Bæjarstjórn - 209. fundur - 21. september 2006

 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Í upphafi fundar lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram skrifleg svör við fyrirspurnum Í-lista frá 208. fundi bæjarstjórnar.

 


Dagskrá:


I. Kjör varaforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


II. Fundargerðir bæjarráðs 11/9. og 18/9.


III. Fundargerð félagsmálanefndar 12/9.


IV. Fundargerð hafnarstjórnar 13/9.


V. Fundargerð hafnarstjórnar 13/9.


VI. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 13/9.


VII. Fundargerð starfshóps um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 5/9.


VIII. Fundargerð umhverfisnefndar 13/9.

 


I. Kjör varaforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Til máls tóku: Ingi Þór Ágústsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Guðni G. Jóhannesson.

 

Tillaga kom fram frá meirihluta bæjarstjórnar B- og D-lista, um að Gísli H. Halldórsson af D-lista, verði kjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Tillaga kom fram frá Örnu Láru Jónsdóttur, um Jónu Benediktsdóttur, sem fyrsta varaforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Tillagan meirihluta B- og D-lista samþykkt 5-2.


 


Að kosningu fyrsta varaforseta lokinni vék Ingi Þór Ágústsson úr sæti forseta og við tók Gísli H. Halldórsson, nýkjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 


II. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Magnús Reynir Guðmundsson,  Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 9. lið 493. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 11. september s.l.  ,,Bókun vegna ráðningarsamnings bæjarstjóra.  Ráðningarsamningur meirihluta bæjarstjórnar og Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsettur 11. september s.l. með gildistíma frá 12. júní 2006, sem lagður er fyrir bæjarstjórn í dag, hlýtur að vekja margar spurningar hjá íbúum Ísafjarðarbæjar.  Með samanburði við eldri samning, frá 22. júní 2002, og áætlun um fjölda funda í bæjarráði, bæjarstjórn og fræðslunefnd virðist ljóst, að laun bæjarstjóra hækka úr kr. 885.267.- í kr. 1.078.551.- á mánuði. 


Ber þar hæst hækkun fastra launa úr kr. 420.000.- í kr. 500.000.- pr. mánuð, hækkun yfirvinnu miðað við 60 klst. pr. mánuð úr kr. 261.702.- í kr. 311.550.- nýjar greiðslur fyrir formennsku í fræðslunefnd kr. 29.185.- pr. mánuð og hækkun bifreiðastyrks úr kr. 68.500.- í kr. 102.750.- pr. mánuð, en þar er gert ráð fyrir að bæjarstjóri aki 1.500 km. á mánuði eða 18.000 km. á ári.  Hækkun fastra launa og yfirvinnu er 19% og hækkun bifreiðastyrks 25%.


Til samanburðar eru laun Gríms Atlasonar, bæjarstjóra í Bolungarvík, sem hefur margra ára háskólamenntun að baki, kr. 600.000.- og er öll yfirvinna innifalin og 300 km. pr. mánuð í bifreiðastyrk eða samsvarandi aukningu kílómetra pr. mánuð í nýjum samningi bæjarstjóra.


Vitað er, að Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, hefur þegið og þiggur laun fyrir störf í ýmsum nefndum á vegum ríkisins, svo sem í stjórn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og víðar og bætast þessi laun við þau laun, sem hann þiggur frá Ísafjarðarbæ.  Þá er mótframlag bæjarsjóðs í lífeyrissjóð vegna Halldórs reiknað af öllum launum og er 8%, þegar aukaframlag hefur verið meðtalið.


Það má því gera ráð fyrir að heildarútgjöld Ísafjarðarbæjar, ásamt því sem talið hefur verið hér að framan, geti numið á ársgrundvelli um 15 milljónir króna.


Bæjarfulltrúar Í-lista greiða atkvæði gegn ráðningarsamningi við Halldór Halldórssonar, bæjarstjóra og telja sér ekki heimilt, fyrir hönd íbúa Ísafjarðarbæjar, að greiða honum slík ofurlaun, sem samningurinn gerir ráð fyrir.


Bókunin er undirrituð af Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.

 


Fundargerðin 11/9.  493. fundur.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


9. liður.  Ráðningarsamningur við bæjarstjóra samþykktur 5-4.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 18/9.  494. fundur.


4. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


7. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Rannveig Þorvaldsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Guðni G. Jóhannesson, Arna Lára Jónsdóttir og Jóna Benediktsdóttir. 

 


Fundargerðin 12/9.  272. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Lögð var fram tillaga Í-lista við 8. lið 243. fundargerðar fræðslunefndar.  ,,Leggjum til, að verð fyrir skólamáltíð á Suðureyri verði kr. 165.- per máltíð þar til að varanleg lausn verður fundin á mötuneytismálum á Suðureyri.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 5. og 6. lið 243. fundargerðar fræðslunefndar.  ,,Í-listinn leggur áherslu á að öll atriði og erindi sem berast bæjarfélaginu og geta talist stefnumótandi eða fordæmis gefandi verði tekin til umfjöllunar í viðeigandi nefndum í stað þess að starfsmenn bæjarins taki einhliða ákvarðanir um þau.


Slíkt yrði til þess að fleiri sjónarmið kæmust að við vinnslu erindanna og starfsmenn bæjarins hefðu þá formlega ákvarðanatöku á bak við afgreiðslu sína.  Tveir liðir í fundargerð fræðslunefndar frá 12. september 2006 varða greinilega stefnu bæjaryfirvalda, liður 5, sem fjallar um málefni innflytjenda og lið 6, sem fjallar um styrkbeiðni sem samrýmist grunnskólastefnu.  Óeðlilegt er að fræðslunefnd fjalli ekki formlega um slík mál áður en afstaða er tekin til erindanna.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Magnúsi Reyni Guðmundssyni.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 6. lið fundargerðar fræðslunefndar frá 12. september 2006.  ,,Í bókun nefndarinnar kemur fram að samkvæmt grunnskólastefnu Ísafjarðarbæjar hefði átt að verða við erindi því sem þar er fjallað um.  Því var samt sem áður hafnað af Skóla- og fjölskylduskrifstofu með þeim rökstuðningi að ekki hefðu verið settar verklagsreglur um hvernig skuli standa að lausnum slíkra mála og ekki hafði verið gert ráð fyrir þeim við gerð fjárhagsáætlunar.  Í þessu tilviki er um að ræða mjög lága fjárhæð, líklega 20.000 krónur.  Í-listinn leggur áherslu á að verklagsreglur sem eiga við atriði sem bæjaryfirvöld hafa sett fram sem skilgreinda stefnu sína verði settar hið fyrsta svo bæjarbúar viti að hverju þeir ganga í samskiptum sínum við bæjaryfirvöld.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Magnúsi Reyni Guðmundssyni.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun undir 6. lið 243. fundargerðar fræðslunefndar.   ,,Grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar er stefnumið, en ekki samþykkt regla.  Til að geta framkvæmt eftir grunnskólastefnu þurfa verklagsreglur að vera samþykktar og gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.?

 


Fundargerðin 12/9.  243. fundur.


8. liður.  Tillaga Í-lista felld 5-4.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


V. Hafnarstjórn.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Guðni G. Jóhannesson. 

 


Fundargerðin 13/9.  118. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.    

 


Fundargerðin 13/9.  64. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.


Til máls tók: Magnús Reynir Guðmundsson.

 


Fundargerðin 5/9.  5. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Guðni G. Jóhannesson.

 


Fundargerðin 13/9.  239. fundur.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga borin fram af forseta um að vísa þessum lið til byggingarnefndar


Grunnskóla Ísafjarðarbæjar og umhverfisnefndar til frekari skoðunar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:42.


       


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.     


Ingi Þór Ágústsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?