Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
432. fundur 21. febrúar 2019 kl. 17:00 - 17:52 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Arna Lára Jónsdóttir tók til máls í upphafi fundar og minntist Málfríðar Finnsdóttur sem var fyrst kvenna til að taka sæti í bæjarstjórn Ísafjarðar.

Forseti óskar eftir því að tvö mál verði tekin inn með afbrigðum. Annars vegar er um að ræða tillögu er varðar eyjuna Vigur og hins vegar tillaga frá bæjarstjóra með áskorun til umhverfis- og auðlindaráðherra.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

1.Aldrei fór ég suður - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062

Tillaga 1050. fundar bæjarráðs um að samþykkja viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2019, vegna samnings við Aldrei fór ég suður.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Forseti ber fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir (Stuð)samning milli Aldrei fór ég suður og Ísafjarðarbæjar til þriggja ára, sem undirritaður var 18. janúar 2019 í samræmi við tillögu 1048. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. febrúar sl. og viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2019 í samræmi við tillögu 1050. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. febrúar sl. Samkvæmt samningnum skuldbindur Ísafjarðarbær sig til að leggja fram kr. 500.000,- á ári sem AFÉS nýtur til aukinnar kynningar á hátíðinni og um leið á svæðinu í heild. Samningurinn gildir fyrir árin 2019, 2020 og 2021. Í viðauka við fjárhagsáætlun 2019 er lagt til að önnur framlög á deildinni Aðrar hátíðir verði hækkuð sem þessu nemur og að áætlað framlag til Fablab sem áætlað er á ýmsum styrkjum atvinnumála verði lækkað úr 4 milljónum króna í 3,5 milljón króna. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.“

Forseti ber breytingartillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Seljalandsvegur 100 - Lóðaleigusamningur - 2019020016

Tillaga 514. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. febrúar, um að samþykkja að gerður verði nýr lóðarleigusamningur vegna fasteignar að Seljalandsvegi 100, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Seljalandsvegur 102 - Nýr lóðaleigusamningur - 2019020017

Tillaga 514. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. febrúar, um að samþykkja að gerður verði nýr lóðarleigusamningur vegna fasteignar að Seljalandsvegi 102, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Fjarðargata 45, endurnýjun lóðarleigusamnings - 2018110016

Tillaga 514. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. febrúar, um að samþykkja að gerður verði nýr lóðarleigusamningur vegna fasteignar að Fjarðargötu 45, Þingeyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Stofnun lóðar fyrir vegsvæði - Borg Mjólkárvirkjun - 2019020020

Tillaga 514. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. febrúar, um að heimila stofnun lóðar undir vegsvæði Vegagerðar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Stofnun lóðar vegna vegsvæðis - Rauðsstaðir - 2019020019

Tillaga 514. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. febrúar, um að heimila stofnun lóðar undir vegsvæði Vegagerðar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2018020026

Tillaga 514. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. febrúar, um að bæjarstjórn afgreiði Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Sigurður J. Hreinsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans:
„Undirritaðir bæjarfulltrúar Í-listans lýsa yfir mikilli ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í skýrsluna; Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar, þó svo að ljóst sé að gera megi betur er varðar samráð við ólíka hópa íbúa bæjarins. Mikilvægt er að þetta plagg verði nýtt í stefnumótun og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið og stutt verði við þá framtíðarsýn með ráði og dáð.
Ljóst er við lestur þessarar skýrslu, að sú framtíð í íbúafjölda sem við blasir nú er harla ólík þeirri sem blasað hefur við íbúum sveitarfélagsins undanfarna áratugi. Viðsnúningur varð í íbúaþróun í sveitarfélaginu á síðasta kjörtímabili og því ljóst að áskoranir næstu margra ára eru meðal annars að tryggja að ákveðinn lágmarksfjöldi íbúða komi nýjar á markað á hverju ári. Í væntanlegri aðalskipulagsvinnu, sem framundan er, þarf að tryggja að til staðar verði svæði sem henti til að deiliskipuleggja ný íbúðarhverfi. Tryggja þarf jafnframt að í gildandi deiliskipulögum á hverjum tíma, sé nægjanlegt af eftirsóknarverðum lóðum fyrir nýtt íbúðarhúsnæði, bæði í sérbýli sem og í sambýli.
Jafnframt hvetjum við til að kannaður verði ýtarlega sá möguleiki, að bæjarfélagið leggi til ákveðið fjármagn árlega í nokkur ár, sem hafi þann tilgang að stuðla að nýbyggingu íbúðarhúsnæðis og brúa þannig a.m.k. að hluta til þann mun sem enn er á byggingarkostnaði og markaðsverði. Í því samhengi mætti taka upp viðræður við verklýðshreyfinguna eða aðra áhugasama aðila um stofnun félags sem brúi það bil sem virðist stöðva nýframkvæmdir, en augljós skortur er á tilbúnu íbúðarhúsnæði.“

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar, ályktun öldungaráðs - 2018020026

Á 10. fundi öldungaráðs 13. febrúar var gerð eftirfarandi ályktun;

Ályktun öldungaráðs til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar varðandi húsnæðisáætlun.
Öldungaráð Ísafjarðarbæjar fékk fyrir tilviljun upplýsingar um að nú væri í vinnslu húsnæðisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ. Ekkert samráð var haft við öldungaráð varðandi þessa áætlun og lýsir ráðið furðu sinni á því og telur að ráðið eigi að koma að slíkri vinnu.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar þakkar áhuga öldungaráðs á húsnæðisáætluninni, þar sem um gagnlegt skjal er að ræða við áætlun í húsnæðismálum sveitarfélagsins. Við gerð húsnæðisáætlunarinnar var unnið eftir fyrirliggjandi gögnum og staðreyndum. Við greininguna voru hagsmunahópar ekki kallaðir til. Húsnæðisáætluninni er ætla að gefa Ísafjarðarbæ hugmynd um mögulega íbúaþróun og þörf fyrir fjölgun íbúahúsæðis í sveitarfélaginu.“

9.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ - 2011110042

Tillaga 77. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 22. janúar um að samþykkja breyttar snjómokstursreglur. En lagðar eru til smávægilegar breytingar á reglunum sem varða mokstur á nýjum göngustíg meðfram Fjarðarstræti á Ísafirði og frá Kirkjustræti að Vallargötu 8 - 18 á Þingeyri.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Gunnhildur B. Elíasdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Bæjarstjórn vísar til umhverfis- og framkvæmdanefnfdar tillögu um að orðalag snjómokstursreglna verði lagfært ef þörf er, þ.e.a.s. að ljóst sé að Vallargata 2-18 á Þingeyri, sé mokuð.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Tillaga 401. fundar fræðslunefndar frá 14. febrúar sl., um að gerð verði breyting á 6. grein samstarfssamnings um rekstur tónlistarskóla.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna til atkvæða

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Vigur - áskorun til umhverfisráðherra - 2019020062

Lögð er fram tillaga Kristjáns Þórs Kristjánssonar, forseta bæjarstjórnar, um áskorun bæjarstjórnar:

„Áskorun á umhverfisráðherra og ríkisstjórn Íslands að kaupa eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson og ríkisstjórn Íslands að freista þess að kaupa eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Eyjan Vigur er ein þriggja eyja í Ísafjarðardjúpi og er önnur tveggja sem eru byggðar. Eyjan er löng og mjó og er staðsett í mynni Skötufjarðar. Í eyjunni er alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð (10.000 pör) og uppfyllir teista alþjóðleg verndarviðmið (200 pör). Þar verpir einnig lundi (28.800 pör) og mikið af æðarfugli (um 3.500 pör). Í eyjunni eru ennfremur menningarminjar svosem elsta vindmylla á Íslandi sem byggð var árið 1860, þar er elsti bátur landsins, Vigur Breiður sem var smíðaður um 1800 og svo stórglæsilegt Viktoríuhús sem var smíðað í kringum 1860. Undanfarna áratugi hefur verið starfrækt öflug ferðaþjónusta í Vigur en með því móti hefur almenningi og ferðamönnum gefist tækifæri á að njóta náttúrunnar og sögunnar í eynni.
Síðastliðið sumar var eyjan sett á sölu og í fréttum hefur komið fram að mestmegnis séu það erlendir aðilar sem hafi áhuga á jörðinni. Í ljósi þess og þeim raunhæfa möguleika að eyjan verði keypt og lokuð almenningi vill bæjarstjórn skora á ríkið að kaupa Vigur og með því tryggja áframhaldandi aðgengi að þessari náttúruperlu í Ísafjarðardjúpi.“
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður J. Hreinsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber áskorunina upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 7-0. Nanný Arna Guðmundsdóttir og Sigurður J. Hreinsson sátu hjá.

12.Atvinnu- og samgöngumál - 2019020070

Tillaga bæjarsjóra að áskorun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þau orð umhverfis- og auðlindaráðherra, sem hann lét falla varðandi hvalveiðar, að líta þurfi til efnahagslegra og samfélagslegra þátta en ekki eingöngu vísindaráðgjafar þegar kemur að ákvarðanatöku um nýtingu auðlinda. Þetta eru nákvæmlega sömu rök og haldið hefur verið á lofti varðandi ábyrga uppbyggingu laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Vísað hefur verið til þess að andstaða við hvalveiðar er meiri en stuðningur samkvæmt nýrri könnun, en munar þó ekki nema 0,6% (35,7% andvígir, 35,1% hlynntir). Benda má, í því samhengi, á að samkvæmt könnun Gallup frá því í nóvember voru 46,3% landsmanna jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 29,6% neikvæðir.

Ísafjarðarbær hefur einnig bent á mikilvægi þess að horfa til efnahagslegra og samfélagslegra þátta varðandi nauðsynlegar úrbætur í samgöngum á Vestfjörðum og varðandi áform um varanlega lausn í raforkumálum fjórðungsins. Í öllum þessum málum hafa Vestfirðingar talað fyrir daufum eyrum þegar bent hefur verið á nauðsyn þess að líta til fleiri áhrifaþátta. Þessi afstaða ráðherra er því mikið fagnaðarefni.“
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Bæjarráð - 1049 - 1902007F

Fundargerð 1049. fundar bæjarráðs sem haldinn var 11. febrúar. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 1050 - 1902012F

Fundargerð 1050. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. febrúar. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fræðslunefnd - 401 - 1902008F

Fundargerð 401. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 14. febrúar. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 193 - 1901013F

Fundargerð 193. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. febrúar. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 8 - 1902006F

Fundargerð 8. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 12. febrúar. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 514 - 1901030F

Fundargerð 514. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. febrúar. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Öldungaráð - 10 - 1902003F

Fundargerð 10. fundar öldungaráðs sem haldinn var 13. febrúar. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:52.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?