Starfsdagur og sumaropnun í sundlaugum

Sundlaugarnar á Flateyri, Ísafirði og Suðureyri verða lokaðar mánudaginn 3. júní vegna sund- og skyndihjálparnámskeiðs starfsfólks. Á Þingeyri verður opið eins og venjulega.

Sundlaugin á Ísafirði verður að auki lokuð sunnudaginn 2. júní þar sem skipt verður um vatn í lauginni. Ólíklegt er að hitastigið í lauginni verði komið alveg upp í 28 gráður þegar opnar aftur þriðjudaginn 4. júní svo laugin verður aðeins kaldari en venjulega.

Í takt við sumarfrí skóla breytast opnunartímar sundlauganna. Dagsetningar sumaropnunar eru þó mismunandi á hverjum stað.

Sumaropnun sundlauga

Flateyrarlaug
Sumaropnun hefst 8. júní (4.-7. júní: 15:00 – 20:00)
Virkir dagar: 10:00 – 20:00
Helgar: 10:00 – 17:00
17. júní: Lokað
5. ágúst, frídagur verslunarmanna: 10:00 – 17:00

Sundhöll Ísafjarðar
Sumaropnun hefst 4. júní
Virkir dagar: 10:00 – 21:00
Helgar: 10:00 – 17:00
17. júní: Lokað
5. ágúst, frídagur verslunarmanna: 10:00 – 17:00

Suðureyrarlaug
Sumaropnun hefst 4. júní
Opið alla daga: 11:00 – 20:00
17. júní: Lokað

Þingeyrarlaug
Sumaropnun hefst 1. júní
Virka daga: 8-21
Helgar: 10-18
17. júní: 10-18
5. ágúst, frídagur verslunarmanna: 10-18