Bæjarstjórn - 224. fundur - 3. maí 2007

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Svanlaug Guðnadóttir. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Dagskrá:


I. Fundargerð bæjarráðs 30/4.


II. Fundargerð umhverfisnefndar 25/4.


III. Tilnefningar í undirkjörstjórnir vegna kosninga til Alþingis 12. maí n.k., vegna forfalla á kjördegi.


IV. Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis þann 12. maí 2007.


V. Tillaga Í-lista, um nýtingu Núpsskóla.


VI. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006, síðari umræða.


 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson, Gísli H. Halldórsson og Svanlaug Guðnadóttir.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 11. lið 525. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Undirrituð leggja til að bæjarráð Ísafjarðarbæjar sjái um ráðningarviðtöl og ákvarðanir við ráðningu sviðstjóra Skóla- og fjölskyldusviðs og grunnskólafulltrúa.?


Greinargerð:  Mikilvægt er að starfsmenn sem ráðnir eru í mikilvæg embætti hjá bæjarfélaginu hafi fullt traust allrar bæjarstjórnar og til að tryggja að öll sjónarmið komist til skila teljum við skynsamlegast að bæjarráð sjái um ráðningarferilinn.


Flutningsmenn:  Jóna Benediktsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Sigurður Pétursson og Magnús Reynir Guðmundsson. 

 


Fundargerðin 30/4.  525. fundur.


5. liður.  Tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs samþykkt 9-0.


11. liður.  Tillaga Í-lista felld 5-4.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta við afgreiðslu tillögu Í-lista undir 11. lið 525. fundar bæjarráðs.


,,Meirihluti bæjarstjórnar telur, að það væri afturhvarf til fortíðar í stjórnsýslunni, að fela pólitískt kjörnum fulltrúum ráðningarviðtöl við þá sem sækja um stöður undirmanna á vegum sveitarfélagsins.  Ísafjarðarbær er eitt fárra sveitarfélaga, sem hefur mótað skriflegar verklagsreglur við ráðningar og eftir þeim verður unnið við þær ráðningar sem eru framundan hjá sveitarfélaginu.?


Flutningsmenn:  Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Gísli H. Halldórsson.


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við afgreiðslu tillögu þeirra undir 11. lið 525. fundar bæjarráðs.


,,Vegna þeirrar ákvörðunar bæjarfulltrúa meirihlutans, að hafna tillögu Í-lista, um að bæjarráð komi að ráðningu yfirmanna á sviði Skóla- og fjölskyldumála, óskum við eftir að bóka.   Síðasta ráðningarferli hjá Ísafjarðarbæ samkvæmt ,,nútímaferli? var með þeim hætti að varast ber að endurtaka slík mistök.  Þar vísum við til ráðningar leikskólastjóra við leikskólann Bakkaskjól, þar sem vinnsla máls var með þeim hætti, að við teljum að leita eigi allra leiða til að komast hjá að slíkt endurtaki sig.


Flutningsmenn:  Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Rannveig Þorvaldsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta við bókun Í-lista borna fram af Jónu Benediktsdóttur.


,,Undirrituð lýsa yfir fullum stuðningi við nýráðinn leikskólastjóra á Bakkaskjóli.?


Flutningsmenn:  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Svanlaug Guðnadóttir, Gísli H. Halldórsson, Ingi Þór Ágústsson og Birna Lárusdóttir, forseti.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Svanlaug Guðnadóttir.

 


Fundargerðin 25/4.  262. fundur.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


III. Tilnefningar í undirkjörstjórnir vegna kosninga til Alþingis 12. maí n.k., vegna forfalla á kjördegi.


Til máls tók: Birna Lárusdóttir, forseti.

 

Lögð fram sameiginleg tillaga bæjarfulltrúa af Birnu Lárusdóttur, forseta, um neðangreinda aðila í undirkjörstjórnir í Ísafjarðarbæ fyrir kosningar til Alþingis þann 12. maí n.k.  Tilnefningin er vegna forfalla áður kjörinna aðila á kjördegi.





Flateyri.


Varamenn.


Skarphéðinn Ólafsson (Í) í stað Ólínu Öddu Sigurðardóttur (Í).


Ágústa Guðmundsdóttir (Í) í stað Kristjáns Einarssonar (Í).





Suðureyri.


Varamenn.


Kolbrún Schmidt (B) í stað Kristjáns G. Schmidt (B).





Ísafjörður.


Aðalmenn.


Atli Garðarsson (D) í stað Marinó Hákonarsonar (D).


Védís Geirsdóttir (Í) í stað Eygló Jónsdóttur (Í).


Lísbet Harðardóttir (Í) í stað Helgu Friðriksdóttur (Í).


Albertína Elíasdóttir (B) í stað Þrastar Óskarssonar (B).


Varamenn.


Gerður Eðvarsdóttir (D) í stað Helgu Ingimarsdóttur (D).


Sóley Valdimarsdóttir (B) í stað Sigurðar Oddssonar (B).


Björn Baldursson (D) í stað Þorsteins Jóhannessonar (D).


Brynja Huld Óskarsdóttir (B) í stað Hilmars Þorbjörnssonar (B).


Kristín Þórisdóttir (Í) í stað Guðrúnar Kristjánsdóttur (Í).

 

Tillagan borin fram af Birnu Lárusdóttur, forseta, samþykkt 9-0.

 


IV. Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis þann 12. maí 2007.


Til máls tók: Birna Lárusdóttir, forseti.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram kjörskrá fyrir Ísafjarðarbæ frá Hagstofu Íslands vegna kosninga til Alþingis þann 12. maí 2007.  Alls eru á kjörskrá fyrir leiðréttingu 2.831 einstaklingar, þar af 1.399 konur og 1.432 karlar.


Neðangreindur einstaklingur lést þann 21. apríl s.l. og er því felldur út af kjörskrárstofni Hagstofu Íslands.


Jónas Pétursson, kt. 191024-3979, Hjallavegi 2, Ísafirði.


Kjörskráin með ofangreindri breytingu samþykkt 9-0.

 


V. Tillaga Í-lista, um nýtingu Núpsskóla.


Til máls tóku:  Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson og Ingi Þór Ágústsson.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við tillögu Í-lista, sem send var út með dagskrá 224. fundar bæjarstjórnar undir V. lið dagskrár.

 

Breytingartillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, 3. maí 2007 við áður útsenda tillögu Í-lista með dagskrá 224. bæjarstjórnar.


Bæjarfulltrúar Í-listans leggja fram eftirfarandi tillögu:


Tillaga um nýtingu Núpsskóla.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarráði að ganga til viðræðna við stjórnvöld, um að kanna möguleika á því að nýta Núpsskóla fyrir starfsemi, sem lýtur að meðferð barna og ungmenna.


Greinargerð:


Að Núpi í Dýrafirði eru kjöraðstæður til að sinna meðferð barna í vanda.  Náttúrufegurð er mikil, þar er kyrrlátt umhverfi og mannvirki til staðar. Núpsskóli gæti því vel komið til greina fyrir slíka starfsemi


Þörfin fyrir aukin úrræði fyrir börn í vanda er fyrir hendi, þar sem biðlistar eru verulegir og ekki hægt að sinna öllum þeim börnum er þarfnast aðstoðar. Hugsanlegt er að þau börn sem þurfa framhaldsmeðferð gætu vistast að Núpi og lokið meðferð sinni þar. Með því myndi rýmka um á öðrum stofnunum, betur yrði hægt að sinna bráðveikum einstaklingum og fækka einstaklingum á biðlista.


Þörf er á fjölbreytni í atvinnulífi á Vestfjörðum. Stofnun sem rekin væri hér á svæðinu í anda mannúðar og uppbyggingar með ákveðna uppeldisstefnu og markmið að leiðarljósi gæti hentað mjög vel og styrkt innviði samfélagsins.


Með því að flytja hluta meðferðarstarfsemi fyrir börn og ungmenni á Núp skapast mörg sérhæfð störf til uppbyggingar atvinnulífs á Vestfjörðum.


Flutningsmenn: Rannveig Þorvaldsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir og Sigurður Pétursson.

 

Breytingartillaga Í-lista undir V. lið dagskrár samþykkt 9-0.

 


VI. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006, síðari umræða.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og  Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006 við síðari umræðu og lagði fram endurskoðunarskýrslu Löggiltra endurskoðenda Vestfjörðum ehf., um ársreikninginn 2006, undirritaða af Guðmundi E. Kjartanssyni, endurskoðanda.

 

Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006, lagði Birna Lárusdóttir, forseti, til að ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006 yrði samþykktur.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 18.52.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Sigurður Pétursson.    


Jóna Benediktsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson. 


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?