Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
508. fundur 07. nóvember 2018 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Innsiglingaljós Stakkanesi, framkvæmdaleyfi - 2018100080

Hafnir Ísafjarðarbæjar sækja um framkvæmdaleyfi fyrir innsiglingarljós við Stakkanes skv. meðfylgjandi gögnum dagsettum 23. október 2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis vegna innsiglingaljósa við Stakkanes.

2.Hlíðarvegur 15, bílgeymsla - byggingarleyfi - 2018090007

Lögð fram frekari gögn frá Verkís hf., dagsett 22.október 2018, vegna fyrirspurnar um bílskúr við Hlíðarveg 15 Ísafirði. Á 504. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var tekin fyrir fyrirspurn frá Verkís hf. sama efnis, dagsett 23. júlí 2018, nefndin frestaði erindinu og óskaði frekari gagna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að forsendur fyrir nýbyggingu bílskúrs við Hlíðarveg 15 séu til staðar og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir gögnum til grenndarkynningar.

3.Góuholt 13 - lóðaleigusamningur - 2018100085

Elsa Margrét Elíasdóttir óskar eftir lóðaleigusamning fyrir Góuholt 13, Ísafirði, fyrir hönd fasteignarsölunar Lindar, með vísan í tölvupóst dags. 02.07.2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings.

4.Rómarstígur 5, ósk um lóðaleigusamning. - 2018030042

Elías Guðmundsson f.h. Nostalgía ehf. óskar eftir því við bæjaryfirvöld að gerður verði lóðaleigusamningur vegna Rómarstígs 5.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings.

5.Rómarstígur 3, ósk um lóðaleigusamning - 2018030041

Elías Guðmundsson f.h. Nostalgía ehf. óskar eftir því við bæjaryfirvöld að gerður verði lóðaleigusamningur vegna Rómarstígs 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings.

6.Seljalandsvegur 84a -stækkun lóðar - 2018110003

Lögð fram umsókn Sverris Guðmundar Harðarsonar, dagsett 1. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir stækkun á lóð við Seljalandsveg 84a til að auðvelda aðgengi og snjómokstur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar skv. lóðablaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar.

7.Ósk um aðstöðu fyrir útihreystitæki á Suðureyri - 2018110007

Svava Rán Valgeirsdóttir formaður Íþróttafélagsins Stefnis, Suðureyri. Óskar heimild bæjaryfirvalda til þess að staðsetja útihreystitæki milli tjarnarinnar og Túngötu 10, tilnefndir eru fjórir valkostir og er umrædd staðsetning fyrsti valkostur. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 19.10.2018 ásamt loftmynd sem sýnir fyrirhugaðar staðsetningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið þar sem umrætt svæði er, skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, opið svæði til sérstakra nota.

8.Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2018020026

Kynnt lokadrög að húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar, dagsett 2. nóvember 2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?