Bæjarstjórn - 242. fundur - 17. apríl 2008

 

 Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 7/4. og 14/4.


II.          "                 barnaverndarnefndar þann 3/4.


III.         "                 félagsmálanefndar 26/3.


IV.        "                 fræðslunefndar 8/4.


V.         "                 íþrótta- og tómstundanefndar 9/4.


VI.        "                 umhverfisnefndar 9/4.


VII.        "                 þjónustuhóps aldraðra 30/1. og 3/4.


VIII. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana


 hans fyrir árin 2009 - 2011, síðari umræða.


IX. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana


 hans fyrir árið 2007, fyrri umræða.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, Ingi Þór Ágústsson, Arna Lára Jónsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 11. lið 569. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að endurskoða álagningu fasteignaskatts fyrir árið 2008 á þær bifreiðageymslur sem lagður var á 1,6% skattur, þannig að samræmis sé gætt við álagningu skattsins á allar bifreiðageymslur í bæjarfélaginu.?

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 5. lið 569. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að Andrea Sigrún Harðardóttir verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í Hornstrandanefnd.?

 

Ingi Þór Ágústsson lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun ásamt greinargerð við 9. lið 569. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir skýrum svörum frá iðnaðarráðuneytinu um það hvernig ráðuneytið hyggst byggja upp raforku- og gagnaflutningakerfi til bæjarfélagsins á næstu árum.


Þá telur bæjarstjórn að nú sé lag til að fara í ítarlegar rannsóknir á virkjanakostum á Vestfjörðum, til lengri tíma litið s.s. með þróunar- og rannsóknarverkefnum á sviði sjávarfalla- og sjávarstraumavirkjana á svæðinu.?

Greinargerð:


Niðurstaða áfangaskýrslu Landsnets um flutningskerfi til Vestfjarða er sú, að áreiðanleiki raforkuafhendingar er lægstur á Vestfjörðum. Slíkt ástand er óviðunandi og hafa íbúar Ísafjarðarbæjar fengið að kenna illa á því í vetur.


Fjárfestingarstofa skilaði skýrslu um staðarvalsathuganir fyrir netþjónabú í mars sl. Þar kemur fram að Ísafjarðarbær kemur ekki til greina til uppbyggingar netþjónabús, vegna þess hve áreiðanleiki raforkuafhendingar er lélegur og vegna þess að bæjarfélagið er ekki við ljósleiðarahring. Gera má ráð fyrir að þessir ókostir séu óbærilegir flestum fyrirtækjum í nútímaatvinnuháttum.


Iðnaðarráðherra hefur oftar en einu sinni lýst því, að hann leggur áherslu á úrbætur í þessum málum á Vestfjörðum. Því kallar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar eftir skýrum svörum frá iðnaðarráðuneytinu um það hvernig það ætli að tryggja afhendingu orku til íbúa í Ísafjarðarbæ og byggja upp gagnaflutningakerfi á næstu árum.

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn undir fundargerðum bæjarráðs.  ,,Undirritaður bæjarfulltrúi óskar hér með eftir starfslokasamningi, sem Ísafjarðarbær gerði við Þóri Sveinsson, fjármálastjóra, fyrir skömmu.?

 


Fundargerðin 7/4.  568. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


Fundargerðin 14/4. 569. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga Í-lista um fulltrúa Ísafjarðarbæjar í Hornstrandanefnd samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga Inga Þórs Ágústssonar að bókun samþykkt 9-0.


11. liður.  Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar felld 5-4.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 3/4.  96. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 3/4.  97. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 26/3.  307. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd.


 Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 8/4..  271. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Íþrótta- og tómstundanefnd. 


Fundargerðin 9/4.  90. fundur.


2. liður.  Samningur við Knapaskjól ehf., samþykktur 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VI. Umhverfisnefnd.


 Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 7. lið 286. fundargerðar umhverfisnefndar.  ,,Hér eru umfangsmiklar framkvæmdir á ferðinni, sem munu breyta ásýnd bæjarins mikið og hafa umtalsverð spjöll á hlíðum fjallsins Kubba í för með sér.    Í-listinn harmar þau spjöll sem verða á umhverfinu af þessum sökum, en þar sem hér er um að ræða aðgerð er snertir öryggi bæjarbúa teljum við okkur ekki annað fært, en að samþykkja hana.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Sigurði Péturssyni.


 


Svanlaug Guðnadóttir vék af fundi við afgreiðslu 7. liðar fundargerðar umhverfisnefndar.


 


Fundargerðin 9/4.  286. fundur.


7. liður.  Breytingatillaga umhverfisnefndar er varðar vegslóða í útboði samþykkt 8-0.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar um aðalskipulag samþykkt 8-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


VII. Þjónustuhópur aldraðra.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson og Magnús Reynir Guðmundsson.

 


Fundargerðin 30/1.  54. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 3/4.  55. fundur.


Tillaga bæjarstjórnar undir 1. lið flutt af Birnu Lárusdóttur, forseta.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur Svanlaugu Guðnadóttur og Sigurði Péturssyni, fulltrúum í starfshópi Ísafjarðarbæjar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, að kynna fyrir bæjarráði og bæjarstjórn næstu skref í vinnu starfshópsins. Upplýsingarnar verði lagðar fyrir bæjarráð 5. maí n.k. og bæjarstjórn 8. maí n.k.


Tillagan samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2009-2011, síðari umræða.


 Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Magnús Reynir Guðmundsson. 

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2009-2011 við síðari umræðu.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, bar upp til atkvæðagreiðslu þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2009-2011.


Áætlunin var samþykkt 5-0.


 


IX. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007, fyrri umræða.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Sigurður Pétursson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007 við fyrri umræðu. Bæjarstjóri gerði jafnframt grein fyrir og lagði fram endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings 2007.

 

Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007, lagði Birna Lárusdóttir, forseti, til að ársreikningnum yrði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 8. maí 2008.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, upplýsti að Þórir Sveinsson, fráfarandi fjármálastjóri, hefur unnið að ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007. 


Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar Þóri Sveinssyni vel unnin störf í þágu Ísafjarðarbæjar í hartnær tvo áratugi og óskar honum alls velfarnaðar í störfum á nýjum vettvangi.?


Bókun forseta samþykkt 9-0.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 22:35.

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Ingi Þór Ágústsson.


Svanlaug Guðnadóttir.      


Sigurður Pétursson.


Jóna Benediktsdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.      


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?