Almannavarnanefnd – sameinuð - 27. fundur - 13. desember 2016

Mættir: Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri og formaður nefndarinnar, Pétur Markan sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri Vestfjarða, Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn, Þorbjörn Sveinsson slökkvistjóri Ísafjarðarbæjar, Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar og Sigurður Mar Óskarsson fulltrúi björgunarsveitanna.

 1. Farið yfir nöfn nefndarmanna í Almannavarnarnefnd. Bæjarstjóri mun fara yfir listann ásamt slökkvistjóra og senda hann uppfærðan fyrir áramót.
 2. Farið yfir skipan Aðgerðarstjórnar og hverjir hana skipa, auk annarra sem kunna að verða kallaðir til í samræmi við verkefnið hverju sinni. Lögreglustjóri mun hafa samband við Landsbjörgu og RKÍ og óska eftir tilnefningu frá þeim í aðgerðarstjórn. Brynjar Þór Jónasson verður fulltrúi almannavarnanefndar í aðgerðarstjórn, en fulltrúi Súðavíkurhrepps ef við á.
 3. Almannavarnarnefnd þarf að hlutast til um að nauðsynlegar viðbragðsáætlanir verði unnar. Viðbragðsáætlanir sem um ræðir, umfram þær sem fyrir eru, s.s. vegna þeirra erlendu skemmtiferðaskipa sem koma hingað vestur, farþegaflutningar með hópferðabifreiðum og eins farþegabátum. Almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðar við gerð þessara áætlana. Forgangsraða þarf gerð viðbragðsáætlana. Lögreglustjóri mun koma með tillögu til almannavarnanefndar að forgangsröðun og nöfnum tengiliða við aðgerðastjórn í hverju tilviki.
 4. Gísli Halldórsson og Pétur Markan er falið að óska eftir því við Bolungarvíkurkaupstað að fram fari sameining almannavarnanefnda á norðanverðum Vestfjörðum og munu þeir senda erindi þess efnis. Mikilvægt er að kanna slíka sameiningu til hlítar áður en farið er í vinnu við viðbragðsáætlanir.
 5. Almannavarnanefnd samþykkir að lögreglustjóri, sem aðgerðarstjóri, muni sjá um samskipti við Veðurstofuna fyrir hönd nefndarinnar.
 6. Verklag varðandi 2. mgr. 7. gr. laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49 frá 1997. Þar segir að lögreglustjóra sé heimilt, í samráði við almannavarnanefnd, að ákveða að loka götum eða vegum ef hætta er talin á snjóflóðum. Lögreglustjóri hefur einnig haft samráð við Vegagerðina um framkvæmd þessara viðbragða.
 7. Rætt var um að fá námskeið frá almannavarnadeild RLS fyrir þá einstaklinga sem verða í aðgerðastjórnum til að vera vel í stakk búnir til að sinna hlutverki sínu. Stefnt að því að fá slíkt námskeið vorið 2017.
 8. Áhættuskoðun almannavarna, á Vestfjörðum, frá árinu 2011, þarfnast endurskoðunar m.t.t. þeirra breytinga sem orðið hafa síðan þá. Lögreglustjóri mun sjá til þess í samstarfi við Almannavarnanefnd að áhættuskoðun verði unnin á næsta ári. Í framhaldinu yrði unnin þolmarkagreining, en hún lýsir þeim úrræðum sem eru til reiðu og daglegt viðbragð ræður við án þess að kölluð sé saman aðgerðarstjórn.
 9. Aðstaða og búnaður nefndarinnar – er ástæða til að endurnýja og betrumbæta? Tveir gagnagrunnar eru í gangi, Landsbjargar og Almannavarna, því væri gagnlegt að fá starfsmenn björgunarsveitanna til að aðstoða við skráningu.
 10. Almannavarnanefnd ákveður að fastir fundir almannavarnanefndar verði fyrsti miðvikudagur í apríl og október ár hvert.
 11. Rætt var um uppkaup húsa við Seljalandsveg og kvaðir sem skylt verður að setja á þau hús.
 12. Rætt um ýmsa aðstæðubundna þætti sem hafa þarf í huga við gerð viðbragðsáætlana.

Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 15:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?