Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1038. fundur 12. nóvember 2018 kl. 08:05 - 10:23 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Engi, leiga á húsnæði til ArtsIceland. - 2017020022

Kynntur tölvupóstur Elísabetar Gunnarsdóttur f.h. Arts Iceland, dagsettur 9. nóvember sl., vegna leigu eða kaupa á Engi, Seljalandsvegi 102.
Kynnt á fundi bæjarráðs.
Elísabet yfirgefur fundinn kl. 08:23.

Gestir

  • Elísabet Gunnarsdóttir, f.h. ArtsIceland - mæting: 08:05

2.Kauptilboð í fasteignina Engi, Seljalandsveg 102. - 2015030069

Kynnt tilboð, dagsett 31. október 2018, í fasteignina Seljalandsveg 102.
Kynnt á fundi bæjarráðs.

3.Vetrarþjónusta á Ingjaldssandi - 2017120067

Lagt fram bréf Búnaðarfélagsins Bjarma, dagsett 6. nóvember sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi framlagi til vetrarþjónustu við Ingjaldssand.
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2019.

4.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Tillaga frá umhverfis- og framkvæmdanefnd um skipulag útivistarsvæðis í Tungu- og Seljalandsdal.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu 72. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 9. október sl. með þeim viðbótum að sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs tilnefni einn aðila í starfshópinn. Tillagan verðu því svo hljóðandi:

„Bæjarráð leggur til að skipaður verði starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal, Dagverðardal og Seljalandsdal. Starfshópinn skipi formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, byggingarfulltrúi, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs og aðili tilnefndur af sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.“

5.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Lagt fram bréf Jóns Sigurpálssonar, Gísla Jóns Hjaltasonar, Inga Björns Guðnasonar og Matthildar Helgadóttur Jónudóttur, f.h. Edinborgarhússins, dagsett 5. október sl., vegna rekstrar Edinborgarhússins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með menntamálaráðherra.

6.Málefni hverfisráða - bætt íbúalýðræði - 2017010043

Kynntar eru tillögur Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara að fyrstu skrefum í átt að bættara íbúalýðræði, sem settar eru fram í minnisblaði dags. 9. nóvember sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að hlutverki tengiliðs við hverfisráðin. Bæjarráð felur bæjarstjóra enn fremur að gera breytingar á erindisbréfi bæjarráðs vegna meðferða íbúalýðræðismála í stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar.

7.Íbúasamtök Hnífsdals - tillögur um framtíð Bakkaskjóls - 2017010043

Lagður fram tölvupóstur Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, f.h. Íbúasamtaka Hnífsdals, dagsettur 24. september sl., þar sem tilkynnt er að samþykkt hafi verið á aðalfundi hverfisráðsins að skipa þriggja manna nefnd um málefni Bakkavegar 19 (Bakkaskjóls). Með póstinum fylgir bréf nefndarmanna, dagsett 12. september sl., með tillögum um framtíð hússins, og óskað er eftir viðræðum við bæjarráð um málið.
Bæjarráð fagnar frumkvæði íbúanna og felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa þeirra um tillögur þeirra um framtíð Bakkavegs 19.

8.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028

Umræður um uppbyggingarsamning við hestamannafélagið Hendingu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Hendingar á grundvelli umræðna á fundinum.

9.Gamanmyndahátíð Flateyrar - 2018100040

Kynntur tölvupóstur Eyþórs Jóvinssonar, dagsettur 9. október sl., vegna fjárhags Gamanmyndahátíðar Flateyrar. Óskað er eftir langtímasamningi um stuðning við hátíðina.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu í atvinnu- og menningarmálanefnd. Enn fremur er bréfritara bent á að leita til Uppbyggingasjóðs Vestfjarða.

10.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - 2018110022

Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Gústavs Arons Gústavssonar f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 1. nóvember sl., þar sem kynnt er að ný reglugerð um Jöfnunarsjóð er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

11.Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 8. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál. Umsagnarfrestur er til 29. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfisþing 2018 - 2018110013

Lagður fram tölvupóstur Þorbjargar Auðar Ævarr Sveinsdóttur, f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsettur 30. október sl., þar sem boðað er til ellefta umhverfisþings, sem haldið verður 9. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Kynnt eru drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans vegna ársins 2019 ásamt drögum að greinargerð.
Umræður fóru fram um drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans voru rædd. Fyrri umræður um fjárhagsáætlun fara fram á næsta bæjarstjórnarfundi.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:30

14.Fjárhagsáætlun 2019 - gjaldskrár - 2018030083

Kynntar tillögur að gjaldskrám Ísafjarðarbæjar 2019 ásamt minnisblaði Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar upplýsingafulltrúa þar sem lýst er breytingum sem lagðar eru til.
Lagt fram til kynningar. Gjaldskrár fara til fyrri umræðu á næsta bæjarstjóranarfundi.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 10:23.

15.Íþrótta- og tómstundanefnd - 189 - 1811004F

Fundargerð 189. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 508 - 1810030F

Fundargerð 508. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 508 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 508 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 508 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 508 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar skv. lóðablaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar.

17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74 - 1811002F

Fundargerð 74. fundar umhverfis - og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 6. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Velferðarnefnd - 433 - 1811003F

Fundargerð 433. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 5. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:23.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?