h. meirihluta bæjarstjórnar og Sigurði Péturssyni f.h. Í-lista. Allar tillögur samþykktar 9-0, nema kjör varamanns Í-lista á Þingeyri var samþykkt 8-0. Sæmundur Kr. Þorvaldsson lét þar bóka hjásetu sína vegna tengsla.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Rannveig Þorvaldsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir og Sigurður Pétursson.


 


Fundargerðin 17/3.  326. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Starfshópur um endurskoðun sorpmála.


 


Fundargerðin 26/3.  8. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 31/3.  9. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.


Til máls tók:  Birna Lárusdóttir, forseti.


Birna Lárusdóttir, forseti, þakkaði nefndarfólki í stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar fyrir vel unnin störf fyrir sveitarfélagið, en eins og fram hefur komið hefur stjórn Skíðasvæðis verið sameinuð íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar. 


Fundargerðin 19/3.  32. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu við 12. lið 310. fundargerðar umhverfisnefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að hafna umsókn um byggingu húss á lóðinni Sólgötu 6, Ísafirði.  Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að þegar verði unnið að gerð nýs deiliskipulags á Eyrinni frá Sólgötu til Austurvegar, þar sem tillit verði tekið til aukinnar umferðar um svæðið, öryggis íbúa og þarfar fyrir bílastæði.?


Tillagan undirrituð af Jónu Benediktsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sigurði Péturssyni.

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi tillögu við 12. lið 310. fundargerðar umhverfisnefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögu umhverfisnefndar frá 4. mars 2009, um byggingarleyfi til Spýtunnar ehf., fyrir Sólgötu 6, Ísafirði.  Leyfið er veitt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutun falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.?

 


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur um breytingar á samþykkt um gatnagerðargjöld ofl. við 8. lið 310. fundargerðar umhverfisnefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir breytingu á 6. og 7. grein samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ með eftirfarandi viðbót við 2 tl. 6. gr.?


Í staðinn fyrir: ,,Skuldabréfin skulu tryggð með veði í viðkomandi eign og ákveður bæjarstjórn við hverja álagningu hvaða vexti þau skuli bera.?


Komi:


,,Skuldabréfin skulu tryggð með fullnægjandi veði í viðkomandi eign eða annarri eign með fullnægjandi veði, sem skuldari vísar til og ákveður bæjarstjórn við hverja álagningu hvaða vexti þau skuli bera.?

 

Tillaga bæjarstjórnar við 12. lið 310. fundargerðar umhverfisnefndar.


,,Bæjarstjórn samþykkir að sett verði hverfisvernd í aðalskipulagsdrögin fyrir svæðið norðan Djúps utan friðlands samkvæmt kafla 4.1.2  ,,Hverfisvernd í dreifbýli?.

 

Fundargerðin 25/3.  310. fundur.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


5. liður.  Birna Lárusdóttir, forseti, lagði til að 5. lið yrði vísað til hafnarstjórnar til umsagnar og var tillagan samþykkt 9-0.


8. liður.  Tillaga forseta um breytingar á orðalagi í samþykkt um gatnagerðargjöld o.fl. samþykkt  9-0.


8. liður.  Tillaga umhverfisnefndar með breytingartillögu forseta samþykkt 9-0.


10. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


12. liður. Tillaga borin fram af Sigurði Péturssyni felld 5-4.


12. liður. Tillaga borin fram af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, samþykkt 5-4.


13. liður.  Tillaga bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


13. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl.  20:17.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.


Sigurður Pétursson.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?