Bæjarstjórn - 206. fundur - 17. ágúst 2006


Aukafundur


Til fundarins er boðað skv. 16. grein bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar og 15. gr. sveitarstjórnarlaga eftir beiðni bæjarfulltrúa Í-lista um aukafund í bæjarstjórn.


Fjarverandi aðalfulltrúar: Birna Lárusdóttir í h. st. Níels Ragnar Björnsson.  Jóna Benediktsdóttir í h. st. Kristján Andri Guðjónsson. Halldór Halldórsson  í h.st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Guðni Geir Jóhannesson í h.st. Svanlaug Guðnadóttir.


Dagskrá skv. 3 tl. 16. gr. bæjarmálasamþykktar.


Fulltrúar Í-lista lögðu fram eftirfarandi fyrirspurnir í upphafi fundar til bæjarstjóra:





1. Úttekt á kynjabundnu launamisrétti í Ísafjarðarbæ.


Hvað líður úttekt á kynjabundnum launamun hjá Ísafjarðarbæ sem samþykkt var í bæjarráði á kvennafrídaginn 24. október 2005?





2. Félagsmiðstöð fyrir unglinga á Ísafirði.


Skólasetning Grunnskóla Ísafjarðar verður haldin 26. ágúst nk. og ekki hefur enn  komið fram að hálfu bæjaryfirvalda hvar starfsemi félagmiðstöðvar verður hýst. Legið hefur fyrir í talsvert langan tíma þær breytingar sem standa nú yfir á húsnæði Grunnskólans á Ísafirði og að þeir unglingar sem sækja félagmiðstöðina myndu missa athvarf sitt. Spurt er hvar bæjaryfirvöld hugsa sér að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar verði til húsa, annars vegar til frambúðar og hins vegar á meðan á breytingunum stendur?





3. Rannsóknir á útblástri frá sopreyðingarstöðinni Funa.


Hafa farið fram rannsóknir á útblæstri frá sorpeyðingarstöðinni Funa og ef ekki, stendur þá til að gera slíka rannsókn?


Greinargerð.


Reyk- eða gufumengun hefur verið mjög áberandi frá sorpbrennslunni Funa síðustu misseri og margoft verið spurt um úrbætur. Þar sem svokallaðar pokasíur í Funa eru nú loksins komnar til Ísafjarðar, ætti svokallaður reykur frá Funa að hverfa. Forvitnilegt er að fá úr því skorið hvaða efni séu í útblæstri frá stöðinni og hvaða rannsóknir hafi farið fram á honum.


Fyrirspyrjandi veltir þeim möguleika fyrir sér hvort ekki ætti að skoða stækkun á Funa þar sem stöðin anni engan veginn þeim verkefnum, eða því sorpi, sem þar leggst til. Á álagstímum er Funi keyrður allt af tekur.  Eftir þeim upplýsingum sem við höfum má hitinn efst í strompi ekki fara yfir 200 gráður, þá er hætta á að svokallaðar pokasíur eyðileggist.  Þar með er álitamál hvort ekki sé ráðlegt að skoða stækkun stöðvarinnar til varnar sjónmengun og að stöðin geti sinnt  sínu hlutverki svo sómi sé að.





4. Störf nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.


Á fundi sínum 15. júní kaus bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis í bænum. Þann 3. júlí var erindisbréf sent fulltrúum Ísafjarðarbæjar. Spurt er hvenær gera má ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman á fyrsta fund sinn og hvaða áætlanir eru uppi um störf nefndarinnar næstu mánuði?





5. Sundhallarbygging og líkamsræktarstöð á Ísafirði.


Hafa einhverjir fundir átt sér stað með bæjaryfirvöldum og fulltrúum frá undirbúningsfélagi að byggingu sundhallar og líkamsræktarstöðvar á Torfnesi á Ísafirði, og ef svo er hvað hefur komið fram á þeim fundi eða fundum og hver verða næstu skref sem tekin verða af hálfu bæjaryfirvalda í málinu?


Undir fyrirspurnina rita Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson,  Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.


Fulltrúar Í-lista lögðu fram eftirfarandi fyrirspurnir til forseta bæjarstjórnar og  formanns bæjarráðs Ísafjarðarbæjar:



6. Ráðningarsamningur við bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.


Á fundi bæjarstjórnar þann 15. júní var samþykkt að ráða Halldór Halldórsson bæjarfulltrúa D-lista, bæjarstjóra kjörtímabilið 2006-2010. Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs var jafnframt falið að gera skriflegan ráðningarsamning við bæjarstjóra og leggja hann fyrir bæjarráð til samþykktar í samræmi við 63. og 64. grein bæjarmálasamþykktar. Ráðningarsamningur hefur enn ekki verið lagður fyrir bæjarráð. Hvað tefur gerð ráðningarsamnings við bæjarstjóra og hvenær er von til þess að hann verði lagður fram til samþykktar?


Undir fyrirspurnina rita Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson,  Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.


Forseti bar upp með afbrigðum ósk bæjarfulltrúa Í-listans um að tillögur yrðu teknar til dagskrá fundarins.


Tillaga forseta er hafnað 5-4.


Magnús Reynir Guðmundsson, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson óskuðu eftir að taka til máls um fundarsköp forseta.


Sigurður Pétursson óskaði eftir 10 mín. hlé yrði gert á fundinum.


Bæjarfulltrúar Í-lista leggja fram eftirfarandi bókun:


Bæjarfulltrúar Í-listans mótmæla harðlega vinnubrögðum bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og meirihluta bæjarstjórnar á fundi bæjarstjórnar 17. ágúst 2006.  Með því að neita að taka á dagskrá þær tillögur og fyrirspurnir sem bæjarfulltrúar hafa lagt fyrir fundinn beitir meirihlutinn óheyrilegum yfirgangi og þverbrýtur allar lýðræðislegar reglur og hefðir í starfi bæjarstjórnar, með því að hengja sig í vafasöm formsatriði og neita að veita afbrigði frá samþykktum þvert ofan í munnlegt samkomulag þar um.  Bæjarfulltrúar Í-listans lýsa furðu og sorg yfir afstöðu almennra bæjarfulltrúa sjálfstæðis- og framsókarflokks og lýsa yfir fullkominni andúð á framferði meirihlutans og einræðistilburðum hans við stjórn bæjarmála.


Sigurður Pétursson.


Kristján Andri Guðjónsson.


Arna Lára Jónsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Meirihluti D- og B-lista telur ekki ástæðu til að taka tillögur Í-listans á dagskrá bæjarstjórnar vegna þess að bæjarráð hefur fjallað um flest þessi mál og hefur, með vísan til 205. fundar bæjarstjórnar vald til að ráða þeim til lykta fyrir hönd bæjarstjórnar þar til hún kemur saman til fundar þann 7. september 2006.


Ingi Þór Ágústsson.


Svanlaug Guðnadóttir.


Níels R. Björnsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Gísli Halldór Halldórsson.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 17:55.


                                                                                            


Jóhann B. Helgason, ritari.


Ingi Þór Ágústsson, forseti bæjarstjórnar.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Níels R. Björnsson.     


Magnús Reynir Guðmundsson.    


Sigurður Pétursson.


Kristján Andri Guðjónsson..     


Arna Lára Jónsdóttir.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir     


Gísli Halldór Halldórsson







 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?