Bæjarráð - 467. fundur - 30. janúar 2006


Þetta var gert:


1. Launanefnd sveitarfélaganna. - Launamál.



Tekin fyrir 213. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 28. janúar s.l., þar sem launanefndin samþykkir að heimila sveitarfélögum og byggðasamlögum, sem veitt hafa launanefndinni samningsumboð, að ákvarða tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamninga við Félag leikskólakennara og við Samflot bæjarstarfsmannafélaga, Starfsgreinasambands Íslands, Kjöl og Eflingu- stéttarfélag, Starfsmannafélag Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur.


Til fundar við bæjarráð er mættur Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, fulltrúi Ísafjarðarbæjar í Launanefnd sveitarfélaga.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra tillögur, sem lagðar verði fyrir næsta bæjarstjórnarfund þann 2. febrúar n.k.



2. Fundargerðir nefnda.



Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 24/1. 12. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


1. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga byggingarnefndar verði samþykkt, enda liggi fyrir sundurliðuð kostnaðaráætlun og upplýsingar um húsaleigusamning.


2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga byggingarnefndar verði samþykkt.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Félagsmálanefnd 24/1. 264. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fræðslunefnd 24/1. 231. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 25/1. 56. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


1. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.


3. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga íþrótta- og tómstundanefndar verði samþykkt.


4. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 25/1. 225. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bygging þjónustumiðstöðvar að Sólheimum. 2006-01-0080.



Lagt fram ódagsett bréf vegna byggingar þjónustumiðstöðvar að Sólheimum í Grímsnesi, þar sem leitað er eftir framlagi til framkvæmdanna.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



4. Bréf Vátryggingafélags Íslands hf. - Dómur í máli Aðalsteins S. Grétarssonar gegn Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhreppi og VÍS. 2004-04-0002.



Lagt fram bréf Vátryggingafélags Íslands hf., dagsett 24. janúar s.l., ásamt afriti af dómi Héraðsdóms Vestfjarða í máli Aðalsteins S. Grétarssonar gegn Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhreppi og VÍS.


Niðurstaða dómsins var sú í stuttu máli, að Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og VÍS, voru sýknaðir af öllum kröfum stefnanda. Líklegt má telja að stefnandi muni áfrýja málinu til Hæstaréttar.


Lagt fram til kynningar.



5. Bréf Guðmundar S. Einarssonar. - Leyfi til búfjárhalds í Ísafjarðarbæ. 2006-01-0092.



Lagt fram bréf Guðmundar S. Einarssonar, Engjavegi 11, Ísafirði, dagsett 20. janúar s.l., þar sem sótt er um leyfi til búfjárhalds í Ísafjarðarbæ og gerð grein fyrir búfjárhaldi fjölskyldu hans, sem og eignar á landi í Engidal í Skutulsfirði.


Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar.



6. Bréf fjármálastjóra. - Nýtt fasteignamat, álagning fasteignagjalda og tekjur 2005. 2006-01-0002.



Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 23. janúar s.l., er varðar nýtt fasteignamat, álagningu fasteignagjalda og tekjur ársins 2006. Bréfið er í framhaldi af bókun bæjarstjórnar frá 194. fundi, þar sem bókuð var samþykkt um úttekt á álagningu fasteignagjalda hjá Ísafjarðarbæ. Mismunur á milli áætlaðs fasteignaskatts samkvæmt fjárhagsáætlun ársins og fyrstu keyrslutalna álagningar 2006 er kr. 5.593.000.- lægri tekjur við álagningu.


Með vísan til bréfs fjármálastjóra leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að álagningarstuðlar fasteignaskatts verði óbreyttir frá því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2006.


Bæjarráð vísar tekjumismun að upphæð kr. 5.593.000.- til endurskoðunar á fjárhagsáætlun þessa árs.



7. Bréf Golu ehf., Margrétar ehf. og Sjávarþorpsins Suðureyri ehf. - Umsókn um afnot af lóni á Suðureyri. 2006-01-0069.



Lagt fram bréf frá Golunni ehf., Margréti ehf. og Sjávarþorpinu Suðureyri ehf., dagsett 19. janúar s.l., þar sem ofangreindir aðilar sækja um afnotarétt af svokölluðulóni við Suðureyri í Súgandafirði, til áframeldis á fiski.


Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að gera drög að leigusamningi. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að tilkynna fyrri leigutaka um samþykkt bæjarráðs.



8. Bréf bæjartæknifræðings. - Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. 2005-09-0066.



Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 27. janúar s.l., um útboð á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. Þar er lagt til að gengið verði til samninga við Stjörnubíla ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs þeirra, enda uppfylli fyrirtækið þær kröfur, sem gerðar eru í útboðsgögnum.


Guðni G. Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.


Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til tilskilin gögn, með tilvísun til útboðsgagna, liggja fyrir.



9. Bréf bæjartæknifræðings. - Útboð á eldsneyti og olíuvörum fyrir Ísafjarðarbæ. 2005-12-0003.



Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 27. janúar s.l., varðandi útboð á eldsneyti og olíuvörum fyrir Ísafjarðarbæ. Tilboð voru opnuð þann 23. janúar s.l. og bárust tilboð frá Skeljungi hf. og Olíufélaginu ehf.


Bæjartæknifræðingur mælir með að gengið verði til samninga við Skeljung hf., á grundvelli tilboðs þeirra.


Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings.



10. Bréf bæjartæknifræðings. - Tangagata 26, Ísafirði. 2005-07-0018.



Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 26. janúar s.l., þar sem hann svarar beiðni bæjarráðs frá 466. fundi, um ferilskrá er varðar umsóknir um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Tangagötu 26, Ísafirði.


Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:55.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?