Bæjarstjórn - 239. fundur - 21. febrúar 2008

 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

 Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 11/2. og 18/2.


II.  "  atvinnumálanefndar 5/2.


III.  "  félagsmálanefndar 5/2. og 13/2.


IV.  "  fræðslunefndar 12/2.


V.  "  íþrótta- og tómstundanefndar 6/2.


VI.  "  umhverfisnefndar 13/2.


VII.  "  stjórnar Skíðasvæðis 7/2.

 

Í upphafi fundar óskaði Birna Lárusdóttir, forseti, eftir heimild fundarins til að taka inn á dagskrá sem VII. lið fundargerð stjórnar Skíðasvæðis frá 7. febrúar s.l.  Samþykkt án athugasemda.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, vék af fundi bæjarráðs kl. 18:40 vegna 8. liðar í 562. fundargerð bæjarráðs og tók Gísli H. Halldórsson við stjórn fundarins.


Að lokinni atkvæðagreiðslu um 8. lið í 562. fundargerð bæjarráðs tók Birna Lárusdóttir aftur við stjórn fundarins kl. 20:00.

 

Svanlaug Guðnadóttir lagði fram svohljóðandi tillögur að bókunum meirihluta bæjarstjórnar við fundargerðir bæjarráðs.


561. fundur ? liður nr. 7


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar frumkvæði stjórnar Byggðasafns Vestfjarða og styður framkomnar hugmyndir um forvörslu við Byggðasafn Vestfjarða.?


561. fundur ? liður nr. 10


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar að fullur stuðningur er við samþykkta forgangsröðun Fjórðungsþinga þar sem göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar eru á áætlun.


Bæjarstjórn hvetur til þess að framkvæmdum við jarðgöng verði hraðað eins og kostur er og að mögulegt verði að vinna að fleiri en einum jarðgöngum í einu á Vestfjörðum.?


562. fundur ? liður nr. 8


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af því að bann við eldisveiðum í Ísafjarðardjúpi muni hafa slæm áhrif á uppbyggingu þorskeldis, sem er ný og vaxandi atvinnugrein. Bæjarstjórn hvetur sjávarútvegsráðherra til þess að finna lausn á málinu sem fyrst.?


 


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi viðbótartillögu minnihluta að bókun við tillögu meirihluta við 10. lið 561. fundargerðar bæjarráðs.


,,Jafnframt tekur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar undir ályktun bæjarráðs þar sem skorað var á stjórnvöld að hefja undirbúning að gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar.?

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu við 6. lið 562. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að bifreiðageymslur, sem ekki eru metnar sameiginlega með íbúðarhúsnæði, skuli við álagningu fasteignaskatta vera í flokki með íbúðarhúsnæði og skattlagðar með 0,41% af fasteignamati í stað 1,6%.?

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun við 1. lið 561. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Undirritaður telur að sú ráðstöfun, sem fram kemur í 1. lið fundargerðar bæjarráðs frá 11. febrúar s.l., að verja 19,2 milljónum króna til tækjakaupa fyrir skíðasvæðið, lýsi vel handahófskenndum vinnubrögðum meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.  Að sjálfsögðu hefðu þessi útgjöld átt að koma fram í fjárhagsáætlun, sem samþykkt var í desember s.l.  Í þeirri erfiðu stöðu, sem bæjarsjóður Ísafjarðarbæjar er í um þessar mundir, verður að ríkja festa og aðhaldssemi, en ekki handahófsákvarðanir eins og hér um ræðir.?

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun við 1. lið 561. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Ástæða þess að 5 milljónir króna eru áætlaðar til troðarakaupa er sú að athuga átti leigu á troðara frekar en kaup.  Við athugun kom í ljós að kaup eru hagstæðari og því er tillaga um að endurskoða fjárhagsáætlun frekar en að hætta við kaup á troðara.?

 

Ingi Þór Ágústsson lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun við 13. lið 562. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur ráðuneyti dóms- og utanríkismála til þess að koma á framfæri við dönsk yfirvöld kosti þess fyrir dönsk varðskip, sem eru við störf á Grænlandssundi, að hafa bækistöð í Ísafjarðarbæ.?


 


Fundargerðin 11/2.  561. fundur.


1. liður.  Tillaga bæjarráðs við 4. lið fundargerðar


stjórnar Skíðasvæðis samþykkt 8-0.


7. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar að bókun samþykkt 9-0.


10. liður.  Viðbótartillaga minnihluta að bókun samþykkt 6-0.


10. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar að bókun með viðbótartillögu


minnihluta samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


 


Fundargerðin 18/2.  562. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga forseta um að vísa tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar


til bæjarrás var samþykkt 9-0.


8. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar að bókun samþykkt 8-0.


13. liður.  Tillaga Inga Þórs Ágústssonar að bókun samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


 Til máls tóku:  Sigurður Pétursson, Svanlaug Guðnadóttir, Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir,

 

Svanlaug Guðnadóttir lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 3. lið 80 fundargerðar atvinnumálanefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögu atvinnumálanefndar um að fara í átaksverkefni í Ísafjarðarbæ í samstarfi við Vinnumálastofnun. Atvinnumálanefnd er falið að undirbúa átaksverkefnið, skilgreina möguleg verkefni, fjármagnsþörf og verkefnisstjórn.?

 

Sigurður Pétursson lagði fram neðangreindar tillögur um sérstakt atvinnuátak sumarið 2008 á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, við 3. lið 80. fundargerðar atvinnumálanefndar.

 

Tillaga um sérstakt atvinnuátak sumarið 2008 á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að hrinda úr vör sérstöku átaki í atvinnumálum á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri sumarið 2008 undir nafninu:  Sumarið 2008:  Fleiri hendur - meira líf.


Helstu atriði átaksins verði:


Þingeyri.


Verkefni Ísafjarðarbæjar.


1.  Endurbygging Salthússins.


2.  Frágangur lóðarinnar við Tjörn.


3.  Endurbætur á Félagsheimilinu.  Salerni í kjallara.


4.  Endurbætur á Ráðhúsi Þingeyrar - Uppsetning bæjarmiðstöðvar með bókasafni,


     ljósmyndasýningu og þjónustumiðstöð á neðri hæð hússins.


5.  Húsakönnun.  Skráning og merking gamalla húsa, fellt að vinnu við aðalskipulag.


6.  Flutningur og endurbætur eða sala á Gramsverslun.


7.  Gamla trébryggjan, niðurrif eða endurbygging.


8  Gámasvæði fyrir sorpflokkun.


9.  Umhverfisátak með heimamönnum.  Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði.


     Frágangur á skólalóð, opin svæði sláttur og snyrting, málun og viðhald.

 

Vaxtabroddar - samstarfsaðilar:


Víkingaverkefnið:


Víkingaverkefnið verði kjarni í menningartengdri ferðaþjónustu í Dýrafirði í samstarfi


við aðra þjónustuaðila.


Golfvöllur í Meðaldal.


Reiðhöll á Söndum og skeiðvöllurinn.


Sjóstangveiði.


Núpur - sumarhótel (skólabúðir - útivistarhópar - ráðstefnustaður).


Þorskeldi.

 

Suðureyri.


Verkefni Ísafjarðarbæjar:


1.  Suðureyrarhöfn:  Endurnýjun stálþils og dýpkun innsiglingar.


2.  Uppfylling í Lónið, lóðir fyrir sumarhús.


3.  Húsakönnun: Skráning gamalla húsa, fellt að vinnu við aðalskipulag.


4.  Endurbætur á eldhúsi í leikskóla og móttökueldhús í grunnskóla.


5.  Gámasvæði fyrir sorpflokkun.


6.  Umhverfisátak með heimamönnum.  Opin svæði, götur og garðar.

 

Vaxtarbroddar ? samstarfsaðilar:


Sjávarþorpið Suðureyri ? sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustunnar.


Samstarfsverkefni: Bláfáninn á Suðureyrarhöfn, nýting Lónsins.


Hvíldarklettur ? sjóstangveiði, gisting, veitingarekstur.

 

Flateyri.


Verkefni Ísafjarðarbæjar:


Skólalóð Grunnskólans og Goðahóllinn.


Flutningur og endurgerð Svarta pakkhússins.


Húsakönnun. Skráning gamalla húsa, fellt að vinnu við aðalskipulag.


Flotbryggja fyrir smábáta.


Gámasvæði fyrir sorpflokkun.


Umhverfisátak með heimamönnum. Íbúasamtök Önundarfjarðar.


Opin svæði, götur og garðar. Oddinn og Hafnarstrætið.

 

Vaxtarbroddar ? samstarfsaðilar:


Minjasafn Önundarfjarðar ? Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson.


Harðfisksetur ? Svarta pakkhúsið.


Sjóstangveiði.

 

Greinargerð:


Samdráttur í þorskveiðum bitnar harðast á sjávarbyggðum á Vestfjörðum, þar sem þorskveiðar og vinnsla hafa verið undirstaða atvinnulífs svo lengi sem elstu menn muna. Afleiðingarnar eru byrjaðar að koma fram í samdrætti og uppsögnum starfsfólks.

 

Til að koma í veg fyrir að fiskvinnslan missi frá sér þjálfaða og reynda starfskrafta og byggðirnar missi fleira fólk í burtu er nauðsynlegt að sveitarfélagið, ríkisvaldið, fyrirtæki og samtök íbúanna taki höndum saman um að skapa störf sem styrkja samfélagið og byggja upp til framtíðar. Sérstakt átak þarf að þessu tilefni strax í sumar.

 

Fjármögnun verkefna verður að koma frá Ísafjarðarbæ og ríkisvaldinu í samstarfi við heimamenn á hverjum stað. Nýta þarf alla möguleika á framlögum sem tengjast mótvægisaðgerðum opinberra aðila og framlaga til uppbyggingar atvinnu- og menningarstarfsemi. Samstarf og samhæfing eru lykilorð í þessu sambandi.


 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tvær tillögur um áskorun til sjávarútvegsráðherra undir 3. lið 80. fundargerðar atvinnumálanefndar.

 

Tillaga um áskorun til sjávarútvegsráðherra nr 1.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegsráðherra, að sameina úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárin 2007/2008 og 2008/2009 við úthlutun síðar á þessu almanaksári.


Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2006/2007 hefur í mörgum tilfellum dregist mjög og verður ekki lokið fyrr en í fyrsta lagi á komandi vori, þegar langt verði liðið á núverandi fiskveiðiár.  Því er ljóst að auðvelt verður að sameina úthlutun byggðakvóta fyrir tvö fiskveiðiár og ná þannig upp þeirri töf sem orðin er á úthlutun til einstakra byggðarlaga.  Auk þess er ljóst að afleiðingar þriðjungs niðurskurður á aflaheimildum í þorski eru ekki enn komnar fram með fullum þunga vegna tilfærslna aflaheimilda á milli ára.  Tvöfaldur byggðakvóti sem úthlutað yrði á árinu 2008 væri því öflug innspýting til þeirra byggðarlaga sem verst verða úti vegna niðurskurðarins.


Mikilvægt er að útgerðum verði gert mögulegt að sækja um umræddan tvöfaldan byggðakvóta strax eftir ákvörðun ráðuneytisins um heildarafla fiskveiðiársins 2008/2009, eða í síðasta lagi strax við upphaf þess fiskveiðiárs.

 

Tillaga um áskorun til sjávarútvegsráðherra nr. 2.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur það til við sjávarútvegsráðherra að þar sem þorskkvóti sá sem úthlutað hefur verið vegna línuívilnunar hefur ekki nýst að fullu undanfarin fiskveiðiár, verði línuívilnun í þorski aukin úr 16% í 20% frá og með yfirstandandi fiskveiðiári.

 

Bæjarstjórn lítur svo á að tillögur þessar virki sem veruleg viðbót við þær mótvægisaðgerðir sem þegar eru fyrirhugaðar vegna niðurskurðar á þorskveiðiheimildum og geti verið liður í þeirri endurskoðun sem stjórnvöld hafa boðað á væntanlegum mótvægisaðgerðum.

 

Svanlaug Guðnadóttir lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar vegna framkominna tillagna minnihluta bæjarstjórnar um sérstakt atvinnuátak sumarið 2008..


Tillaga:


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að tillögu Í-lista í atvinnumálum verði vísað frá á þeim forsendum að um er að ræða þegar samþykktar tillögur í fjárhagsáætlun ársins 2008 eða tillögur sem áður hafa fengið meðferð í bæjarstjórn.

 

Greinargerð:


Fram hefur komið að tillögur Í-lista eru í flestum tilfellum tilvitnun í samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2008. Þannig voru þessi verkefni samþykkt við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 13. desember 2007. Vakin er athygli á því að bæjarfulltrúar Í-listans sátu hjá við afgreiðslu þeirrar fjárhagsáætlunar.


Boðað hefur verið til fjögurra opinna funda í Ísafjarðarbæ þar sem samþykktar tillögur úr fjárhagsáætlun eru kynntar. Fyrsti fundurinn var haldinn á Þingeyri 19. febrúar sl. þar sem verkefnaáætlun var kynnt sem og verkefni Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum. Tillögur Í-lista eru í raun verkefnaáætlun Ísafjarðarbæjar og þess vegna samstaða um þessi mál að því er virðist vera þar sem Í-listi hefur gert samþykkta fjárhagsáætlun að sinni hvað varðar þessi verkefni.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 3. lið 80. fundargerðar atvinnumálanefndar.  ,,Bæjarfulltrúar Í-listans harma það að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar treysti sér ekki til að samþykkja tillögur Í-lista, um sértækt átak í atvinnumálum á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri sumarið 2008 og hafni í raun möguleika á samstöðu og samstarfi um málið.?

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar við 3. lið 80. fundargerðar atvinnumálanefndar.  ,,Það skal ítrekað, að ekki er verið að hafna samstöðu um málið.  Frávísun meirihlutans er vegna þess að tillögur Í-listans eru í samþykktri fjárhagsáætlun.  Allt það sem fram kemur í tillögum Í-listans í atvinnumálum og meira til verður að veruleika.  Meirihlutinn vill gott samstarf við minnihlutann í þeim málum.?

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 3. lið 80. fundargerðar atvinnumálanefndar.  ,,Bæjarfulltrúar Í-listans hafa lagt fram fjölda vel ígrundaðra tillagna í atvinnumálum á undanförnum misserum og óskað eftir góðu samstarfi við meirihlutann um framkvæmd þeirra.  Afstaða fulltrúa Í-listans er óbreytt þrátt fyrir frávísun og höfnun meirihlutans á vönduðum tillögum.?

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar við 3. lið 80. fundargerðar atvinnumálanefndar. ,,Tekið er undir að tillögur Í-lista í atvinnumálum eru vel ígrundaðar og vandaðar enda voru þær framsettar og samþykktar af meirihluta bæjarstjórnar þann 13. desember s.l. við samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2008.


 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 3. lið 80. fundargerðar atvinnumálanefndar.  ,,Bæjarfulltrúar Í-listans draga í efa dómgreind meirihlutans í bókunum hans vegna tillagna í atvinnumálum og frábiðja sér útúrsnúning og orðhengilshátt.?

 

 Fundargerðin 5/2.  80. fundur.


3. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


3. liður.  Frávísunartillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykk 5-4.


3. liður.  Tillaga nr. 1 frá minnihluta um áskorun til sjávarútvegsráðherra vísað


til atvinnumálanefnda að tillögu forseta. Samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga nr. 2 frá minnihluta um áskorun til sjávarútvegsráðherra


vísað til atvinnumálanefndar að tillögu forseta. Samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


 Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir,

 

Fundargerðin 5/2.  303. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 13/2.  304. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.

 

Svanlaug Guðnadóttir lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar.


268. fundur ? liður nr. 3


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögu fræðslunefndar um að kaupa 35 fartölvur til viðbótar, með það að markmiði að bæta starfsaðstöðu kennara í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Fjármögnun vegna viðbótarkostnaðar sem áætlaður er 3,5 m.kr. er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2008.?

 


Fundargerðin 12/2.  268. fundur.


3. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


V. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Fundargerðin 6/2.  88. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Umhverfisnefnd.


Fundargerðin 13/2,.  282. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


VII. Stjórn Skíðasvæðis.


Fundargerðin 7/2.  25. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 23:35.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.  


Jóna Benediktsdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?