Bæjarráð - 820. fundur - 2. desember 2013

Þetta var gert:

1.      Nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. 2010-04-0016.

Lagður er fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 27. nóvember 2013, auk lýsingar á nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Óskað er eftir að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar taki áætlunina til afgreiðslu. 

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

2.      Sameiginlegt markaðsátak fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum. 2013-11-0023.

Umræður um framkomin gögn og kynningu á verkefninu fóru fram.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær taki þátt í verkefninu, með þeim skilyrðum að fá fulltrúa í stýrihóp verkefnisins. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að íbúar, fyrirtæki og beinir hagsmunaaðilar í sveitarfélögunum komi með í verkefnið. Þá telur bæjarráð enn fremur að skilyrði sé, áður en lengra er haldið með verkefnið, að fyrir liggi markhópagreining og tillögur að árangursmælingum.

 

3.      Smiðjan Þingeyri. 2012-09-0037.

Lagðir eru fram minnispunktar frá fundi stjórnar Byggðasafns Vestfjarða 6. nóvember 2013, auk fylgigagna.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Byggðasafnið taki Smiðjuna yfir.

 

4.      Fjölskyldumeðferð SÁÁ á Ísafirði. 2013-11-0057.

Lagt er fram bréf Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, f.h. SÁÁ, dags. 22. nóvember 2013, þar sem lagt er til að SÁÁ standi fyrir fjölskyldumeðferð á Ísafirði.

Bæjarráð hefur áhuga á verkefninu, felur fjölskyldusviði að vinna það áfram og leggja það aftur fyrir bæjarráð.

 

5.      Beiðni um styrk „Bændur græða landið“. 2013-11-0065.

Lagt er fram bréf Sunnu Áskelsdóttur, héraðsfulltrúa, f.h. Landgræðslu ríkisins, dags. 21. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“ á árinu 2014.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

 

6.      Grunnskólaakstur úr dreifbýli. 2013-09-0050.

Lagt er fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2013, vegna skólaaksturs úr dreifbýli.

Lagt fram til kynningar.

 

7.      Endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga. 2013-09-0050.

Lagt er fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2013, auk afrits af bréfi sem eftirlitsnefndin sendi endurskoðendum vegna endurskoðunar ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2012.

Lagt fram til kynningar.

 

8.      Ofanflóðamannvirki neðan Gleiðarhjalla. 2011-10-0068.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðunni.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Með vísan til þess gildandi hættumats fyrir Ísafjarðarbæ og samþykktrar tillögu um gerð varnarvirkja á svæðinu, sbr. m.a. erindi Ísafjarðarbæjar dags. 28. júní sl. til eigenda fasteignarinnar Seljalandsvegar 102, Ísafirði og þess að viðræður um kaup á fasteigninni hafa reynst árangurlausar, neytir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar heimildar sinnar samkvæmt 4. mgr. 11. gr. laga nr. 49/1997 og tekur hér með fasteignina Seljalandsveg 102, Ísafirði, ásamt öllu sem henni fylgir og fylgja ber, þ.m.t. lóðarréttindum, eignarnámi. Þar sem ágreiningur er um fjárhæð eignarnámsbóta er ákvörðun um þær vísað til matsnefndar eignarnámsbóta í samræmi við 4. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms. Ísafjarðarbær áskilur sér rétt til að taka umráð hins eignarnumda í samræmi við ákvæði 14. gr. laga nr. 11/1973.“ 

 

9.      Hækkun útsvarsálagningar. 2012-07-0029.

Lagður er fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir heimild til að hækka leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2013 vegna tilfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Bæjaráð leggur það til við bæjarstjórn að útsvar verði 14,52% vegna breytinga á málefnum fatlaðra.

 

10.  Póstafgreiðsla á Suðureyri og Þingeyri. 2013-11-0043.

Bæjarráð óskar eftir að hitta forsvarsmenn Íslandspósts.

 

11.  Húsnæðismál í sveitarfélaginu. 2013-12-0001.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun:

„Bæjarráði Ísafjarðarbæjar hafa borist ábendingar frá íbúum sveitarfélagsins um að íbúðir í eigu fjármálastofnana í sveitarfélaginu standi auðar og séu ekki boðnar til leigu, þrátt fyrir skort á leiguhúsnæði. Í einhverjum tilfellum hefur verið samþykkt leiga en þá sett upp leiga sem ekki er í neinu samræmi við leiguverð á svæðinu. Það sama virðist vera uppi á borðinu þegar kemur að sölu þessara sömu íbúða, of hátt söluverð sett á húsnæði sem svo verður til þess að eignirnar standa auðar og jafnvel í einhverjum tilfellum óhitaðar og liggja þannig undir skemmdum.

 

Vegna þessara ábendinga óskar bæjarráð Ísafjarðarbæjar eftir upplýsingum um eftirfarandi frá Íbúðalánasjóði, Landsbankanum, Íslandsbanka, Arionbanka, og Sparisjóði Bolungarvíkur.

 

1.    Hversu margar eignir á viðkomandi stofnun í sveitarfélaginu og hversu margar þeirra eru nú í útleigu?

 

2.    Hefur viðkomandi stofnun mótað sér einhverja stefnu varðandi leigu- og/eða söluverð eigna sinna í sveitarfélaginu? Ef svo, hver er sú stefna?“

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:43.

  

Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Kristján Andri Guðjónsson                                                  

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?