Geymsluport á Suðurtanga rifið

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar ákvað í lok síðasta árs að rífa geymsluport á Suðurtanga á Ísafirði. Geymsluplássunum var sagt upp með sex mánaða uppsagnarfresti.

Þeim sem eiga lausamuni í portinu er bent á að þann 15. október verður portið tæmt.

Kostnaður við rýmingu og förgun lausamuna getur eftir atvikum lent á leigutökum portsins.

Næsta nágrenni portsins verður einnig hreinsað og er þá sérstaklega horft til brotajárnshauga.