Bæjarráð - 609. fundur - 9. mars 2009


Þetta var gert:


1. Fjárhagsáætlun 2009. ? Hagræðingarkröfur.  2008-09-0008.Umræður um hagræðingarkröfu í samþykktri fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2009 upp á kr. 195-200 milljónir.  Á 257. fundi bæjarstjórnar þann 26. febrúar sl., voru samþykktar rekstrarhagræðingar upp á samtals kr. 107,8 milljónir. 2. Fundargerð.


Umhverfisnefnd 4/3.  309. fundur. 


Fundargerðin er í þrettán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Minnisblað bæjarritara. ? Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar.  2008-11-0018.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 6. mars s.l., er varðar tillögu íþrótta- og tómstundanefndar um skipan í Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar, samkvæmt 7. lið í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 25. febrúar sl.  Minnisblaðinu fylgir nokkurskonar erindisbréf fyrir Ungmennaráðið, ásamt útskriftum úr fundargerðum íþrótta- og tómstundanefndar, þar sem málið var á dagskrá.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga íþrótta- og tómstundanefndar, um erindisbréf fyrir Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar ásamt tilnefningum í ráðið verði samþykkt.4. Bréf Menntaskólans á Ísafirði. ? Afnot MÍ af íþróttahúsinu á Torfnesi. 2009-03-0017.


Lagt fram bréf frá Menntaskólanum á Ísafirði dagsett 4. mars sl., þar sem verið er að segja upp samningi MÍ við Ísafjarðarbæ vegna afnota skólans af íþróttahúsinu á Torfnesi.  Óskað er eftir endurskoðun og að nýr samningur tæki gildi frá og með 15. september 2009.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga um afnot MÍ af íþróttahúsinu á Torfnesi. 5. Bréf Starfsendurhæfingar Vestfjarða. ? Fundargerð stofnfundar ofl. 2009-03-0003.


Lagt fram bréf frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða dagsett 25. febrúar sl., þar sem fram kemur að stofndagur var þann 25. september 2008 og að ráðinn hefur verið forstöðumaður til starfa, sem er Harpa Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi.  Starfsendurhæfingin verður til húsa í Þróunar- og háskólasetri Vestfjarða við Árnagötu á Ísafirði.  Bréfinu fylgir stofnfundargerð og fréttatilkynning.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til félagsmálanefndar til upplýsinga.6. Bréf Flugstoða. ? Þjónustustig flugvalla.  2008-10-0036.


Lagt fram bréf frá Flugstoðum ohf., Reykjavík, dagsett 25. febrúar sl., er fjallar um þjónustustig tiltekinna flugvalla vegna sparnaðarráðastafana.  Í bréfinu kemur fram, að frá og með 1. apríl verður þjónustutími á Ísafjarðarflugvelli styttur um eina klukkustund, það er hefst kl. 08:00 að morgni í stað 07:00 áður.  Jafnframt að hvað varðar Þingeyrarflugvöll þá verður þjónusta frá l. maí n.k. miðuð við áætlunar-, sjúkra- og neyðarflug samkvæmt beiðni fyrir hvert flug.


Bæjarráð óskar umsagnar Flugfélags Íslands, sem stærsta notanda flugvallanna og umdæmisstjóra Flugstoða á Vestfjörðum, um hverju þetta breytir hvað varðar áætlunarflug til og frá Ísafjarðarbæ. 7. Afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. ? Umsókn um byggðakvóta 2008/2009.   2009-02-0053.


Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytis dagsett 27. febrúar sl., er varðar umsókn Ísafjarðarbæjar á byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2008/2009.  Bréfinu fylgir greinargerð um þróun sjávarútvegs í sveitarfélaginu undanfarin ár.


Lagt fram til kynningar.8. Bréf Linköpings kommun. ? Nordisk Elevträff 2009.  2009-03-0021.


Lagt fram bréf frá Linköpings kommun, vinabæ Ísafjarðarbæjar í Svíþjóð, dagsett 26. febrúar sl., þar sem boðið er til Nordisk Elevträff í Linköping dagana 5. til 11. september n.k.  Vinabæjarmót þetta er ætlað fyrir ungmenni er hefja nám í 10. bekk grunnskóla á komandi hausti.  Reiknað er með að ellefu einstaklingar komi frá hverjum vinabæ.  Kostnaður á hvern þátttakanda í Svíþjóð er áætlaður Skr. 2.200.-.


 Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.9.  Bréf Bolungarvíkurkaupstað. ? Athugun á sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum.  2009-02-0070.


Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 4. mars sl., ásamt afriti af bréfi Bolungarvíkurkaupstaðar til samgönguráðuneytis er fjallar um athugun á sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum.  Í niðurlagi bréfs Bolungarvíkurkaupstaðar til ráðuneytisins er bent á, að nú þegar fyrir liggur að þær samgöngubætur sem eru forsenda fyrir frekari sameiningum verði að veruleika árið 2010, sé eðlilegt að sameiningarmál séu tekin til ítarlegrar skoðunar, án fordóma.


Lagt fram til kynningar.10. Bréf forsætisráðuneytis. ? Úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.  2009-03-0018.


Lagt fram bréf frá forsætisráðuneyti dagsett 2. mars sl., þar sem greint er frá skipan nefndar, sem ætlað er að gera úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríksisins.  Nefndin óskar eftir að teknar verði saman upplýsingar um alla þá samninga sem taka til réttinda sveitarfélagsins er varðar jarðhitaréttindi bæði til hitaveitu og orkuvinnslu, fallréttinda til orkuvinnslu og hefðbundin grunnvatnsréttindi.  Óskað er eftir ofangreindum upplýsingum eigi síðar en 1. apríl n.k.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.11. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar. 


Lögð fram til kynningar fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar frá 13. febrúar sl.12. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerð stjórnar. 2002-04-0007.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 4. mars sl., ásamt fundagerð  stjórnar Fjórðungssambandsins frá 23. febrúar 2009.


Lagt fram til kynningar.13. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 761. stjórnarfundar.


Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 761. fundi er haldinn var þann 27. febrúar sl., að Borgartúni 30, Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.14.  Skýrsla Alsýnar ehf., tekin fyrir í bæjarráði. 2008-05-0023.


Bæjarráð óskar eftir að skýrsla Alsýnar ehf., er lögð var fram á fundi bæjarráðs þann 2. mars s.l., verði gerð opinber.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu.


Athugasemdir Kristjáns G. Jóhannssonar, formanns atvinnumálanefndar, við skýrslu Alsýnar ehf. eru lagðar fram í bæjarráði.  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?