Bæjarstjórn - 222. fundur - 3. apríl 2007

 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Svanlaug Guðnadóttir. 

 

Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 19/3. 26/3. og 2/4.


II. Fundargerð almannavarnanefndar 14/3.


III. Fundargerð barnaverndarnefndar 15/3.


IV. Fundargerð byggingarnefndar framtíðahúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 12/3.


V. Fundargerð félagsmálanefndar 20/3.


VI. Fundargerð fræðslunefndar 19/3.


VII. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 21/3.


VIII. Fundargerð stjórnar Skíðasvæðis 12/3. og 19/3.


IX. Fundargerðir umhverfisnefndar 14/3. 28/3. og 29/3.


X. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2008-2010, síðari umræða. 


 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Sigurður Pétursson, Ingi Þór Ágústsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Svanlaug Guðnadóttir.

 

Sigurður Pétursson lagði fram undir 8. lið 519. fundargerðar bæjarráðs, minnisblað frá bæjarfulltrúum Í-listans í Ísafjarðarbæ, til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og nefndarmanns í nefnd forsætisráðherra um atvinnumál á Vestfjörðum.  Minnisblaðið er um tillögur Í-lista í Ísafjarðarbæ um atvinnumál, samþykktar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í ágúst 2006 - mars 2007.

 

Undir dagskrárliðnum bæjarráð lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram svör við fyrirspurnum Örnu Láru Jónsdóttur, sem lagðar voru fram undir 7. lið 521. fundargerðar bæjarráðs þann 2. apríl s.l.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram eftirfarandi tillögur meirihluta bæjarstjórnar við 520. fundargerð bæjarráðs.


Tillaga við 520. fund ? lið nr. 7


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að lækka verð á heitum máltíðum frá SKG-veitingum ehf., um 9% í mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði og á Hlíf frá og með 1. apríl 2007.


Áætlaður kostnaður vegna breytinganna er kr. 252.400.- á mánuði og er honum vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007. Endurskoðun gjaldskrár fari fram 1. ágúst n.k. að undangengnum viðræðum við SKG veitingar ehf.


Tillaga við 520. fund ? lið nr. 10


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á erindi FMG ehf., þar sem óskað er eftir samþykki Ísafjarðarbæjar á, að F&S Hópferðabílar taki yfir samning Ísafjarðarbæjar og FMG ehf., um akstur almenningsvagna samkvæmt leið 1 og leið 2.


 


Fundargerðin 19/3.  519. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 26/3. 520. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


Magnús Reynir Guðmundsson vísar í umræður sínar á fundinum


varðandi hjásetu sína.


7. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. Í-listans við afgreiðslu 7. liðar.


,,Bæjarfulltrúar Í-lista samþykkja tillöguna um lækkun verðs á heitum máltíðum frá SKG veitingum ehf.  Við viljum þó taka fram að við teljum ekki rétt að líta á þessa lækkun sem leið til að skila lækkun virðisaukaskatta á matvælum til neytenda, heldur sem aukna niðurgreiðslu af hálfu bæjarins.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Sigurði Péturssyni og Magnúsi Reyni Guðmundssyni.


10. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 2/4.  521. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Almannavarnanefnd.


Til máls tóku: Ingi Þór Ágústsson, Sigurður Pétursson og Magnús Reynir Guðmundsson.


Undir þessum lið dagskrár voru Snorra Hermannssyni og Gísla Gunnlaugssyni færðar sérstakar þakkir fyrir ára löng störf í almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar.

Fundargerðin 14/3.  1. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 15/3.  81. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


Fundargerðin 12/3.  17. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Félagsmálanefnd.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 20/3.  281. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Ingi Þór Ágústsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 19/3.  253. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir. 


  


Fundargerðin 21/3.   75. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Stjórn Skíðasvæðis.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Ingi Þór Ágústsson.   

 


Fundargerðin 12/3.  10. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 19/3.  11. fundur.


5. liður.  Bæjarstjórn tekur undir þakkir stjórnar Skíðasvæðis til velunnara Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Ingi Þór Ágústsson.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 7., 8., 9. og 10. lið 259. fundargerðar umhverfisnefndar.


Bæjarstjórn samþykkir tillögur umhverfisnefndar um að senda tillögurnar í auglýsingu  og óskar jafnframt eftir samstarfi við íbúasamtökin í Önundarfirði og Dýrafirði um kynningu á aðal- og deiliskipulagstillögunum.


Komi fram athugasemdir við tillögurnar skal umhverfisnefnd fjalla um þær sérstaklega, eins og getið er um í 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 


Fundargerðin 14/3.  258. fundur.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


Fundargerðin 28/3.  259. fundur.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


5. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


7. - 10. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


Fundargerðin 29/3.  260. fundur.


9. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


X. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2008-2010, síðari umræða.  


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2008-2010 við síðari umræðu.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir X. lið dagskrár.


,,Bæjarfulltrúar Í-lista lýsa því yfir, að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 2008-2010, sem nú er lögð fyrir bæjarstjórn er marklítið plagg, sem ekki er nothæft sem stjórntæki eða sem stefnumótun fyrir bæjarsjóð.  Áætlunin gerir ekki ráð fyrir veigamiklum stefnumiðun, sem fram koma í meirihlutasamkomulagi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks eða viðhaldsframkvæmdum, sem nauðsynlegar eru samkvæmt úttekt bæjartæknifræðings.  Ekki er gert ráð fyrir nýrri sundlaug- og líkamsræktarstöð á Ísafirði, svo dæmi sé nefnt.  Vegna þessa sjáum við okkur ekki fært að taka afstöðu til málsins og sitjum hjá við afgreiðslu þessa.?


Undirritað af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur og Magnúsi Reyni Guðmundssyni.

 

Að loknum umræðum um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans, lagði Birna Lárusdóttir, forseti, til að áætlunin  yrði samþykkt.


Tillaga forseta samþykkt 4-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 22:38.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.      


Ingi Þór Ágústsson.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.    


Jóna Benediktsdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir. 


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?