Bæjarstjórn - 198. fundur - 16. mars 2006

 

Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 6/3. og 13/3.


II. Fundargerð barnaverndarnefndar 9/3.


III. Fundargerð félagsmálanefndar 7/3.


IV. Fundargerð fræðslunefndar 28/2.


V. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 8/3.


VI. Fundargerð umhverfisnefndar 9/3.


VII. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2007-2009. Síðari umræða.



I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Lárus G. Valdimarsson, Ragnheiður Hákonardóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta að bókun undir 6. lið 472. fundargerðar bæjarráðs:


,,Vestfjarðavegur nr. 60, Bjarkalundur ? Eyri í Reykhólahreppi. Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 28. febrúar 2006.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir vonbrigðum með úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem lagst er gegn leið B, en sú leið styttir vegalengd, ferðatíma og bætir umferðaröryggi. Skorað er á ráðherra samgöngumála og Vegagerðina að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra."

 


Fundargerðin 6/3. 472. fundur.


6. liður. Bókun borin fram af forseta samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 13/3. 473. fundur.


3. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Ragnheiður Hákonardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.


Birna Lárusdóttir, forseti, staðfesti afstöðu Ragnheiðar til þátttöku í atkvæðagreiðslunni.


11. liður. Tillaga bæjarráðs með breytingum á fylgiskjali II samþykkt 8-0.


Guðni G. Jóhannesson vék af fundi við afgreiðslu 11. liðar.


13. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



II. Barnaverndarnefnd.



Fundargerðin 9/3. 66. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Félagsmálanefnd.



Fundargerðin 7/3. 266. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



IV. Fræðslunefnd.

 

 

Til máls tóku: Lárus G. Valdimarsson, Svanlaug Guðnadóttir, Guðni G. Jóhannesson og Magnús Reynir Guðmundsson.


Fundargerðin 28/2. 235. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



V. Íþrótta- og tómstundanefnd.

 

 

Til máls tók: Birna Lárusdóttir, forseti.

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 4. lið 58. fundargerðar íþrótta- og tómstundanefndar:


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fellst ekki á tillögu íþrótta- og tómstundanefndar um að forstöðumenn geti breytt gjaldskrám tímabundið í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa. Til greina kemur að gera slíkar tímabundnar breytingar en tillögur að þeim skulu lagðar fyrir bæjarráð til staðfestingar eða höfnunar."

 


Fundargerðin 8/3. 58. fundur.


1. liður. Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 8-0.


4. liður. Tillaga borin fram af forseta samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



VI. Umhverfisnefnd.

 

 

Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Lárus G. Valdimarsson.

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 13. lið 228. fundargerðar umhverfisnefndar:


,,Með vísan til lýsingar í umsókn Þrastar Jóhannessonar f.h. landeigenda í Reykjarfirði gerir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ekki athugasemd við flutning beltagröfu frá Steingrímsfjarðarheiði í Reykjarfjörð um Fossadalsheiði. Mestur hluti leiðarinnar er í sveitarfélögunum Hólmavíkurhreppi og Árneshreppi. Bæjarstjórn bendir á lög nr. 44/1999 um náttúrvernd og reglugerð nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum. Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 619/1998 er umsækjanda bent á að ráðfæra sig við sýslumann vegna flutnings á tæki þá leið sem vísað er til í umsókn. Bæjarstjórn gefur ekki út framkvæmdaleyfi fyrir flutningi beltagröfunnar enda er ekki um framkvæmdaskylda ráðstöfun að ræða heldur flutning á tæki."

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun bæjarstjórnar við aðra málsgrein 18. liðar fundargerðar umhverfisnefndar:


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, vel unnin störf í þágu bæjarins síðastliðna tvo áratugi og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi."

 

Svanlaug Guðnadóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 11. lið fundargerðar umhverfisnefndar:


,,Aðal ferðamannatíminn er hásumarið. Með því að leyfa landeiganda að fara þarna aftur yfir með jarðýtu, þarf að tryggja að önnur ökutæki hafi ekki möguleika á að keyra þarna um."

 


Fundargerðin 9/3. 228. fundur.


1. liður. Þessi liður er til meðferðar hjá bæjarráði og kemur ekki til atkvæðagreiðslu nú.


3. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


4. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


5. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


12. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


13. liður. Tillaga sem borin var fram af forseta samþykkt 9-0.


14. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


16. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.



VII. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2007-2009. Síðari umræða.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Lárus G. Valdimarsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir því að ekki hafi komið fram breytingar á áður fram lagðri þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2007-2009 frá fyrri umræðu.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði til að þriggja ára áætlun 2007-2009 verði samþykkt.

 

Tillaga  forseta samþykkt 6-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 20:16.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Birna Lárusdóttir, forseti.

 

Guðni G. Jóhannesson. Svanlaug Guðnadóttir.

 

Ragnheiður Hákonardóttir. Ingi Þór Ágústsson.

 

Lárus G. Valdimarsson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

 

Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?