Bæjarráð - 680. fundur - 29. nóvember 2010


Þetta var gert:



1. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2011. - Undirbúningur til fyrri


 umræðu í bæjarstjórn. 2010-09-0031.


  Á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár, er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur og Þorleifur Pálsson, bæjarritari. Jón H. Oddsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, fóru yfir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og undirbúning til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 1. desember n.k.


  Bæjarráð samþykkir að leggja fyrir bæjarstjórn frumvarp til fyrri umræðu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011. 



2. Ákvörðun útsvarshlutfalls árið 2011.


 Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. þar sem sveitarstjórnir eru minntar á að skv. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga ber þeim að ákveða fyrir 1. desember n.k. hvert álagningarhlutfall útsvars skal lagt á tekjur manna á næsta ári.  Ákvörðun þessa skal jafnframt tilkynna fjármálaráðuneytinu fyrir 15. desember n.k.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn,  að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi, um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig, sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.


 


3. Fundargerðir nefnda.


 Fræðslunefnd 23/11.  303. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 22/11.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Nefnd um sorpmál 24/11.  6. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



4. Tillaga að ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. - Húshitunarkostnaður


 á ,,köldum svæðum?. 2010-10-0016.


Lögð fram tillaga frá Eiríki Finni Greipssyni, formanni bæjarráðs, að ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar er varðar húshitunarkostnað á köldum svæðum.  Tillagan er svohljóðandi.


,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar andmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands, að fella niður endurgreiðslur virðisaukaskatts á húshitunarkostnaði eins og stefnt er að í framlögðu frumvarpi á þingskjali 227, lið 11c. Fari þessi breyting eftir mun hún ein og sér leiða til hækkunar á húshitunarkostnaði um 4,25% á Vestfjörðum.


 Þá mótmælir bæjarráð Ísafjarðarbæjar harðlega áformum stjórnvalda, sem fram koma í fjárlagafrumvarpi ársins 2011, um lækkun á niðurgreiðslum húshitunar á rafkynntum svæðum.


Samanlagt munu þessi áform ríkisstjórnarinnar leiða til óbærilegrar hækkunar á húshitunarkostnaði á svo kölluðum ?köldum svæðum á landsbyggðinni?, umfram þær hækkanir sem orkuveiturnar hafa þegar ákveðið.


Það getur ekki með nokkru móti talist vera eðlilegt að stjórnvöld, sem kenna sig við jafnrétti og velferð, beiti sér fyrir auknu misrétti þegna sinna á þessu sviði, en nú þegar er húshitunarkostnaður í þéttbýli á landsbyggðinni og dreifbýli  frá tvö- til þrefaldur á við það sem hann er á hitaveitukynntum landsvæðum. 


 Því skorar bæjarráð Ísafjarðarbæjar á stjórnvöld, að snúa af þessari braut aukinnar mismununar þegna sinna.?


Tillaga Eiríks Finns Greipssonar, formanns bæjarráðs, að ályktun samþykkt í bæjarráði.



5. Skerðing á föstum bifreiðastyrk hjá Ísafjarðarbæ. 


Rætt um skerðingu á föstum bifreiðastyrk hjá Ísafjarðarbæ, er fyrst tók gildi þann 1. júlí 2009 og er í gildi út árið 2010.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að áður samþykkt skerðing á föstum bifreiðastyrkjum  hjá Ísafjarðarbæ verði varanleg. 


 


6. Bréf Ísafjarðarbæjar til forseta Alþingis. - Upplýsingaveita um


 Evrópusambandið.


 Lagt fram afrit af bréfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar til forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur, dagsett þann 23. nóvember sl. og fjallar um upplýsingaveitu Alþingis, um Evrópusambandið og nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar, um sama mál nr. 38.  Í bréfinu bendir bæjarstjóri á, að staðsetning upplýsingaveitunnar geti verið hvar sem er á landinu og bendir á Ísafjarðarbæ í því sambandi.


 Lagt fram til kynningar. 



 7. Bréf Gunnlaugs Jónassonar, Ísafirði. - Skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar.


 2010-11-0044.


  Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Jónassyni, Sundstræti 36, Ísafirði, dagsett 22. nóvember sl.  Bréfið fjallar um skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ og fyrirætlan um val á nýju skjaldarmerki.  Í bréfinu mælir Gunnlaugur með að skjaldarmerki Ísafjarðar-kaupstaðar, hannað af listamanninum Halldóri Péturssyni, verði gert að skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar.


 Lagt fram til kynningar.



8. Bréf félags- og tryggingamálanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga


 um málefni fatlaðra.


 Lagt fram bréf félags- og tryggingamálanefndar Alþingis, er varðar umsögn á frumvarpi til laga um málefni fatlaðra, flutningur málaflokksins til sveitarfélaga, mál nr. 256.  Óskað er eftir umsögn og að hún berist eigi síðar en 2. desember n.k. til nefndarsviðs Alþingis.


 Bæjarráð vísar bréfinu til umsagnar félagsmálanefnda.



9. Bréf umhverfisnefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um meðhöndlun


 úrgangs.


Lagt fram bréf umhverfisnefndar Alþingis, er varðar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, mál nr. 186.  Óskað er umsagnar og að hún berist eigi síðar en 21. desember n.k. til nefndarsviðs Alþingis.


Bæjarráð vísar bréfinu til umsagnar umhverfisnefndar og nefndar um sorpmál.



10. Byggðasafn Vestfjarða. - Stofnskrá 2010. 2010-11-0025.


 Lögð fyrir bæjarráð að nýju Stofnskrá Byggðasafns Vestfjarða 2010, en hún var áður lögð fyrir bæjarráð á 677. fundi þann 8. nóvember sl. og ákvörðun þá frestað, þar til upplýsingar lægju fyrir frá Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi, um afgreiðslur þeirra á Stofnskránni.


 Bæjarráð samþykkir stofnskrá Byggðasafns Vestfjarða, en óskar eftir að prósentutölur í 3. grein verði felldar niður.



11.  Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 781. stjórnarfundar.


 Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 781. fundi er haldinn var þann 10. nóvember sl., í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



12. Nefnd um skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ. - Tilnefning í bæjarráði. 2010-11-0044.


 Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir tillögu að skipan nefndarinnar, sem rædd verður frekar á næsta fundi bæjarráðs og lögð fyrir fund bæjarstjórnar væntanlega þann 9. desember n.k. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:55.





Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?