Bæjarstjórn - 208. fundur - 7. september 2006

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Birna Lárusdóttir í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

 

Í upphafi fundar las Ingi Þór Ágústsson, forseti, upp bréf frá Birnu Lárusdóttur, bæjarfulltrúa D-lista, dagsett 7. september 2006, þar sem hún með vísan til 39. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar og 34. gr. sveitarstjórnarlaga, óskar eftir leyfi til ársloka 2006 frá störfum sem bæjarfulltrúi, af persónulegum ástæðum.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram í upphafi  fundar skrifleg svör við fyrirspurnum Sigurðar Péturssonar frá 207. fundi bæjarstjórnar frá 31. ágúst 2006.  

 


Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 19/6., 3/7., 10/7., 17/7., 24/7., 8/8., 21/8., 28/8 og 4/9.


II. Fundargerð atvinnumálanefndar 4/7.


III. Fundargerðir barnaverndarnefndar 4/7. og 24/8.


IV. Fundargerðir félagsmálanefndar 9/8. og 29/8.


V. Fundargerðir fræðslunefndar 23/5., 27/6. og 15/8.


VI. Fundargerðir hafnarstjórnar 20/6. og 26/7.


VII. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 23/08.


VIII. Fundargerðir landbúnaðarnefndar 28/6. og 23/08.


IX. Fundargerðirmenningarmálanefndar 20/7. og 28/8.


X. Fundargerðir umhverfisnefndar 21/6., 12/7., 2/8. og 23/8.


XI. Fundargerðir bygginganefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 1/7. og 11/8.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Ingi Þór Ágústsson, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Gísli H. Halldórsson.  

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram f.h. Í-lista svohljóðandi tillögu við 3. lið 485. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að fallast á erindi Svanlaugar Guðnadóttur fh. Svæðisráðs Vestfjarða, dags. 26. júní 2006, um endurgreiðslu vegna afnota fatlaðra af ferðaþjónustu Ísafjarðarbæjar á tímabilinu 1. janúar 2003 til 1. nóvember 2005, samtals að upphæð kr. 347.648.-, en samkvæmt úrskurði félagsmálaráðuneytisins, frá 8. ágúst 2005, var óheimilt að taka greiðslu fyrir aksturinn.?

Greinargerð:


Félagsmálaráðuneytið fer með sveitarstjórnarmál í landinu og úrskurðar um fjölmörg deilumál sem upp kunna að koma.  Í máli því, sem rætt er hér að framan, hefur félagsmálaráðuneytið úrskurðað, að Ísafjarðarbæ sé óheimilt að taka greiðslu af fötluðum eða aðstandendum þeirra, fyrir akstur fatlaðra til og frá stofnunum.  Eftir að slíkur úrskurður liggur fyrir ætti ekki að véfengja hann og þverskallast við að leiðrétta mistök, sem bæjarstjórn og starfsmenn Ísafjarðarbæjar hafa gert undanfarin þrjú ár.  Afgreiðsla meirihluta bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, á fundi bæjarráðs 3. júlí s.l., er dæmigert fyrir afstöðu meirihlutans til þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu og er enn eitt dæmið um það afskiptaleysi sem meirihluti bæjarstjórnar og bæjarstjóri hafa gagnvart starfsfólki sínu, sem gengur sífellt á lagið og tekur sér völd, sem eiga að vera í höndum bæjarstjórnar.


Kr. 347.648.- sem hér eru til umræðu munu ekki sliga bæjarsjóð að neinu marki, a.m.k. ekki á borð við þau stórkostlegu útgjöld, sem ráðist hefur verið í á þessu ári, án þess að þeirra væri getið í gildandi fjárhagsáætlun.

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram skriflega svohljóðandi fyrirspurnir til bæjarstjóra f.h. Í-lista.  Óskast svarað skriflega.


1. Hvað hefur verið ráðstafað miklu fé til framkvæmda og annarra verkefna hjá Ísafjarðarbæ og stofnunum hans á yfirstandandi ári, umfram það sem samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 ?


2. Hver er heildarkostnaður við sparkvöll í Holtahverfi, sundurliðað í kostnað Ísafjarðarbæjar, K.S.Í. og íbúa í hverfinu ?


Hver er reynsla af samstarfinu við íbúa Holtahverfis við gerð vallarins og telur bæjarstjóri koma til greina, að gera álíka samninga við íbúa í Hnífsdal, á Flateyri og á Suðureyri að fenginni reynslunni í Holtahverfi ?


3. Á 486. fundi bæjarráðs 3. liður var erindi frá Fasteignamati ríkisins, varðandi endurmat olíugeyma, vísað til fjármálastjóra.  Hver er staða málsins ?


4. Á 487. fundi bæjarráðs 2. lið var óskað eftir upplýsingum um lóðakaup Ísafjarðarbæjar s.l. 5 ár og hugsanlegan samanburð við sambærileg sveitarfélög, í tilefni erindis frá G7 ehf., Ísafirði, vegna kaupa á hluta lóðarinnar við Sundstræti 36 á Ísafirði.  Hver er staða þessa máls ?


5. Í tilefni 4. liðar bæjarráðs frá 487. fundi.  Hefur verið gengið formlega frá samningi Ísafjarðarbæjar og Miðfells hf., um uppgjör skulda og aukningu hlutafjár Ísafjarðarbæjar í Miðfelli hf. ?


6. Hver er heildarkostnaður við geymsluport á Suðurtanga, sbr. 4. lið fundargerðar bæjarráðs frá 488. fundi ?  Hver var kostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar ?


7. Er það rétt að malbikunarframkvæmdum við Túngötu og Sætún á Suðureyri hafi verið lokið, þegar leitað var heimildar bæjarráðs um aukafjárveitingu til verksins, að upphæð kr. 12 milljónir, á fundi bæjarráðs 21. ágúst 2006 ?

 

Hver urðu heildarútgjöld Ísafjarðarbæjar við malbiksframkvæmdir í sumar og í hvaða verkefni var ráðist sem ekki voru á fjárhagsáætlun, auk þeirra framkvæmda sem um ræðir hér að ofan á Suðureyri ?

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram skriflega svohljóðandi fyrirspurnir f.h. Í-lista, til bæjarstjóra og formanns fræðslunefndar.  Óskast svarað á fundinum.


Í fjölmiðlum hefur hróður Ísafjarðarbæjar borist víða undanfarna daga, vegna ákvörðunar um að heimila ekki börnum innflytjenda, sem ekki hafa enn fengið kennitölu, aðgang að grunnskólum bæjarins.  Því er spurt.


1. Hefur legið fyrir lengi að börn innflytjenda, sem ekki hafa fengið kennitölu, fengju ekki aðgang að grunnskólum í Ísafjarðarbæ ?


2. Hefur fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar rætt og markað stefnu í þessu máli, án þess að leggja málið fyrir bæjarstjórn ?


3. Hafi slík stefna ekki verið mörkuð á réttum stöðum í stjórnkerfinu, þ.e. í fræðslunefnd og í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, hefur þá bæjarstjóri og formaður fræðslunefndar e.t.v. lagt blessun sína yfir þær ákvarðanir, sem vakið hafa þjóðarathygli á Ísafjarðarbæ fyrir réttsýni og skilning í garð innflytjenda ?


4. Telur bæjarstjóri það eðlilegt, að beita börnum innflytjenda fyrir sig, með þeim hætti, sem landsmenn allir hafa nú fengið að vita, til að fá fljótari afgreiðslu í stofnunum lýðveldisins svo sem hjá Útlendingaeftirlitini og Þjóðskrá ?


5. Telur bæjarstjóri að þeir atburðir, sem orðið hafa í fyrrnefndu máli undanfarna daga, muni leiða til þess að bæta ímynd Ísafjarðarbæjar ?

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi tillögu við tillögu Í-lista undir 3. lið 485. fundargerðar bæjarráðs.


,,Legg til að tillögu Í-lista varðandi endurgreiðslu vegna aksturs fatlaðra verði vísað til bæjarráðs.? 


Greinargerð: 


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti að taka ekki gjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ.  Ágreiningur er milli ríkis og sveitarfélaga um þetta mál.  Samkvæmt upplýsingum sem bæjarstjóri aflaði sér þegar gjald fyrir akstur fatlaðra var fellt niður hjá Ísafjarðarbæ hafði það ekki verið fellt niður hjá öðrum sveitarfélögum enda er um ágreiningsmál milli ríkis og sveitarfélaga að ræða.

 


Fundargerðin 19/6.  484. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 3/7.  485. fundur.


3. liður.  Tillaga Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, samþykkt 5-4.


Jóna Benediktsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.


Guðni G. Jóhannesson gerði grein fyrir atkvæði sínu.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu 3. liðar 485. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarfulltrúar Í-lista lýsa furðu sinni á þeirri ákvörðun meirihlutans að vísa til bæjarráðs tillögu Í-listans, um að endurgreiða til fatlaðra eða aðstandenda þeirra kostnað sem tekinn var án heimildar á árunum 2003-2005, alls kr. 347.648.-  Á sama tíma og samþykkt hefur verið að taka upp sérstakar ferðir í kerfi almenningssamgangana í Ísafjarðarbæ fyrir Hraðfrystihúsi Gunnvör, sem ekki treystir sér lengur til að kosta ferðir fyrir starfsfólk sitt, sem kosta margfalt meira en ferðir fyrir fatlaða, þá tefur meirihlutinn málið og sýnir þessi afstaða betur en margt annað hug meirihlutans til fatlaðra annars vegar og hug til stórfyrirtækis hins vegar, sem leitast við að auka frekar gróða sinn?.  Undirritað af bæjarfulltrúum Í-lista.

 

Gísli H. Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun við 3. lið 485. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Tilraun bæjarins í samstarfi við HG útilokar ekki að endurgreiðsla til fatlaðra geti farið fram.  Aðdróttanir um slíkt er skrípaleikur.?


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 10/7.  486. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 17/7.  487. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 24/7.  488. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 8/8.  489. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 21/8.  490. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 28/8.  491. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 4/9.  492. fundur.


1. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Fundargerðin 4/7.  66. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Fundargerðin 4/7.  70. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 24/8.  71. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Gísli H. Halldórsson.


Fundargerðin 9/8.  270. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 29/8.  271. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Fræðslunefnd.


Til máls tóku:  Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Guðni G. Jóhannesson.


Fundargerðin 23/5.  240. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 27/6.  241. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 15/8.  242. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Hafnarstjórn.


Til máls tóku:  Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir og Guðni G. Jóhannesson.


Fundargerðin 20/6.  116. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 26/7.  117. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Íþrótta- og tómstundanefnd. 


Til máls tóku:  Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Ingi Þór Ágústsson, forseti.


Fundargerðin 23/8.  63. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Landbúnaðarnefnd.


Til máls tók:  Jóna Benediktsdóttir.


Fundargerðin 28/6.  74. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 23/8.  75. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Menningarmálanefnd.


Til máls tóku:  Sigurður Pétursson, Ingi Þór Ágústsson, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson og Guðni G. Jóhannesson.


Fundargerðin 20/7.  124. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 28/8.  125. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku:  Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Fundargerðin 21/6.  235. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 12/7.  236. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 2/8.  237. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 23/8.  238. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XI. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


Til máls tóku:  Sigurður Pétursson, Guðni G. Jóhannesson og Jóna Benediktsdóttir.


Fundargerðin 1/7.  14. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 11/8.  15. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 22:45

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Ingi Þór Ágústsson, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.     


Gísli H. Halldórsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?