Bæjarstjórn - 218. fundur - 1. febrúar 2007

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Svanlaug Guðnadóttir.  Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 22/1. og 29/1.


II. Fundargerð atvinnumálanefndar 30/11.06.


III. Fundargerð barnaverndarnefndar 18/1.


IV. Fundargerði félagsmálanefndar 16/1.


V. Fundargerð fræðslunefndar 23/1.


VI. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 24/1.


VII. Fundargerð landbúnaðarnefndar 10/1.


VIII. Fundargerð menningarmálanefndar 18/1.


IX. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða 19/1. 


X. Fundargerðir stjórnar Skíðasvæðis 20/1. og 23/1.


XI. Fundargerðir umhverfisnefndar 17/1. og 24/1.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Ingi Þór Ágústsson og Svanlaug Guðnadóttir.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu við 5. lið 511. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita verkefninu umbeðna fjárhæð kr. 50.000.- á mánuði í 11 1/2 mánuð, styrkurinn verði nýttur til greiðslu á húsaleigu.?

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista, við 11. lið 511. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar beinir þeim tilmælum til starfshóps, sem falið var endurskoðun laga um Námsgagnastofnun, að hann skoði sérstaklega þann kostnað, sem fellur á sveitarfélögin vegna þeirrar stefnu Námsgagnastofnunar, að gefa sem mest af efni út á vef, það er til ljósritunar.  Í þessu sambandi má nefna sérstaklega kennsluleiðbeiningar og ítarefni fyrir nemendur sem ætlað er til útprentunar.  Óskað er eftir að á þessu finnist ásættanleg lausn, sem felur í sér að ríkið greiði allan kostnað við námsgögn fyrir nemendur.?


Undirritað af Rannveigu Þorvaldsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Sigurði Péturssyni og Jónu Benediktsdóttur.

 


Fundargerðin 22/1. 511. fundur.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga Jónu Benediktsdóttur samþykkt 8-0.


9. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


11. liður. Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 29/1.  512. fundur.


2. liður.  Bæjarstjórn samþykkir þátttöku 5-4.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 30/11.06.  69. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd. 


Fundargerðin 18/1.  77. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Félagsmálanefndar. 


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu við 3. lið 278. fundargerðar félagsmálanefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með fram komið frumvarp um breytingar á lögum nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna.  Þessi breyting kveður skýrar á en þau lög sem fyrir eru og ætti meðal annars, að hjálpa til við að berjast gegn kynbundnum launamun.?

 


Fundargerðin 16/1.   278. fundur.


3. liður.  Tillaga Jónu Benediktsdóttur 7-1.


5. liður. Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.


6. liður. Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.


7. liður b.  Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liður lagðir fram til kynningar.

 


V. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Svanlaug Guðnadóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.

 


Fundargerðin 23/1.  251. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku:  Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


 


Fundargerðin 24/1.  72. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Landbúnaðarnefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.

 


Fundargerðin 10/1.  77. fundur.


1. liður.  Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VIII. Menningarmálanefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Fundargerðin 18/1.  134. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Stjórn Byggðasafns Vestfjarða.


Til máls tók: Sigurður Pétursson.

 

Fundargerðin 19/1.  12. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X. Stjórn Skíðasvæðis.


Fundargerðin 20/1.   7. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 23/1.  8. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XI. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Ingi Þór Ágústsson.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu frá Í-lista við 2. lið 250. fundargerðar umhverfisnefndar.  Skipan starfshóps sem ætlað er að vinna að stofnun Hornstrandastofu. 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að skipa starfshóp, sem vinnur að tillögu um stofnun Hornstrandastofu í samræmi við tillögu í Vaxtarsamningi Vestfjarða.  Eðlilegt er að Ísafjarðarbær taki forystu í málinu enda fer bæjarfélagið með umsjón friðlandsins skv. samningi við umhverfisráðuneytið.  Samkvæmt tillögunni er Hornstrandastofu ætlað, að efla rannsóknir og þekkingu á málefnum friðlandsins á Hornströndum, ásamt því að tryggja fjármagn fyrir heilsárstarfi við umhirðu og landvörslu á Hornströndum.  Rannsóknar- og þekkingarstofan verði í tengslum við Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík og Upplýsingamiðstöð ferðamála á Ísafirði.?


Greinargerð:  Rannsóknir sem þegar hefur verið unnið að eru m.a. í refarannsóknum, mannfræði, jurtafræði, bjargfuglum o.fl. Hornstrandir og Jökulfirðir eru langstærstu óbyggðir Íslands, þar sem engin vélknúin umferð er á landi.  Sérstaða svæðisins er óumdeild og ber að veita henni enn frekari athygli með stofnun Hornstrandastofu og með því að tryggja fjármagn fyrir landvörslu, sem ekki sé einungis 8-12 vikur á ári heldur sé yfir vor, sumar og haust, en starfskrafturinn nýtist svo á öðrum tíma til skipulagningar, stefnumótunar, samráðs við landeigendur, sumarbústaðaeigendur, ferðaþjónustuaðila og rannsóknaraðila.


Í Vaxtarsamningi eru Ísafjarðarbær og umhverfisráðuneyti ábyrg fyrir framkvæmd tillögunnar og á Hornstrandaráðstefnunni, sem fram fór síðast liðna helgi, lýsti umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz því yfir að hún væri tilbúin að leggja sig fram til að ná þessum markmiðum um eflingu á starfsemi í kringum Hornstrandafriðlandið.


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Sigurði Péturssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Örnu Láru Jónsdóttur.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi tillögu við 2. lið 250. fundargerðar umhverfisnefndar.  ,,Geri þá tillögu að tillögu Í-lista um stofnun starfshóps um Hornstrandastofu verði vísað til bæjarráðs.? 


Tillögu bæjarstjóra fylgir svohljóðandi bókun.  ,,Fulltrúi Ísafjarðarbæjar í starfshópi iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram tillögu um stofnun Hornstrandastofu, sem lögð var fram af Verkefnisstjórn um byggðaáætlun fyrir Vestfirði.  Verkefnisstjórn lagði fram tillögu sína í janúar 2005 og var Vaxtarsamningur Vestfjarða byggður á þeim tillögum.  Frumkvæði Ísafjarðarbæjar undir forystu núverandi meirihluta hefur því verið algjört í málefnum Hornstrandastofu.?


 


Fundargerðin 17/1.  250. fundur.


2. liður.  Tillaga bæjarstjóra um vísan tillögu Í-lista til bæjarráðs samþykkt 8-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


Fundargerðin 24/1.  251. fundur.


2. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:22

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Ingi Þór Ágústsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?