Bæjarstjórn - 199. fundur - 11. apríl 2006

 

Fjarverandi aðalfulltrúar.  Ragnheiður Hákonardóttir í h. st. Elías Guðmundsson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir í h. st. Björn Davíðsson.

 

Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 20/3., 27/3., 3/4. og 10/4.


II. Fundargerðir almannavarnanefndar 21/3. og 24/3.


III. Fundargerð atvinnumálanefndar 24/3.


IV. Fundargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 27/3.


V. Fundargerð hafnarstjórn 27/3.


VI. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 29/3.


VII. Fundargerð landbúnaðarnefndar 6/4.


VIII. Fundargerð menningarmálanefndar 21/3.


IX. Fundargerð starfshóps til undirbúnings tilnefningar heiðursborgara Ísafjarðarbæjar 


     23/3. og 29/3.


X. Fundargerð umhverfisnefndar 22/3. og 5/4.


XI. Tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar, fyrri umræða.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Lárus G. Valdimarsson, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Elías Guðmundsson. 

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 4. lið 477. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að tilnefna Óskar Elíasson, Súðavík, sem aðalmann í stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga og Valgeir Scott, Súðavík, sem varamann.?

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu F-lista við 10. lið 476. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Lagt er til að atkvæðagreiðsla um tillögu meirihlutans, um breytingar á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar, fari ekki fram, þar sem örfáar vikur eru eftir af kjörtímabili núverandi bæjarstjórnar.?


Greinargerð. 


Í dag eru um sex vikur þar til gengið verður til kosninga um nýja bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ.  Það verður að teljast afar óviðeigandi að fráfarandi bæjarstjórn taki nú ákvarðanir um viðamiklar breytingar á stjórnkerfi bæjarins, ekki síst breytingar, sem geta haft í för með sér brotthvarf lykilstarfsmanna, sem hafa borið hitann og þungann af stjórnkerfinu um árabil.


Sjálfsagt er að fráfarandi bæjarstjórn lýsi skoðun sinni á þeim breytingum, sem hún telur eðlilegar í ljósi langrar reynslu og ber að fagna framlagningu þessara hugmynda, sem komandi stjórnvöld geta haft að leiðarljósi við hugsanlegar breytingar á stjórnkerfinu síðar meir.


Hugmyndir þær, sem hér eru til umræðu bera þess merki að mannabreytingar séu aðalatriðið í hugum núverandi valdhafa, en ekki þörfin fyrir kerfisbreytingu.


Hér er því eindregið lagt til, að fyrrnefndar breytingar á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar bíði nýrrar bæjarstjórnar.

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun F-lista við 15. lið 476. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Það ber að fagna því að meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur nú fallið frá þeirri hugmynd, að framkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði verði svokölluð einkaframkvæmd.


Öllum ábyrgum sveitarstjórnarmönnum hlýtur að vera ljóst, að húsnæði það, sem þjónar frumskylduverkefnum sveitarfélaganna, svo sem húsnæði leikskóla og grunnskóla, verður að vera í eigu sveitarfélaganna.


Að ætla sér að láta einkaaðila standa fyrir og fjármagna slíkar byggingar og gera síðan langtímasamning um leið, til 20-30 ára og þurfa að þeim tíma liðnum að byrja upp á nýtt og vera háður skilyrðum fasteignaeigendanna um leigukjör o.fl., er algjörlega óviðunandi.


Það er ánægjulegt að meirihlutinn hefur nú farið að ráðum minnihlutans, og horfið frá villu síns vegar, með því að leggja til að bygging skólahúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði verði á vegum bæjarfélagsins sjálfs, en ekki auðmanna sem vilja hagnast á kostnað sveitarfélagsins.?

 

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun F-lista við 16. lið 476. fundargerðr bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill, í tilefni lokaskýrslu stjórnar Gamla apóteksins, sem var til umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þriðjudaginn 11. apríl 2006, færa frumkvöðlum og stjórn Gamla apóteksins og öllum þeim, sem að starfseminni hafa komið á undanförnum árum, alúðar þakkir fyrir frábært forvarnar- og menningarstarf í Ísafjarðarbæ.


Það er sérlega mikils virði að hafa í samfélagi eins og Ísafjarðarbæ slíkt frumkvöðlafólk, sem er tilbúið að fórna tíma og starfskröftum fyrir hugsjónir sínar.?

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar við 15. lið 476. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Undirritaðir vilja leiðrétta þann misskilning sem kemur fram í bókun Magnúsar Reynis Guðmundssonar, að meirihlutinn hafi horfið frá ákvörðun um einkaframkvæmd.  Hið rétta er að meirihlutinn boðaði skoðun á einkaframkvæmd.  Gerð var úttekt á kostum og göllum einkaframkvæmdar og í framhaldi af því tekin ákvörðun um að fara ekki í einkaframkvæmd við byggingu Grunnskólans á Ísafirði.  Það er stefna meirihlutans, að leita hagkvæmustu leiða við framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í stað þess að hafna fyrirfram ákveðnum leiðum eins og bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra gerir.?  Bókunin undirrituð af bæjarfulltrúum meirihluta bæjarstjórnar.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta við 10. lið 476. fundargerðar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.  ,,Meirihluti bæjarstjórnar boðaði í stefnuræðu í desember s.l., að gerðar yrðu breytingar á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar.  Þær tillögur sem nú eru til umræðu og ákvarðanatöku eru afrakstur endurskoðunarinnar á efsta lagi stjórnsýslunnar, þ.e. sviðum Ísafjarðarbæjar.


Markmiðið er aukin skilvirkni stjórnsýslunnar bæði inn á við og út á við.  Breytingarnar eru liður í þeim úrbótum sem staðið hafa yfir um að efla skipulagsheildina Ísafjarðarbæ, sem þjónustustofnun þar sem allir starfsmenn og kjörnir fulltrúar ynnu að einu markmiði sem er að bæta aðstöðu íbúa Ísafjarðarbæjar og þjónustu við þá.


Það er eðlilegt að nýta þá reynslu og þekkingu sem er til staðar hjá núverandi kjörnum fulltrúum og bæjarstjóra af stjórnkerfi bæjarins til að gera breytingar á skipulaginu.  Slíkar breytingar hafa ávallt einhver áhrif á störf og persónulega hagi starfsfólks.  Slíkt má þó ekki koma í veg fyrir að breytingar séu gerðar.?


Undirritað af bæjarfulltrúum meirihluta bæjarstjórnar.

 

Björn Davíðsson lagði fram svohljóðandi bókun við 17. lið 476. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Með bréfi dagsettu 27. desember 2005 óska Olíudreifing og Skeljungur eftir stækkun núverandi lóðar við Suðurgötu á Ísafirði.  Á 193. fundi bæjarstjórnar þann 5. janúar lögðu bæjarfulltrúar S-lista fram svohljóðandi tillögu.  ,,Undirritaðir bæjarfulltrúar óska eftir faglegri úttekt á staðsetningu olíubirgðastöðvar við enda Sundabakka, við umfjöllun umhverfisnefndar og hafnarstjórnar um málið?.  Í framhaldinu fjölluðu báðar þessar nefndir um málið og komust að þeirri niðurstöðu að rétt væri að gera sérstaka úttekt á lóðamálum Olíubirgðastöðvar og niðurstaða hennar liggur nú fyrir.


Ég fagna þeirri afstöðubreytingu sem komið hefur fram af hálfu meirihlutans í máli þessu.  Með því næst fram áralöng stefna bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ, um að olíufélögin rými núverandi lóð og að jafnframt er tryggð sameiginleg aðstaða fyrir samkeppni á olíusölumarkaði.? 


 


Fundargerðin 20/3.  474. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 27/3.  475. fundur.


1. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


Magnús Reynir Guðmundsson lét bóka þá skoðun sína að málið eigi ekki


erindi til Ísafjarðarbæjar.


10. liður.  Tillaga bæjarráðs varðandi Storm samþykkt 9-0.


10. liður.  Tillaga bæjarráðs varðandi Hendingu samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 3/4.  476. fundur.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 7-0.


7. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


10. liður.  Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar felld 6-1.


12. liður.  Tillaga bæjarráðs um frágang skulda Miðfells hf., Ísafirði,


      við Ísafjarðarbæ samþykkt 9-0.


12. liður.  Tillaga bæjarráðs varðandi stórnotendaafslátt aukavatnsgjalds


      samþykkt 9-0.


15. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


16. liður.  Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar að bókun samþykkt 9-0.


17. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 10/4.  477. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga um tilnefningu í stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Almannavarnanefnd.


Fundargerðin 21/3.  62. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 24/3.  63. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Atvinnumálanefnd.


Fundargerðin 24/3.  63. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Bygginganefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. 


Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir og  Björn Davíðsson.


Fundargerðin 27/3.  13. fundur.


1. liður. Tillaga byggingarnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Hafnarstjórn.


Fundargerðin 27/3.  113. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Fundargerðin 29/3.  59. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Landbúnaðarnefnd.


Fundargerðin 6/4.  72. fundur.


1. liður.  Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VIII. Menningarmálanefnd.


Fundargerðin 21/3.  121. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Starfshópur til undirbúnings tilnefningar heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.


Fundargerðin 23/3.  1. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 29/3.  2. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X. Umhverfisnefnd.


Til máls tók: Birna Lárusdóttir, forseti

 

Birna Lárusdóttir, forseti lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun meirihluta bæjarstjórnar við 7. lið 230. fundargerðar umhverfisnefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur eðlilegt að við framsetningu á aðalskipulagi Vesturbyggðar sé gert ráð fyrir fleiri möguleikum, en fram koma í tillögunni, við gerð jarðganga sem tengja saman suður- og norðursvæði Vestfjarða. Bent er á samþykktir Fjórðungsþings Vestfirðinga varðandi jarðgöng frá Dýrafirði yfir í Vatnsfjörð.?

 


Fundargerðin 22/3.  229. fundur.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0. 


4. liður.  Tillaga umhverfisnefndar um Eikarlund 3, Ísafirði, samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga um bátalagi við austanvert Reykjanes í Ísafjarðardjúpi samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


Fundargerðin 5/4.  230. fundur.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


Guðni G. Jóhannesson vék af fundi undir afgreiðslu 3. liðar.


7. liður.  Tillaga meirihluta að bókun samþykkt 9-0. 


9. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


10. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


11. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


XI. Tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar, fyrri umræða.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Lárus G. Valdimarsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Guðni G. Jóhannesson og Björn Davíðsson,

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir tillögum að breytingum á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar við fyrri umræðu.   

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta undir þessum dagskrárlið.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að kynna tillögur að breytingum á stjórnskipulagi bæjarins fyrir starfsfólki. Athugasemdir við tillögurnar skulu berast til bæjarstjóra í síðasta lagi kl. 12:00, föstudaginn 28. apríl n.k.  Síðari umræða fer fram á bæjarstjórnarfundi 4. maí n.k.?

 

Tillaga meirihluta borin fram af forseta samþykkt 8-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 22:05.


   


Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.     


Svanlaug Guðnadóttir.


Elías Guðmundsson.      


Ingi Þór Ágústsson.


Lárus G. Valdimarsson.    


Björn Davíðsson.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?